Audi tvöfaldar jepplingalínuna Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 11:45 Hyggst bæta við þremur gerðum - Q2, Q4 og Q6. Svo virðist sem jepplingaæðið sem nú stendur yfir muni halda áfram. Því trúir að minnsta kosti Audi, en þýski framleiðandinn ætlar að tvöfalda framleiðslulínu sína þar, og bæta við Q2, Q4 og Q6 bílum. Fyrir voru Q3, Q5 og Q7, en þann síðastnefnda verður þó að telja meðal jeppa. Þessum bílum ætlar Audi að vera búið að bæta við árið 2020 og er það liður í að minnka bilið milli Audi og BMW í fjölda seldra bíla. Svo virðist sem heimsbyggðin öskri á bíla sem setið er hátt í og ekki síst af dýrari gerðinni. Vilja sumir meina að það sé að vissu leiti afturhvarf til áranna uppúr 1920 er allir bílar voru þannig gerðir. Spáð er 36% vexti á lúxusjepplingamarkaðnum fram til ársins 2018. Þar eiga BMW, Audi og Mercedes Benz aðallega sviðið. Bæði Audi og Mercedes Benz hafa það á stefnuskrá sinni að ná BMW á þeim markaði og ná forystunni við enda áratugarins. Audi er mjög mikilvægt fyrirtæki hjá Volkswagen samstæðunni. Það sést best á því að 48% hagnaðar VW á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs kom frá Audi, sem seldi þó aðeins 14% bíla samstæðunnar. Einnig er Audi mjög mikilvægt VW vegna ímyndar og tækninýjunga. Í fyrra seldi Audi 1,46 milljón bíla, aukning um 12% milli ára. Ef af öllum þessum viðbótarjepplingum Audi verður, verða þeir hátt í helmingur þeirra bílgerða sem Audi framleiðir. Ekki eru liðin nema 8 ár síðan sá fyrsti leit dagsljósið, þ.e. Audi Q7 árið 2005. Býst Audi við því að jepplingar og jeppar muni verða 40% af allri sölu fyrirtækisins árið 2020. Q2 bíllinn verður byggður á útliti Crosslane Coupe hugmyndabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í París í fyrra. Q6 bíllinn verður líklega framleiddur í Mexíkó, ásamt Q5 bílnum. BMW era ð hanna X4 jeppling, sem verður þeirra fimmta jepplingagerð. Mercedes Benz ætlar að bæta við litlum jepplingi við þær gerðir sem fyrir eru, þ.e. GLK, M-Class, GL og G-Class. Næsta gerð Audi Q7 jeppans mun léttast um heil 400 kíló og þar af leiðandi mun eyðsla bílsins minnka verulega. Þess verður gætt við alla jepplinga og jeppa fyrirtækisins og keppt að því að þeir eyði ekki mikið meira en fólkbílagerðir Audi. Þau tímamót urðu hjá Audi í janúar að fyriortækið seldi fleiri bíla í heiminum öllum en BMW, eða 111.750 á móti 107.276. Vöxtur Audi var 16% en BMW 12%. Mestu munaði um 39% söluaukningu Audi í Kína. Þó er enn búist við að BMW verði söluhærra en Audi á þessu ári. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Hyggst bæta við þremur gerðum - Q2, Q4 og Q6. Svo virðist sem jepplingaæðið sem nú stendur yfir muni halda áfram. Því trúir að minnsta kosti Audi, en þýski framleiðandinn ætlar að tvöfalda framleiðslulínu sína þar, og bæta við Q2, Q4 og Q6 bílum. Fyrir voru Q3, Q5 og Q7, en þann síðastnefnda verður þó að telja meðal jeppa. Þessum bílum ætlar Audi að vera búið að bæta við árið 2020 og er það liður í að minnka bilið milli Audi og BMW í fjölda seldra bíla. Svo virðist sem heimsbyggðin öskri á bíla sem setið er hátt í og ekki síst af dýrari gerðinni. Vilja sumir meina að það sé að vissu leiti afturhvarf til áranna uppúr 1920 er allir bílar voru þannig gerðir. Spáð er 36% vexti á lúxusjepplingamarkaðnum fram til ársins 2018. Þar eiga BMW, Audi og Mercedes Benz aðallega sviðið. Bæði Audi og Mercedes Benz hafa það á stefnuskrá sinni að ná BMW á þeim markaði og ná forystunni við enda áratugarins. Audi er mjög mikilvægt fyrirtæki hjá Volkswagen samstæðunni. Það sést best á því að 48% hagnaðar VW á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs kom frá Audi, sem seldi þó aðeins 14% bíla samstæðunnar. Einnig er Audi mjög mikilvægt VW vegna ímyndar og tækninýjunga. Í fyrra seldi Audi 1,46 milljón bíla, aukning um 12% milli ára. Ef af öllum þessum viðbótarjepplingum Audi verður, verða þeir hátt í helmingur þeirra bílgerða sem Audi framleiðir. Ekki eru liðin nema 8 ár síðan sá fyrsti leit dagsljósið, þ.e. Audi Q7 árið 2005. Býst Audi við því að jepplingar og jeppar muni verða 40% af allri sölu fyrirtækisins árið 2020. Q2 bíllinn verður byggður á útliti Crosslane Coupe hugmyndabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í París í fyrra. Q6 bíllinn verður líklega framleiddur í Mexíkó, ásamt Q5 bílnum. BMW era ð hanna X4 jeppling, sem verður þeirra fimmta jepplingagerð. Mercedes Benz ætlar að bæta við litlum jepplingi við þær gerðir sem fyrir eru, þ.e. GLK, M-Class, GL og G-Class. Næsta gerð Audi Q7 jeppans mun léttast um heil 400 kíló og þar af leiðandi mun eyðsla bílsins minnka verulega. Þess verður gætt við alla jepplinga og jeppa fyrirtækisins og keppt að því að þeir eyði ekki mikið meira en fólkbílagerðir Audi. Þau tímamót urðu hjá Audi í janúar að fyriortækið seldi fleiri bíla í heiminum öllum en BMW, eða 111.750 á móti 107.276. Vöxtur Audi var 16% en BMW 12%. Mestu munaði um 39% söluaukningu Audi í Kína. Þó er enn búist við að BMW verði söluhærra en Audi á þessu ári.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent