Afburða jeppi sem ryður nýjar brautir Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 11:15 Léttist um 420 kg milli kynslóða og eyðir aðeins 7,5 lítrum. Stutt er síðan nýr og gerbreyttur Range Rover kom á markað og fyrstu eintökin hafa þegar skilað sér til landsins. Bílablaðamaður Fréttablaðsins var svo heppinn að fá að prófa þennan magnaða bíl lítillega í síðustu viku og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Nýr Range Rover markar tímamót í smíði bæði fyrirtækisins og smíði bíla almennt.Bíllinn sem prufaður var er með 6 strokka díslvélinni og 258 hestöfl hennar virka miklu fleiri því bíllinn er ótrúlega sprækur. Fjöðrun hans er talsvert mjúk en það er einmitt það sem flestir sækjast eftir í slíkum lúxusjeppa. Bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði og hrein unun var að aka honum með nuddi og hita í frábærum sætunum og hita í stýrinu í svellköldu veðri þess dags. Með burðarvirki úr áli Nýr Range Rover er fyrsti jeppinn í heiminum sem smíðaður er á heilsteypta grind úr áli. Með þessari byltingarkenndu aðferð, sem framkvæmd er í nýrri álsteypuverksmiðu í Solihull í Bretlandi, næst að gera burðarvirki nýja bílsins 39% eða 420 kg léttara en burðarvirkið í eldri gerðinni. Þessi nýja grind er stærsta heilsteypta burðarvirki sem smíðað er í bíl í heiminum. Engin hefðbundin suða er notuð við samsetningu á hlutum burðarvirkis heldur eru hlutarnir límdir saman með tækni sem notuð hefur verið flugvélaiðnaði til margra ára. Að auki eru notuð meira en 3400 sjálfborandi hnoð við samsetningu yfirbyggingarinnar. Myndavélabúnaður allan hringinn Með innbyggðum 360° myndavélabúnaði getur ökumaður fylgst með þegar bílar ogfólk koma inn í dauða svæðið sem speglar bílsins ná ekki að sýna ökumanni og gerir viðvart til að hámarka öryggi í akstri. Búnaðurinn fylgist einnig með umferð fyrir aftan bílinn, t.d. þegar bakkað er úr stæði auk sem myndavélabúnaðurinn tengist skriðstilli bílsins og getur brugðist við þegar hætta er á aftanákeyrslu. Range Rover og umhverfið Við smíði á nýjum Range Rover er notað 72% meira af endurvinnanlegum efnum en íeldri gerðinni. Nýja TDV6 6 strokka dísilvélin gefur frá sér 22% minna af CO2 en eldri gerðin og við hver 100 kg sem bíllinn léttist um sparast u.þ.b. 2% af eldsneyti. Því er 420 kg léttara burðarvirkið eitt og sér að draga úr eldsneytisnotkun upp á u.þ.b. 8%. Útkoman er einfaldlega stærri Range Rover sem hefur snarpara og skemmtilegra upptak en notar samt minna af eldsneyti. Enn boðnar 8 strokka vélar Range Rover Vogue, sjálfskiptur 8 gíra með 6 strokka TDV6 og 258 hestafla dísilvélinni kostar 25,320,000 kr. Sú vél eyðir aðeins 7,5 lítrum í blönduðum akstri, sem er ótrúleg tala fyrir svo stóran bíl. Tvær aðrar vélar eru í boði, 8 strokka SDV8 dísilvél, 339 hestöfl með 700 Nm tog og 8 strokka SC V8 besínvél, 510 hestafla og með 625 Nm togi. Engir smá rokkar í engan smá bíl. Greint var frá því á bílavef visir.is um daginn að Land Rover hyggðist leggja af allar 8 strokka velar í Range Rover. Það er alls ekki rétt heldur var fyrirtækið aðeins að leggja af eina gerð 8 strokka vélar sem í boði hefur verið. Átta strokka dísilvélin er, eins og 6 strokka vélin, mjög eyðslugrönn þrátt fyrir allt sitt afl og eyðir aðeins 8,7 lítrum á hundraðið, en 8 strokka bensínvélin er skráð fyrir 13,8 lítra eyðslu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent
Léttist um 420 kg milli kynslóða og eyðir aðeins 7,5 lítrum. Stutt er síðan nýr og gerbreyttur Range Rover kom á markað og fyrstu eintökin hafa þegar skilað sér til landsins. Bílablaðamaður Fréttablaðsins var svo heppinn að fá að prófa þennan magnaða bíl lítillega í síðustu viku og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Nýr Range Rover markar tímamót í smíði bæði fyrirtækisins og smíði bíla almennt.Bíllinn sem prufaður var er með 6 strokka díslvélinni og 258 hestöfl hennar virka miklu fleiri því bíllinn er ótrúlega sprækur. Fjöðrun hans er talsvert mjúk en það er einmitt það sem flestir sækjast eftir í slíkum lúxusjeppa. Bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði og hrein unun var að aka honum með nuddi og hita í frábærum sætunum og hita í stýrinu í svellköldu veðri þess dags. Með burðarvirki úr áli Nýr Range Rover er fyrsti jeppinn í heiminum sem smíðaður er á heilsteypta grind úr áli. Með þessari byltingarkenndu aðferð, sem framkvæmd er í nýrri álsteypuverksmiðu í Solihull í Bretlandi, næst að gera burðarvirki nýja bílsins 39% eða 420 kg léttara en burðarvirkið í eldri gerðinni. Þessi nýja grind er stærsta heilsteypta burðarvirki sem smíðað er í bíl í heiminum. Engin hefðbundin suða er notuð við samsetningu á hlutum burðarvirkis heldur eru hlutarnir límdir saman með tækni sem notuð hefur verið flugvélaiðnaði til margra ára. Að auki eru notuð meira en 3400 sjálfborandi hnoð við samsetningu yfirbyggingarinnar. Myndavélabúnaður allan hringinn Með innbyggðum 360° myndavélabúnaði getur ökumaður fylgst með þegar bílar ogfólk koma inn í dauða svæðið sem speglar bílsins ná ekki að sýna ökumanni og gerir viðvart til að hámarka öryggi í akstri. Búnaðurinn fylgist einnig með umferð fyrir aftan bílinn, t.d. þegar bakkað er úr stæði auk sem myndavélabúnaðurinn tengist skriðstilli bílsins og getur brugðist við þegar hætta er á aftanákeyrslu. Range Rover og umhverfið Við smíði á nýjum Range Rover er notað 72% meira af endurvinnanlegum efnum en íeldri gerðinni. Nýja TDV6 6 strokka dísilvélin gefur frá sér 22% minna af CO2 en eldri gerðin og við hver 100 kg sem bíllinn léttist um sparast u.þ.b. 2% af eldsneyti. Því er 420 kg léttara burðarvirkið eitt og sér að draga úr eldsneytisnotkun upp á u.þ.b. 8%. Útkoman er einfaldlega stærri Range Rover sem hefur snarpara og skemmtilegra upptak en notar samt minna af eldsneyti. Enn boðnar 8 strokka vélar Range Rover Vogue, sjálfskiptur 8 gíra með 6 strokka TDV6 og 258 hestafla dísilvélinni kostar 25,320,000 kr. Sú vél eyðir aðeins 7,5 lítrum í blönduðum akstri, sem er ótrúleg tala fyrir svo stóran bíl. Tvær aðrar vélar eru í boði, 8 strokka SDV8 dísilvél, 339 hestöfl með 700 Nm tog og 8 strokka SC V8 besínvél, 510 hestafla og með 625 Nm togi. Engir smá rokkar í engan smá bíl. Greint var frá því á bílavef visir.is um daginn að Land Rover hyggðist leggja af allar 8 strokka velar í Range Rover. Það er alls ekki rétt heldur var fyrirtækið aðeins að leggja af eina gerð 8 strokka vélar sem í boði hefur verið. Átta strokka dísilvélin er, eins og 6 strokka vélin, mjög eyðslugrönn þrátt fyrir allt sitt afl og eyðir aðeins 8,7 lítrum á hundraðið, en 8 strokka bensínvélin er skráð fyrir 13,8 lítra eyðslu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent