Andvíg fjölskylduvænna samfélagi Guðmundur D. Haraldsson skrifar 17. desember 2012 17:00 Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar