Fiat eykur enn hlut sinn í Chrysler 5. janúar 2013 13:15 Fiat 500 Abarth Hlutur Fiat hefur aukist úr 20% í 65% á tveimur og hálfu áriEnn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á "samrunaferlinu", eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Hlutur Fiat hefur aukist úr 20% í 65% á tveimur og hálfu áriEnn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á "samrunaferlinu", eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent