ÍR mun sigurstranglegra þó hefðin sé með Stjörnunni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. mars 2013 09:00 Ingimundur og félagar fóru í gegnum Hauka á leið sinni í Höllina Mynd/Valli ÍR og Stjarnan mætast í úrslitum Síma bikars karla í handbolta í dag klukkan 13:30 í Laugardalshöll. Flestir búast við því að ÍR sem leikur í N1 deild karla eigi að vinna Stjörnuna sem leikur í 1. deild nokkuð örugglega. ÍR fór nokkuð létt í úrslit með því að rúlla yfir 1. deildarlið Selfoss í undanúrslitum á föstudaginn. Á sama tíma kom Stjarnan mjög á óvart með því að leggja Akureyri að velli í hörku leik. ÍR hefur einu sinni sigraði bikarkeppni HSÍ. Það var árið 2005 þegar bikarkeppnin hét SS-bikarinn. ÍR sigraði þá HK í úrslitum 38-32 en Ingimundur Ingimundarson sem nú leikur á ný með ÍR var þá í lykilhlutverki hjá liðinu. Þetta sama ár stigu Björgvin Þór Hólmgeirsson og Davíð Georgsson sín fyrstu skref með ÍR án þess þó að setja mark sitt á liðið að neinu ráði. Stjarnan hefur fjórum sinnum sigraði bikarinn, aðeins Valur (8), Haukar (6), Víkingur (6) og FH (5), hafa unnið bikarinn oftar og má því segja að hefðin sé með Stjörnunni. Stjarnan vann bikarinn 2006 og 2007 en síðustu fimm árin hafa Valur og Haukar séð um að landa bikarnum. Þá er spurning hversu langt hefðin getur fleytt Stjörnunni. Liðið er að mestu leyti ungt og óreynt en leikstjórnandi liðsins í dag, Guðmundur Guðmundsson, var ungur leikmaður í liði Stjörnunnar sem varð bikarmeistari 2007. Félagið Stjarnan þekkir að vinna titla en ungir leikmenn liðsins sem leikur í 1. deild þekkja það ekki af eigin raun og má búast við ÍR sé of stór biti fyrir liðið. Það sama var þó sagt um Fram og Akureyri sem Stjarnan lagði á leið sinni í úrslitaleikinn og því ljóst að allt getur gerst og þá ekki síst ef ÍR heldur að þetta komi að sjálfu sér. Íslenski handboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
ÍR og Stjarnan mætast í úrslitum Síma bikars karla í handbolta í dag klukkan 13:30 í Laugardalshöll. Flestir búast við því að ÍR sem leikur í N1 deild karla eigi að vinna Stjörnuna sem leikur í 1. deild nokkuð örugglega. ÍR fór nokkuð létt í úrslit með því að rúlla yfir 1. deildarlið Selfoss í undanúrslitum á föstudaginn. Á sama tíma kom Stjarnan mjög á óvart með því að leggja Akureyri að velli í hörku leik. ÍR hefur einu sinni sigraði bikarkeppni HSÍ. Það var árið 2005 þegar bikarkeppnin hét SS-bikarinn. ÍR sigraði þá HK í úrslitum 38-32 en Ingimundur Ingimundarson sem nú leikur á ný með ÍR var þá í lykilhlutverki hjá liðinu. Þetta sama ár stigu Björgvin Þór Hólmgeirsson og Davíð Georgsson sín fyrstu skref með ÍR án þess þó að setja mark sitt á liðið að neinu ráði. Stjarnan hefur fjórum sinnum sigraði bikarinn, aðeins Valur (8), Haukar (6), Víkingur (6) og FH (5), hafa unnið bikarinn oftar og má því segja að hefðin sé með Stjörnunni. Stjarnan vann bikarinn 2006 og 2007 en síðustu fimm árin hafa Valur og Haukar séð um að landa bikarnum. Þá er spurning hversu langt hefðin getur fleytt Stjörnunni. Liðið er að mestu leyti ungt og óreynt en leikstjórnandi liðsins í dag, Guðmundur Guðmundsson, var ungur leikmaður í liði Stjörnunnar sem varð bikarmeistari 2007. Félagið Stjarnan þekkir að vinna titla en ungir leikmenn liðsins sem leikur í 1. deild þekkja það ekki af eigin raun og má búast við ÍR sé of stór biti fyrir liðið. Það sama var þó sagt um Fram og Akureyri sem Stjarnan lagði á leið sinni í úrslitaleikinn og því ljóst að allt getur gerst og þá ekki síst ef ÍR heldur að þetta komi að sjálfu sér.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira