Kýpur fær neyðarlán Hjörtur Hjartarson skrifar 16. mars 2013 12:50 Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira