Stóllinn drepur þig Sævar Ingi Borgarsson skrifar 14. janúar 2013 11:45 Ég var rétt í þessu að horfa á athyglisverðan þátt á netinu í gegnum Ruv.is þar sem talað er um sannleikann um þjálfun, æfingar eða ræktina. Þátturinn heitir "Líkamsrækt í jakkafötum" þar er maður að nafni Micheal Mosley sem mig minnir að sé læknir og hann fer að skoða árangur á bak við að æfa. Ég var á mörkunum að nenna að horfa en því lengur sem ég horfði því spenntari varð ég fyrir þáttinum og niðurstöðum úr rannsóknunum sem voru gerðar í þættinum. Ég ætla ekki að fara ræða nákvæmlega hvað var gert eða sagt, niðurstöður eða annað heldur ætla ég að ræða þau skilaboð sem þátturinn skilaði mér og minni trú hvað varðar líkamlega sem andlega vellíðu, hvort sem þú ert líkamsræktarrotta eða ekki.Hreyfing og kyrrstæða "Stóllinn drepur þig" var sagt í þættinum og það náði alveg til mín og ég skildi nákvæmlega hvað var verið að tala um. Ég skildi það svo vel að ég fékk samviskubit við að sitja og horfa á þáttinn og ákvað að standa og skrifa þessa grein og ef ég get þá hreyfa mig líka á meðan. Ég hef æft íþróttir frá því að ég var 5 ára og hef aldrei á mínu lífi lifað kyrrtstöðu lífi. Þegar ég er að tala um kyrrstöðulíf þá er ég að tala um fólk sem stendur, gengur, hleypur og heldur á þungum sem léttum hlutum frá A til B eins lítið og það mögulega getu, það tekur alltaf lyftuna í stað þess að ganga tröppurnar, æfir helst ekki nema að samviskan nagar það svo mikið að það neyðist að fara og þau þrjóskustu endast í viku, mesta lagi 4-8 vikur áður en þau gefast upp. Þetta er að mínu mati sennilega það óhollasta sem við gerum ásamt slæmum matarvenjum. Fyrir nokkrum árum lenti ég í bílslysi og ég meiddi mig í mjóbakinu, aðeins í brjóstbakinu og smá í hálsinum. Ég hef verið góður og slæmur til skiptis í allan þennan tíma, fer til nuddara og osteopata til að halda mér góðum en fyrir nokkrum mánuðum þá gaf bakið sig endanlega. Ég hef ekki getað æft allan þann tíma vegna stöðugra verkja, étið verkjastillandi og sennilega orðinn einn aðal sponsor Actavis. Í dag líður mér þó betur en þarf að breyta öllu í mínu ífi hvað varðar líkamsstöðu, beitingu í vinnu og frístudnum eða í öllu sem krefst þess að ég þarf að hreyfa mig. En hvað um það eftir að þetta gerðist þá í fyrsta skipti á ævi minni þá fór ég að hafa áhyggjur af því að fitna. Afhverju? Ég hef alltaf verið með góða matarlyst og hún fer heldur ekki þó að þetta hafi komið fyrir mig. Ég hreyfi mig minna en áður eða hvað? Ég æfi minna eða í dag ekkert en ég hreyfi mig jafn mikið og áður því það er það besta sem ég gerði bakinu en þarf að passa hvert skref sem ég tek. Af þeim sökum þá brenni ég ekki svo miklu minna en áður nema það að ég hef misst töluvert af massa sem brennir orku. Og eftir að hafa séð þáttinn þá fattaði ég að ég hvað ég hreyfi mig í raun mikið. Ég sit sjaldan, geng mikið, þegar ég fer í hús með lyftu þá oft geng ég upp og niður tröppur því ég nenni ekki að bíða eftir lyftunni. Með þessu held ég efnaskiptunum og brennslu líkamans á háu stigi án þess að gera mér grein fyrir því. Spurningin mín til þín er því: Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir?Mataræði Ef þú ert of þung/ur og vilt losna við aukakílóin þá eru matarvenjur þínar fyrsta og síðasta sem þarft að gera til að ná þeim af. Hreyfingin mun hjálpa til við að ná af þér lýsið en hættan getur líka verið sú að ef þú hreyfir þig meira þá borðar þú meira. Önnur mikilvægari hugleiðing sem ég vil troða inn í þennan pistil, læra börnina það sem sagt er við þau eða það sem fyrir þeim er haft. Ef ég drekk kók en banna krökkunum mínum að drekka kók því það er svo óhollt mun það skila sér eða mun það taka mark á þér þar sem það er allt í lagi að þú drekkir kók? Það er ekkert að marka það sem við segjum, það er það sem við gerum. Hvað getur þú gert í þínum matarvenjum til að ná niður fituprósentunni og þar af leiðandi betri líkamlegri sem andlegri heilsu og fordæmi til barnanna þinna?Fita, undir húð og djúpt inn í líkama Fita undir húð er ekki hættuleg, hún er varaforðinn okkar sem auðveldlega er hægt að ná af sér ef vilji og löngun er fyrir hendi með góðum matarvenjum. Það er fitan sem er inn í líkamanum eins og í innyflum, blóðrás, brisi, lungum, nýrum, hjarta og öðrum mikilvægum líffærum sem er hættulegust og getur stafað af mjög alvarlegum heilsufarskvillum eins og sykursýk, þarma og meltingarvandamál o.m.fl. Þessi fita er mun erfiðari að losna við og getur tekið langann tíma. Þannig að ef þú ert tiltölulega grannur með stóra ístru og almennt of þungur þá er spurning um að hugsa til framtíðar þegar þú ert kominn á efri árin og hvort að sá tími verði sársaukafullur eða ánægjuríkur. Það er ekki hægt að taka bara út og leggja ekkert inn því á endanum kemur að skuldadögum og aðeins spurning hvort það verður fyrr eða seinna.HIIT, High Intensity Interval training Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri þó að sumir sem ég veit um að haldi að þau hafi fundið það upp. En HIIT þjálfun er það allra besta sem þú getur innleitt inn í þjálfun þína og lífið þitt. Æfingalega séð þá geturðu hætt að fara á brettið til að reyna að bræða úr því, það getur verið í gangi mikið lengri en þú þannig að það er töpuð orrusta. Farðu stutt á brettið keyrðu þig út með að vinna og hvíla í fyrirfram ákveðin tíma í ákveðið margar umferðir. Passa sig að fara nógu hratt að þú hafir ekki áhuga á að fara á brettið aftur til að gera meira. Lyftingalega þjálfa ég yfirleitt alltaf í einhvers konar HIIT þjálfun á sjálfum mér og kúnnum mínum. Það er auðvelt, með því að vera með háa tempó vinnu sem getur verið þyngdir eða hátt tempó og ákveðinn hvíldartíma sem ekki má brjóta. Í lífinu þá geturðu gengið rösklega þangað sem þú ferð og rólega á milli, í gögnutúrum ganga eða hlaupa hratt og hægt til skiptis á milli ljósastaura, fara upp tröppur hratt á einn pall rólega á næsta og fleira og fleira í þínu lífi sem þú getur fundið upp með að nota ímyndunaraflið. Ef þú vilt gera þetta eins og í þættinum en hefur ekki efni á að kaupa þér kyrrstöðuhjól þá geturðu gert margt annað í staðinn eins og hlaupið eins hratt eins og þú getur í kyrrstöðu og fleira sem þér dettur í hug sem hjálpar þér að keyra þig út á HIIT þjálfun. Mér fannst þetta frábær þáttur í alla staði en að því sögðu þá fannst mér niðurstöðurnar skekkja þetta að einu leyti. Hann átti að halda áfram lífi sínu eins og áður var og bæta aðeins þessari HIIT þjálfun sem sérfræðingurinn ráðlagði honum að gera en hann gerði meira en það! Hann hitti sérfræðing sem fékk hann til að endurskoða alla þá kyrrstöðu sem hann var í, þá hreyfingu sem hann gerði og hjálpaði honum að breyta því sem að mínu mati hefur hjálpað mikið til. Hann byrjaði að sleppa lyftunni og fara í staðinn upp stiga, gekk á meðan hann talaði við fólk á vinnustað sínum og þar af leiðandi sat hann minna, hann endurskipulagði alla hreyfingu sína upp á nýtt sem ég held að hefur haft áhrif á niðurstöðurnar. En hvað um það, þetta litla sem hann breytti skilaði honum í breyttum niðurstöðum til hins betra þó svo að hann hafi lítið sem ekkert bætt þolið sitt æfingalega séð. Það sem þessar rannsóknir tóku aðeins tillit til er fólk sem fer aðeins á þolþjálfunartæki eins og hjól, hlaupabretti o.fl. en ekki lyftingar. Lyftingar munu alltaf standa upp úr í mínum huga sem besta hreyfing sem fólk getur valið. Lyftingar bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu, berst gegn hrörnum, vöðvarýrnun, heldur meðalstyrk þínum uppi og stoðkerfisvandamál niðri ef nálgunin er rétt og mun á endanum skila þér í þínu besta formi þegar þú nálgast efri árin. Af því sögðu mun ekkert geta komið í staðinn fyrir lyftingar. Ekki einu sinni erfiðisvinna því vinnan er í langan tíma og slitið á líkamanum því mikið til langs tíma.Ef þú ert fastur í stólnum meiri hluta dagsins þá reyna að gera allt í þínu lífi til að koma þér úr honum sem um leið eykur hreyfingu þína og með því munt þú styrkja þig, auka þol, aukin efnskipti og brennsla yfir daginn og andlega vellíðu.Ekki hægt að kaupa heilsu Það er ekki hægt að kaupa heilsu, þú þarft að vinna fyrir henni. Breyttu matarvenjum þínum. Borðaðu minna en oftar í stað sjaldan og mikið, borða reglulega, 5-6 sinnum á dag, skyndibiti, sykurgos, snakk, sælgæti og brauð er eitthvað sem á að vera sparimatur en ekki hluta daglegri neyslu. Drekktu meira af vatni, borðaðu meira af ávöxtum, grænmeti, haframjöl, sætum kartöflum, hýðis hrísgrjónum, kjöti, eggjum og sykursnauðu skyri. Breyttu eitt í einu og með tímanum geturðu orðið stolt/ur af sjálfri/um þér og lofa að aukakílóin og fita í mikilvægu líffærunum mun minnka með tímanum. Börnin þín munu fylgja þér því þú stendur fyrir það sem þú segir og um leið fordæmi í verki en ekki aðeins í orðum. Með öðrum orðum borðaðu 80% hollt og 20% óhollt allt árið í kring í stað 100% hollt í einn mánuð á ári. Framkvæma HIIT þjálfun alls staðar í þínu lífi. Þarf ekki að vera bara í ræktinni heldur getur það verið allstaðar og undir þér og þínu ímyndunarafli að finna stað og stund! Í lokin ef það er eitthvað sem ég ráðlegg fólki að stunda hreyfingarlega séð þá er það lyftingar því lyftingar er KÓNGUR allrar hreyfingar. En ef þú hefur ekki áhuga á hreyfingu, þá reyna að lyfta öllu sem þú ræður við, allstaðar sem þú finnur með góðri líkamsstöðu og líkamsbeitingu!Linkur á þáttinn á RUV.Heimasíða höfundar - Sævar Borgar. Heilsa Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Ég var rétt í þessu að horfa á athyglisverðan þátt á netinu í gegnum Ruv.is þar sem talað er um sannleikann um þjálfun, æfingar eða ræktina. Þátturinn heitir "Líkamsrækt í jakkafötum" þar er maður að nafni Micheal Mosley sem mig minnir að sé læknir og hann fer að skoða árangur á bak við að æfa. Ég var á mörkunum að nenna að horfa en því lengur sem ég horfði því spenntari varð ég fyrir þáttinum og niðurstöðum úr rannsóknunum sem voru gerðar í þættinum. Ég ætla ekki að fara ræða nákvæmlega hvað var gert eða sagt, niðurstöður eða annað heldur ætla ég að ræða þau skilaboð sem þátturinn skilaði mér og minni trú hvað varðar líkamlega sem andlega vellíðu, hvort sem þú ert líkamsræktarrotta eða ekki.Hreyfing og kyrrstæða "Stóllinn drepur þig" var sagt í þættinum og það náði alveg til mín og ég skildi nákvæmlega hvað var verið að tala um. Ég skildi það svo vel að ég fékk samviskubit við að sitja og horfa á þáttinn og ákvað að standa og skrifa þessa grein og ef ég get þá hreyfa mig líka á meðan. Ég hef æft íþróttir frá því að ég var 5 ára og hef aldrei á mínu lífi lifað kyrrtstöðu lífi. Þegar ég er að tala um kyrrstöðulíf þá er ég að tala um fólk sem stendur, gengur, hleypur og heldur á þungum sem léttum hlutum frá A til B eins lítið og það mögulega getu, það tekur alltaf lyftuna í stað þess að ganga tröppurnar, æfir helst ekki nema að samviskan nagar það svo mikið að það neyðist að fara og þau þrjóskustu endast í viku, mesta lagi 4-8 vikur áður en þau gefast upp. Þetta er að mínu mati sennilega það óhollasta sem við gerum ásamt slæmum matarvenjum. Fyrir nokkrum árum lenti ég í bílslysi og ég meiddi mig í mjóbakinu, aðeins í brjóstbakinu og smá í hálsinum. Ég hef verið góður og slæmur til skiptis í allan þennan tíma, fer til nuddara og osteopata til að halda mér góðum en fyrir nokkrum mánuðum þá gaf bakið sig endanlega. Ég hef ekki getað æft allan þann tíma vegna stöðugra verkja, étið verkjastillandi og sennilega orðinn einn aðal sponsor Actavis. Í dag líður mér þó betur en þarf að breyta öllu í mínu ífi hvað varðar líkamsstöðu, beitingu í vinnu og frístudnum eða í öllu sem krefst þess að ég þarf að hreyfa mig. En hvað um það eftir að þetta gerðist þá í fyrsta skipti á ævi minni þá fór ég að hafa áhyggjur af því að fitna. Afhverju? Ég hef alltaf verið með góða matarlyst og hún fer heldur ekki þó að þetta hafi komið fyrir mig. Ég hreyfi mig minna en áður eða hvað? Ég æfi minna eða í dag ekkert en ég hreyfi mig jafn mikið og áður því það er það besta sem ég gerði bakinu en þarf að passa hvert skref sem ég tek. Af þeim sökum þá brenni ég ekki svo miklu minna en áður nema það að ég hef misst töluvert af massa sem brennir orku. Og eftir að hafa séð þáttinn þá fattaði ég að ég hvað ég hreyfi mig í raun mikið. Ég sit sjaldan, geng mikið, þegar ég fer í hús með lyftu þá oft geng ég upp og niður tröppur því ég nenni ekki að bíða eftir lyftunni. Með þessu held ég efnaskiptunum og brennslu líkamans á háu stigi án þess að gera mér grein fyrir því. Spurningin mín til þín er því: Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir?Mataræði Ef þú ert of þung/ur og vilt losna við aukakílóin þá eru matarvenjur þínar fyrsta og síðasta sem þarft að gera til að ná þeim af. Hreyfingin mun hjálpa til við að ná af þér lýsið en hættan getur líka verið sú að ef þú hreyfir þig meira þá borðar þú meira. Önnur mikilvægari hugleiðing sem ég vil troða inn í þennan pistil, læra börnina það sem sagt er við þau eða það sem fyrir þeim er haft. Ef ég drekk kók en banna krökkunum mínum að drekka kók því það er svo óhollt mun það skila sér eða mun það taka mark á þér þar sem það er allt í lagi að þú drekkir kók? Það er ekkert að marka það sem við segjum, það er það sem við gerum. Hvað getur þú gert í þínum matarvenjum til að ná niður fituprósentunni og þar af leiðandi betri líkamlegri sem andlegri heilsu og fordæmi til barnanna þinna?Fita, undir húð og djúpt inn í líkama Fita undir húð er ekki hættuleg, hún er varaforðinn okkar sem auðveldlega er hægt að ná af sér ef vilji og löngun er fyrir hendi með góðum matarvenjum. Það er fitan sem er inn í líkamanum eins og í innyflum, blóðrás, brisi, lungum, nýrum, hjarta og öðrum mikilvægum líffærum sem er hættulegust og getur stafað af mjög alvarlegum heilsufarskvillum eins og sykursýk, þarma og meltingarvandamál o.m.fl. Þessi fita er mun erfiðari að losna við og getur tekið langann tíma. Þannig að ef þú ert tiltölulega grannur með stóra ístru og almennt of þungur þá er spurning um að hugsa til framtíðar þegar þú ert kominn á efri árin og hvort að sá tími verði sársaukafullur eða ánægjuríkur. Það er ekki hægt að taka bara út og leggja ekkert inn því á endanum kemur að skuldadögum og aðeins spurning hvort það verður fyrr eða seinna.HIIT, High Intensity Interval training Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri þó að sumir sem ég veit um að haldi að þau hafi fundið það upp. En HIIT þjálfun er það allra besta sem þú getur innleitt inn í þjálfun þína og lífið þitt. Æfingalega séð þá geturðu hætt að fara á brettið til að reyna að bræða úr því, það getur verið í gangi mikið lengri en þú þannig að það er töpuð orrusta. Farðu stutt á brettið keyrðu þig út með að vinna og hvíla í fyrirfram ákveðin tíma í ákveðið margar umferðir. Passa sig að fara nógu hratt að þú hafir ekki áhuga á að fara á brettið aftur til að gera meira. Lyftingalega þjálfa ég yfirleitt alltaf í einhvers konar HIIT þjálfun á sjálfum mér og kúnnum mínum. Það er auðvelt, með því að vera með háa tempó vinnu sem getur verið þyngdir eða hátt tempó og ákveðinn hvíldartíma sem ekki má brjóta. Í lífinu þá geturðu gengið rösklega þangað sem þú ferð og rólega á milli, í gögnutúrum ganga eða hlaupa hratt og hægt til skiptis á milli ljósastaura, fara upp tröppur hratt á einn pall rólega á næsta og fleira og fleira í þínu lífi sem þú getur fundið upp með að nota ímyndunaraflið. Ef þú vilt gera þetta eins og í þættinum en hefur ekki efni á að kaupa þér kyrrstöðuhjól þá geturðu gert margt annað í staðinn eins og hlaupið eins hratt eins og þú getur í kyrrstöðu og fleira sem þér dettur í hug sem hjálpar þér að keyra þig út á HIIT þjálfun. Mér fannst þetta frábær þáttur í alla staði en að því sögðu þá fannst mér niðurstöðurnar skekkja þetta að einu leyti. Hann átti að halda áfram lífi sínu eins og áður var og bæta aðeins þessari HIIT þjálfun sem sérfræðingurinn ráðlagði honum að gera en hann gerði meira en það! Hann hitti sérfræðing sem fékk hann til að endurskoða alla þá kyrrstöðu sem hann var í, þá hreyfingu sem hann gerði og hjálpaði honum að breyta því sem að mínu mati hefur hjálpað mikið til. Hann byrjaði að sleppa lyftunni og fara í staðinn upp stiga, gekk á meðan hann talaði við fólk á vinnustað sínum og þar af leiðandi sat hann minna, hann endurskipulagði alla hreyfingu sína upp á nýtt sem ég held að hefur haft áhrif á niðurstöðurnar. En hvað um það, þetta litla sem hann breytti skilaði honum í breyttum niðurstöðum til hins betra þó svo að hann hafi lítið sem ekkert bætt þolið sitt æfingalega séð. Það sem þessar rannsóknir tóku aðeins tillit til er fólk sem fer aðeins á þolþjálfunartæki eins og hjól, hlaupabretti o.fl. en ekki lyftingar. Lyftingar munu alltaf standa upp úr í mínum huga sem besta hreyfing sem fólk getur valið. Lyftingar bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu, berst gegn hrörnum, vöðvarýrnun, heldur meðalstyrk þínum uppi og stoðkerfisvandamál niðri ef nálgunin er rétt og mun á endanum skila þér í þínu besta formi þegar þú nálgast efri árin. Af því sögðu mun ekkert geta komið í staðinn fyrir lyftingar. Ekki einu sinni erfiðisvinna því vinnan er í langan tíma og slitið á líkamanum því mikið til langs tíma.Ef þú ert fastur í stólnum meiri hluta dagsins þá reyna að gera allt í þínu lífi til að koma þér úr honum sem um leið eykur hreyfingu þína og með því munt þú styrkja þig, auka þol, aukin efnskipti og brennsla yfir daginn og andlega vellíðu.Ekki hægt að kaupa heilsu Það er ekki hægt að kaupa heilsu, þú þarft að vinna fyrir henni. Breyttu matarvenjum þínum. Borðaðu minna en oftar í stað sjaldan og mikið, borða reglulega, 5-6 sinnum á dag, skyndibiti, sykurgos, snakk, sælgæti og brauð er eitthvað sem á að vera sparimatur en ekki hluta daglegri neyslu. Drekktu meira af vatni, borðaðu meira af ávöxtum, grænmeti, haframjöl, sætum kartöflum, hýðis hrísgrjónum, kjöti, eggjum og sykursnauðu skyri. Breyttu eitt í einu og með tímanum geturðu orðið stolt/ur af sjálfri/um þér og lofa að aukakílóin og fita í mikilvægu líffærunum mun minnka með tímanum. Börnin þín munu fylgja þér því þú stendur fyrir það sem þú segir og um leið fordæmi í verki en ekki aðeins í orðum. Með öðrum orðum borðaðu 80% hollt og 20% óhollt allt árið í kring í stað 100% hollt í einn mánuð á ári. Framkvæma HIIT þjálfun alls staðar í þínu lífi. Þarf ekki að vera bara í ræktinni heldur getur það verið allstaðar og undir þér og þínu ímyndunarafli að finna stað og stund! Í lokin ef það er eitthvað sem ég ráðlegg fólki að stunda hreyfingarlega séð þá er það lyftingar því lyftingar er KÓNGUR allrar hreyfingar. En ef þú hefur ekki áhuga á hreyfingu, þá reyna að lyfta öllu sem þú ræður við, allstaðar sem þú finnur með góðri líkamsstöðu og líkamsbeitingu!Linkur á þáttinn á RUV.Heimasíða höfundar - Sævar Borgar.
Heilsa Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira