Notar krem sem multi-taskar eins og vindurinn Ellý Ármanns skrifar 21. janúar 2013 16:30 Elísabet Ormslev söngkona með meiru, fagurkeri og förðunarfræðingur hjá Mac upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega þegar kemur að andlits- og hárumhirðu."Ég nota Damage Remedy djúpnæringuna frá Aveda fyrir litað og meðhöndlað hár og einhvern hátt. Ég hef ansi oft litað hárið mitt og skipt um hárlit og þetta hjálpar þurrum og slitnum endum að jafna sig. Ég þvæ hárið með sjampó og næringu eins og vanalega, set síðan þessa næringu og rakt hárið og leyfi því að standa í 30-40 mínútur. Það er sniðugt að kíkja á einn Walking Dead þátt á meðan. Síðan skola ég næringuna úr og hárið mitt verður mýkra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Án efa ein besta djúpnæring á markaðnum," segir Elísabet."Varanæringin frá Mac Cosmetics er einn af bestu varasölvum sem ég hef prófað yfir ævina og ég hef prófað þá marga. Ég er með ansi stórar varir og þjáðist af varaþurrk og þurrk í kringum varirnar lengi og það hafði áhrif á sjálfstraustið að vera alltaf svona þurr, sérstaklega á veturna. En eftir að hafa prófað þessa næringu urðu varirnar silkimjúkar og hef ekki þurft að hafa áhyggjur síðan.""Þegar kemur að farða þá þykir mér einna mikilvægast að húðin sé sem fallegust. Sjálf er ég með viðkvæma og þurra húð og hef prófað alls kyns farða og komst að því í sumar að Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn frá Chanel gerir mest fyrir húðina mína. Þekjan er ekki mikil en ekki alls lítil heldur. Það kemur falleg perluáferð á húðina og vegna þess að farðinn er vatns beisaður þá gefur hann húðinni mikinn raka og helst vel á yfir daginn. Lyktin af farðanum er líka góð og minnir mig á sumarið.""Prep+Prime Highlighter frá Mac Cosmetics í litnum Radiant Rose er snyrtivara sem ég nota á hverjum einasta degi. Varan kemur í þremur tónum; bleikum, gulum og ferskjulituðum og þann bleika nota ég alltaf undir augun bæði á sjálfum mér og viðskiptavinum mínum því bleiki liturinn vegur upp á móti blámanum undir augunum og lýsir upp augun og andlitið.""Elizabeth Arden Eight Hour Cream er töfrakrem. Það virkar á allt og þá á ég við að það virkar virkilega á allt; þurrkubletti á líkama og andliti, frábær varasalvi, það virkar meira að segja á exemið mitt. Ef þú ert að leita að kremi sem multi-taskar eins og vindurinn, þá er þetta krem fyrir þig."Elísabet er menntaður förðunarfræðingur. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Elísabet Ormslev söngkona með meiru, fagurkeri og förðunarfræðingur hjá Mac upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega þegar kemur að andlits- og hárumhirðu."Ég nota Damage Remedy djúpnæringuna frá Aveda fyrir litað og meðhöndlað hár og einhvern hátt. Ég hef ansi oft litað hárið mitt og skipt um hárlit og þetta hjálpar þurrum og slitnum endum að jafna sig. Ég þvæ hárið með sjampó og næringu eins og vanalega, set síðan þessa næringu og rakt hárið og leyfi því að standa í 30-40 mínútur. Það er sniðugt að kíkja á einn Walking Dead þátt á meðan. Síðan skola ég næringuna úr og hárið mitt verður mýkra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Án efa ein besta djúpnæring á markaðnum," segir Elísabet."Varanæringin frá Mac Cosmetics er einn af bestu varasölvum sem ég hef prófað yfir ævina og ég hef prófað þá marga. Ég er með ansi stórar varir og þjáðist af varaþurrk og þurrk í kringum varirnar lengi og það hafði áhrif á sjálfstraustið að vera alltaf svona þurr, sérstaklega á veturna. En eftir að hafa prófað þessa næringu urðu varirnar silkimjúkar og hef ekki þurft að hafa áhyggjur síðan.""Þegar kemur að farða þá þykir mér einna mikilvægast að húðin sé sem fallegust. Sjálf er ég með viðkvæma og þurra húð og hef prófað alls kyns farða og komst að því í sumar að Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn frá Chanel gerir mest fyrir húðina mína. Þekjan er ekki mikil en ekki alls lítil heldur. Það kemur falleg perluáferð á húðina og vegna þess að farðinn er vatns beisaður þá gefur hann húðinni mikinn raka og helst vel á yfir daginn. Lyktin af farðanum er líka góð og minnir mig á sumarið.""Prep+Prime Highlighter frá Mac Cosmetics í litnum Radiant Rose er snyrtivara sem ég nota á hverjum einasta degi. Varan kemur í þremur tónum; bleikum, gulum og ferskjulituðum og þann bleika nota ég alltaf undir augun bæði á sjálfum mér og viðskiptavinum mínum því bleiki liturinn vegur upp á móti blámanum undir augunum og lýsir upp augun og andlitið.""Elizabeth Arden Eight Hour Cream er töfrakrem. Það virkar á allt og þá á ég við að það virkar virkilega á allt; þurrkubletti á líkama og andliti, frábær varasalvi, það virkar meira að segja á exemið mitt. Ef þú ert að leita að kremi sem multi-taskar eins og vindurinn, þá er þetta krem fyrir þig."Elísabet er menntaður förðunarfræðingur.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira