Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 25-24 | 2-1 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson í Schenker-höllinni skrifar 18. apríl 2013 13:02 Haukar eru komnir 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti ÍR í N1 deild karla í handbolta eftir eins marka sigur, 25-24, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru fjórum mörkum undir, 19-23, þegar tíu mínútur voru eftir en unnu lokakafla leiksins 6-1 og tryggðu sér dramatískan sigur. Tjörvi Þorgeirsson sýndi mikinn kjark á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum en það voru ungu strákarnir, Adam Haukur Baumruk og Árni Steinn Steinþórsson, sem kveiktu aftur í sóknarleik Hauka sem var í tómu tjóni stóran hluta leiksins. Haukarnir sýndu mikinn karakter með þessum endurkomusigri en það verður samt ekki litið framhjá því að ÍR-ingar voru með unninn leik í höndunum og hreinlega köstuðu frá sér sigrinum. Sebastian Alexandersson átti frábæran leik en var eins og fleiri í liðinu orðinn þreyttur á lokakafla leiksins. Liðin skiptust á að taka forystuna á upphafsmínútum leiksins en hvorugu liðinu tókst hinsvegar að ná tveggja marka forskoti og það var á endanum jafnt á öllum tölum frá 1-1 upp í 12-12. Sebastian Alexandersson kom í markið hjá ÍR á lokakafla hálfleiksins og varði 5 af síðustu 6 skotum Hauka í hálfleiknum þar á meðal eitt vítakast þegar Haukar gátu komist tveimur mörkum yfir. Það skilaði öðru fremur eins marks forystu ÍR í hálfleik, 13-12, en Jón Heiðar Gunnarsson skoraði lokamark hálfleiksins og var línumaðurinn öflugi þá kominn með 3 mörk og 3 fiskuð víti í hálfleiknum. ÍR-ingar voru búnir að loka vörninni í lok fyrri hálfleiksins og héldu uppteknum hætti í byrjun þess seinni. ÍR-liðið komst fyrir vikið fjórum mörkum yfir, 16-12, eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörk seinni hálfleikins. ÍR náði síðan mest fimm marka forystu, 19-14, eftir hraðaupphlaupsmark frá Björgvini Hólmgeirssyni og virtust vera að ganga frá leiknum. Haukarnir voru hinsvegar ekki á því. Þeir náði fyrst 4-1 spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. 18-20, og jöfnuðu síðan í 23-23 með því að skora fjögur mörk í röð.Lokamínútur leiksins voru síðan æsispennandi. Björgvin: Við ætlum ekki í sumarfrí á sunnudaginnÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik en fékk ekki að klára leikinn eftir að hafa fengið tveggja mínútna brottrekstur tveimur sekúndum fyrir leikslok. Björgvin hefði annars tekið síðasta skotið. Það sauð á kappanum eftir leikinn en hann sýndi skynsemi og skipti yfir í viðtalsgírinn. "Við köstuðum þessu frá okkur. Menn voru kannski orðnir þreyttir í lokin því við vorum að skjóta illa en mér fannst líka frekar mikið halla á okkur í dómgæslunni í lokin. Svona er leikurinn," sagði Björgvin Hólmgeirsson. "Við áttum að vinna þennan leik," sagði Björgvin en bætti strax við: "Haukarnir eiga náttúrulega skilið að vinna þennan leik eftir þeir skora fleiri mörk en við. Þetta er samt ekki búið," sagði Björgvin en ÍR-liðið kom sterkt til baka eftir skellinn í leik tvö. "Svona gerist bara. Fram tapaði með níu mörkum í fyrsta leik en er síðan búið að vinna tvo leiki í röð. Það skiptir ekki máli hvernig þú tapar leikjum í úrslitakeppninni," sagði Björgvin. "Við erum búnir að vinna Haukana þrisvar í röð í vetur þannig að það er allt hægt. Ég verð að biðla til áhorfenda um að fylla Austurbergið á sunnudaginn. Ég get lofað því að við gefum 110 prósent í þetta. Við verðum að gera það því við ætlum ekki í sumarfrí. Við ætlum vinna þann leik, koma síðan aftur á Ásvelli, vinna þann leik líka og komast í úrslitin," sagði Björgvin. Sebastian: Ég er 43 ára gamall og var orðinn þreyttur í lokinHinn 43 ára gamli Sebastian Alexandersson varði frábærlega á meðan ÍR-ingar náðu upp fimm marka forskoti í leiknum en var eins og fleiri í ÍR-liðinu orðinn þreyttur á lokakafla leiksins. "Við vorum með þenann leik og áttum að klára hann. Við náðum ekki að taka þetta eina skref sem vantaði til þess að klára leikinn. Mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik en því miður þá féllu hlutirnir með þeim eins og vafadómar. Ég var líka orðinn þreyttur og er að fá mörk á mig sem eru ekki við hæfi. Þetta liggur í stórum hluta til hjá mér," sagði Sebastian Alexandersson, markvörður ÍR, óhræddur við að gagnrýna sjálfan sig. "Við nýtum ekki þessi tækifæri til að setja boltann í netið, vörnin er að berjast hetjulega fyrir framan mig en boltarnir fara í gegnum mig. Ég er orðinn 43 ára gamall og gerði mitt besta. Það hefði kannski verið klókt að skipta mér útaf eða eitthvað. Þreytan kemur og einbeitingin fer fyrst," sagði Sebastian. "Fjögur af fimm síðustu mörkunum eru allt boltar sem ég á að verja. Það er bara svoleiðis að annaðhvort er ég frábær eða ekki. Í dag var ég frábær en það hefði mátt endast sex mínútum lengur. Það voru þarna tvö mikilvæg mörk sem Árni Steinn skorar og hvorugt þeirra átti að fara inn. Þau tvö mörk eru vendipunktur leiksins. Tjörvi fær að kom í undirskot sem eru blind og koma í gegnum vörnina. Ég sé hann of seint og þar kemur þreytan inn í. Ég myndi segja að þetta liggi svolítið mikið hjá mér en líka í því að við vorum ekki nógu beittir í sókninni í lokin," sagði Sebastian. "Það er alveg á hreinu að þetta verður barátta út í gegn og við sýndum það í kvöld. Við förum ekki baráttulaust út úr þessu og nú verðum við bara að vinna tvo í röð. Það er lítill getumunur á liðuunum þótt að þeir hafi rassskellt okkur í síðasta leik. Þeir eru með massívan mannskap, þjálfara sem nýtur ómældar virðingar og hafa öll vafaatriði með sér. Ég segi að við getum bara samt komið og unnið næstu tvo leiki," sagði Sebastian. Aron: Ég sá þreytumerki á ÍR-liðinuAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sendi ferska menn inn í sóknina í lokin þegar sóknarleikurinn var í tómu tjóni. Það gekk upp og hans menn náðu að tryggja sér dramatískan sigur með frábærum lokaspretti. "Ég sá þreytumerki á ÍR-liðinu síðustu tíu mínúturnar og við keyrðum bara grimmt á þá. Það heppnaðist. Þetta var tæpt en fyrsti leikurinn var líka tæpur og gat dottið báðum megin. Lukkan var okkar megin í dag," sagði Aron Kristjánsson. Báðir leikir liðanna á Ásöllum hafa unnið með einu marki. "Adam kom mjög sterkur inn í sóknarleikinn og gaf okkur mark sem við þurftum á að halda. Svpo kom Tjörvi mjög sterkur inn á lokakaflanum sem var mjög ánægjulegt," sagði Aron en Tjörvi Þorgeirsson sýndi mikið hugrekki þegar hann skoraði tvö síðustu mörk Hauka í leiknum. "Þetta er hörku rimma og tvö sterk lið. ÍR-ingar eru sterkir og góðir en við erum með gott lið. Liðin berjast ofboðslega fyrir þessum sigrum og í öllum þessum þremur leikjum er búin að vera gríðarlega barátta," sagði Aron. "Þetta er bara einn leikur í einu og við höldum áfram að spila okkar leik og keyra á þá. Við mætum að sjálfsögðu í Austurbergið á sunnudaginn til þess að reyna að vinna þá," sagði Aron en Haukaliðinu vantar nú bara einn sigur til að komast í lokaúrslitin. Aron Rafn: Það þýðir ekkert að fara í fýluAron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, kom sterkur inn í lokinn, eftir að hafa þurft að sætta sig við að setja á bekknum í þó nokkurn tíma. "Þetta var rosalega gaman og svona á þetta alltaf að vera. Maður er stundum settur á bekkinn þegar það gengur ekki alveg nógu vel en þá einbeitir maður sér áfram því það þýðir ekkert að fara í fýlu. Ég kom bara tvíelfdur til baka," sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem varði 5 af síðustu 6 skotum ÍR-liðsins í leiknum þar á meðal lokaskotið rétt fyrir leikslok. Sebastian Alexandersson, markvörður ÍR, var maður leiksins þar til að hann missti dampinn í lokin eins og fleiri í ÍR-liðinu. "Basti var að verja alltof vel og enn og aftur klúðruðum við þremur vítum. Ég held að ég þurfi bara að fara að taka þessi víti," sagði Aron Rafn og bætti við: "Við vorum að tapa með fjórum mörkum en þá skaut Árni Steinn loksins á markið og svo var Tjörvi frábær þegar hann kom inn á og setti tvö mikilvæg mörk í endann," sagði Aron Rafn. "Það er mikill karakter að koma til baka þegar liðið er fjórum mörkum undir í svona leik. Áhorfendurnir voru frábærir hjá báðum liðum. Haukaáhorfendurnir styrktu okkur mikið í endann þegar þeir voru allir staðnir upp og allt var orðið brjálað," sagði Aron Rafn. "Hvorugt liðið mátti tapa þessum leik í kvöld og það var mjög ánægjulegt að við náðum að vinna. Þeir koma samt örugglega brjálaðir til leiks á sunnudaginn og við þurfum að byrja undirbúninginn strax í kvöld. Við þurfum að mæta með hundrað prósent sjálfstraust á sunnudaginn," sagði Aron Rafn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Haukar eru komnir 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti ÍR í N1 deild karla í handbolta eftir eins marka sigur, 25-24, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru fjórum mörkum undir, 19-23, þegar tíu mínútur voru eftir en unnu lokakafla leiksins 6-1 og tryggðu sér dramatískan sigur. Tjörvi Þorgeirsson sýndi mikinn kjark á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum en það voru ungu strákarnir, Adam Haukur Baumruk og Árni Steinn Steinþórsson, sem kveiktu aftur í sóknarleik Hauka sem var í tómu tjóni stóran hluta leiksins. Haukarnir sýndu mikinn karakter með þessum endurkomusigri en það verður samt ekki litið framhjá því að ÍR-ingar voru með unninn leik í höndunum og hreinlega köstuðu frá sér sigrinum. Sebastian Alexandersson átti frábæran leik en var eins og fleiri í liðinu orðinn þreyttur á lokakafla leiksins. Liðin skiptust á að taka forystuna á upphafsmínútum leiksins en hvorugu liðinu tókst hinsvegar að ná tveggja marka forskoti og það var á endanum jafnt á öllum tölum frá 1-1 upp í 12-12. Sebastian Alexandersson kom í markið hjá ÍR á lokakafla hálfleiksins og varði 5 af síðustu 6 skotum Hauka í hálfleiknum þar á meðal eitt vítakast þegar Haukar gátu komist tveimur mörkum yfir. Það skilaði öðru fremur eins marks forystu ÍR í hálfleik, 13-12, en Jón Heiðar Gunnarsson skoraði lokamark hálfleiksins og var línumaðurinn öflugi þá kominn með 3 mörk og 3 fiskuð víti í hálfleiknum. ÍR-ingar voru búnir að loka vörninni í lok fyrri hálfleiksins og héldu uppteknum hætti í byrjun þess seinni. ÍR-liðið komst fyrir vikið fjórum mörkum yfir, 16-12, eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörk seinni hálfleikins. ÍR náði síðan mest fimm marka forystu, 19-14, eftir hraðaupphlaupsmark frá Björgvini Hólmgeirssyni og virtust vera að ganga frá leiknum. Haukarnir voru hinsvegar ekki á því. Þeir náði fyrst 4-1 spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. 18-20, og jöfnuðu síðan í 23-23 með því að skora fjögur mörk í röð.Lokamínútur leiksins voru síðan æsispennandi. Björgvin: Við ætlum ekki í sumarfrí á sunnudaginnÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik en fékk ekki að klára leikinn eftir að hafa fengið tveggja mínútna brottrekstur tveimur sekúndum fyrir leikslok. Björgvin hefði annars tekið síðasta skotið. Það sauð á kappanum eftir leikinn en hann sýndi skynsemi og skipti yfir í viðtalsgírinn. "Við köstuðum þessu frá okkur. Menn voru kannski orðnir þreyttir í lokin því við vorum að skjóta illa en mér fannst líka frekar mikið halla á okkur í dómgæslunni í lokin. Svona er leikurinn," sagði Björgvin Hólmgeirsson. "Við áttum að vinna þennan leik," sagði Björgvin en bætti strax við: "Haukarnir eiga náttúrulega skilið að vinna þennan leik eftir þeir skora fleiri mörk en við. Þetta er samt ekki búið," sagði Björgvin en ÍR-liðið kom sterkt til baka eftir skellinn í leik tvö. "Svona gerist bara. Fram tapaði með níu mörkum í fyrsta leik en er síðan búið að vinna tvo leiki í röð. Það skiptir ekki máli hvernig þú tapar leikjum í úrslitakeppninni," sagði Björgvin. "Við erum búnir að vinna Haukana þrisvar í röð í vetur þannig að það er allt hægt. Ég verð að biðla til áhorfenda um að fylla Austurbergið á sunnudaginn. Ég get lofað því að við gefum 110 prósent í þetta. Við verðum að gera það því við ætlum ekki í sumarfrí. Við ætlum vinna þann leik, koma síðan aftur á Ásvelli, vinna þann leik líka og komast í úrslitin," sagði Björgvin. Sebastian: Ég er 43 ára gamall og var orðinn þreyttur í lokinHinn 43 ára gamli Sebastian Alexandersson varði frábærlega á meðan ÍR-ingar náðu upp fimm marka forskoti í leiknum en var eins og fleiri í ÍR-liðinu orðinn þreyttur á lokakafla leiksins. "Við vorum með þenann leik og áttum að klára hann. Við náðum ekki að taka þetta eina skref sem vantaði til þess að klára leikinn. Mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik en því miður þá féllu hlutirnir með þeim eins og vafadómar. Ég var líka orðinn þreyttur og er að fá mörk á mig sem eru ekki við hæfi. Þetta liggur í stórum hluta til hjá mér," sagði Sebastian Alexandersson, markvörður ÍR, óhræddur við að gagnrýna sjálfan sig. "Við nýtum ekki þessi tækifæri til að setja boltann í netið, vörnin er að berjast hetjulega fyrir framan mig en boltarnir fara í gegnum mig. Ég er orðinn 43 ára gamall og gerði mitt besta. Það hefði kannski verið klókt að skipta mér útaf eða eitthvað. Þreytan kemur og einbeitingin fer fyrst," sagði Sebastian. "Fjögur af fimm síðustu mörkunum eru allt boltar sem ég á að verja. Það er bara svoleiðis að annaðhvort er ég frábær eða ekki. Í dag var ég frábær en það hefði mátt endast sex mínútum lengur. Það voru þarna tvö mikilvæg mörk sem Árni Steinn skorar og hvorugt þeirra átti að fara inn. Þau tvö mörk eru vendipunktur leiksins. Tjörvi fær að kom í undirskot sem eru blind og koma í gegnum vörnina. Ég sé hann of seint og þar kemur þreytan inn í. Ég myndi segja að þetta liggi svolítið mikið hjá mér en líka í því að við vorum ekki nógu beittir í sókninni í lokin," sagði Sebastian. "Það er alveg á hreinu að þetta verður barátta út í gegn og við sýndum það í kvöld. Við förum ekki baráttulaust út úr þessu og nú verðum við bara að vinna tvo í röð. Það er lítill getumunur á liðuunum þótt að þeir hafi rassskellt okkur í síðasta leik. Þeir eru með massívan mannskap, þjálfara sem nýtur ómældar virðingar og hafa öll vafaatriði með sér. Ég segi að við getum bara samt komið og unnið næstu tvo leiki," sagði Sebastian. Aron: Ég sá þreytumerki á ÍR-liðinuAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sendi ferska menn inn í sóknina í lokin þegar sóknarleikurinn var í tómu tjóni. Það gekk upp og hans menn náðu að tryggja sér dramatískan sigur með frábærum lokaspretti. "Ég sá þreytumerki á ÍR-liðinu síðustu tíu mínúturnar og við keyrðum bara grimmt á þá. Það heppnaðist. Þetta var tæpt en fyrsti leikurinn var líka tæpur og gat dottið báðum megin. Lukkan var okkar megin í dag," sagði Aron Kristjánsson. Báðir leikir liðanna á Ásöllum hafa unnið með einu marki. "Adam kom mjög sterkur inn í sóknarleikinn og gaf okkur mark sem við þurftum á að halda. Svpo kom Tjörvi mjög sterkur inn á lokakaflanum sem var mjög ánægjulegt," sagði Aron en Tjörvi Þorgeirsson sýndi mikið hugrekki þegar hann skoraði tvö síðustu mörk Hauka í leiknum. "Þetta er hörku rimma og tvö sterk lið. ÍR-ingar eru sterkir og góðir en við erum með gott lið. Liðin berjast ofboðslega fyrir þessum sigrum og í öllum þessum þremur leikjum er búin að vera gríðarlega barátta," sagði Aron. "Þetta er bara einn leikur í einu og við höldum áfram að spila okkar leik og keyra á þá. Við mætum að sjálfsögðu í Austurbergið á sunnudaginn til þess að reyna að vinna þá," sagði Aron en Haukaliðinu vantar nú bara einn sigur til að komast í lokaúrslitin. Aron Rafn: Það þýðir ekkert að fara í fýluAron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, kom sterkur inn í lokinn, eftir að hafa þurft að sætta sig við að setja á bekknum í þó nokkurn tíma. "Þetta var rosalega gaman og svona á þetta alltaf að vera. Maður er stundum settur á bekkinn þegar það gengur ekki alveg nógu vel en þá einbeitir maður sér áfram því það þýðir ekkert að fara í fýlu. Ég kom bara tvíelfdur til baka," sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem varði 5 af síðustu 6 skotum ÍR-liðsins í leiknum þar á meðal lokaskotið rétt fyrir leikslok. Sebastian Alexandersson, markvörður ÍR, var maður leiksins þar til að hann missti dampinn í lokin eins og fleiri í ÍR-liðinu. "Basti var að verja alltof vel og enn og aftur klúðruðum við þremur vítum. Ég held að ég þurfi bara að fara að taka þessi víti," sagði Aron Rafn og bætti við: "Við vorum að tapa með fjórum mörkum en þá skaut Árni Steinn loksins á markið og svo var Tjörvi frábær þegar hann kom inn á og setti tvö mikilvæg mörk í endann," sagði Aron Rafn. "Það er mikill karakter að koma til baka þegar liðið er fjórum mörkum undir í svona leik. Áhorfendurnir voru frábærir hjá báðum liðum. Haukaáhorfendurnir styrktu okkur mikið í endann þegar þeir voru allir staðnir upp og allt var orðið brjálað," sagði Aron Rafn. "Hvorugt liðið mátti tapa þessum leik í kvöld og það var mjög ánægjulegt að við náðum að vinna. Þeir koma samt örugglega brjálaðir til leiks á sunnudaginn og við þurfum að byrja undirbúninginn strax í kvöld. Við þurfum að mæta með hundrað prósent sjálfstraust á sunnudaginn," sagði Aron Rafn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15