Endurkoma langbaksins Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 12:15 Jepplingar og strumpastrætóar tóku markaðinn af langbökum, en snúa þeir aftur? Áður en jepplingar og strumpastrætóar komu til sögunnar áttu bílakaupendur sem óskuðu aukins flutningsrýmis, umfram fólksbíla með venjulegu skotti, aðeins tvo kosti, að kaupa langbak (station) eða jeppa. Að sjálfsögðu hugnaðist ekki öllum jeppar og því voru langbaksbílar mjög vinsælir. Svo gerðist það á níunda áratugnum að kynntir voru bílar eins og Chrysler Voyager og Caravan, en þessum bílum hefur verið skipað í flokkinn „Minivan“ eða MPV (Multi Purpose Vehicle). Þessir bílar seldust eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og víðar og japönsku framleiðendurnir fylgdu á eftir og allir fóru að framleiða strumpasrætó. Áttu þeir það flestir sameiginlegt að vera slakir aksursbílar með þyngdarpunktinn ofarlega og alltof þungir. Samt seldust þeir vegna þess að þeir voru stórir að innan. Einn evrópskur bíll sem auðveldlega gat talist í sama flokki var Volkswagen rúgbrauðið, en framleiðsla hans átti sér miklu lengri sögu, eða frá 1950.Jepplingarnir komaSíðan rann upp tími jepplinganna, bíla sem liggja mitt á milli fólksbíla og jeppa og eiga að sameina eiginleika beggja. Þetta er sá flokkur bíla sem vex hraðast nú. Tilkoma strumpastrætóanna og jepplinganna hafa sífellt hoggið markaðinn af langbökum, eða stationbílum eins og mörg er tamt að nefna þá. Engu að síður er langbakurinn afskaplega sniðug hugmynd. Með honum er aksturseiginleikum fólksbílsins ekki fórnað en plássið er samt mikið. Þeir eru oftast jafn langir eða rétt aðeins lengri en skottútfærslur þeirra og örlítið þyngri, en í þá kemst miklu meiri farangur. Fyrir vikið eru þessir bílar eyðslugrennri en jepplingar eða MPV bílar.Hagkvæmni langbaksinsEinn kosturinn enn við langbaka er að þeir eru í grunninn sami bíllinn og sedan-gerð þeirra og því kostar það bílaframleiðendur lítið að framleiða langbaksgerð að auki og gjarnan eru þetta vinsælustu bílgerðir heims og þróunarkostnaður því lítill á hvert framleitt eintak. Semsagt langbakar bjóða jafnmikið rými og jepplingar eða MPV bílar, engu er fórnað í aksturseiginleikum og þeir eru ódýrari. Virðist skotheld formúla, en samt fækkar kaupendum þeirra. Vafalaust er há sætisstaða í jepplingum og MPV bílum og jeppum það sem mest hefur áhrif þar, því fátt annað er til skýringar. Vart er hægt að telja fjórhjóladrif hinna þeim til tekna umfram langbaka því marga þeirra má einmitt fá fjórhjóladrifna og margur jepplingurinn er aðeins framhjóladrifinn og flestir MPV bílar líka.Duttu úr tísku en koma afturLangbakar hafa átt mun meira fylgi að fagna í Evrópu en Bandaríkjunum, en þar vestra er enn mjög hoggið í skörð þeirra. Sem dæmi þá minnkaði sala Mercedes Benz E-Class langbaksins í fyrra um 17,8% í Bandaríkjunum, Volvo XC70 um 16,5% og Honda TSX Sport Wagon um 34,2%. Þannig mætti lengi áfram telja. Engu að síður virðast nokkrir bílaframleiðendur sjá ljósið í enda ganganna og fer Volvo þar fremst í flokki og spá endurreisn langbaksins. Þar á bæ hafa menn trú á langbaknum, meira að segja fyrir Bandaríkjamarkað og ætla að stefna þangað bílum eins og V60 Sport Wagon og vafalaust fleirum í kjölfarið. Volkswagen Jetta SportWagen selst betur og betur vestra og kannski er fólk þar að átta sig betur á kostum langbaksins, lítilli eyðslu þeirra, notadrýgni og lágu verði. Það má bara ekki kalla þá „Station“ lengur, þeir verða að bera nöfn eins og Sport Wagon, hitt datt úr tísku. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Jepplingar og strumpastrætóar tóku markaðinn af langbökum, en snúa þeir aftur? Áður en jepplingar og strumpastrætóar komu til sögunnar áttu bílakaupendur sem óskuðu aukins flutningsrýmis, umfram fólksbíla með venjulegu skotti, aðeins tvo kosti, að kaupa langbak (station) eða jeppa. Að sjálfsögðu hugnaðist ekki öllum jeppar og því voru langbaksbílar mjög vinsælir. Svo gerðist það á níunda áratugnum að kynntir voru bílar eins og Chrysler Voyager og Caravan, en þessum bílum hefur verið skipað í flokkinn „Minivan“ eða MPV (Multi Purpose Vehicle). Þessir bílar seldust eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og víðar og japönsku framleiðendurnir fylgdu á eftir og allir fóru að framleiða strumpasrætó. Áttu þeir það flestir sameiginlegt að vera slakir aksursbílar með þyngdarpunktinn ofarlega og alltof þungir. Samt seldust þeir vegna þess að þeir voru stórir að innan. Einn evrópskur bíll sem auðveldlega gat talist í sama flokki var Volkswagen rúgbrauðið, en framleiðsla hans átti sér miklu lengri sögu, eða frá 1950.Jepplingarnir komaSíðan rann upp tími jepplinganna, bíla sem liggja mitt á milli fólksbíla og jeppa og eiga að sameina eiginleika beggja. Þetta er sá flokkur bíla sem vex hraðast nú. Tilkoma strumpastrætóanna og jepplinganna hafa sífellt hoggið markaðinn af langbökum, eða stationbílum eins og mörg er tamt að nefna þá. Engu að síður er langbakurinn afskaplega sniðug hugmynd. Með honum er aksturseiginleikum fólksbílsins ekki fórnað en plássið er samt mikið. Þeir eru oftast jafn langir eða rétt aðeins lengri en skottútfærslur þeirra og örlítið þyngri, en í þá kemst miklu meiri farangur. Fyrir vikið eru þessir bílar eyðslugrennri en jepplingar eða MPV bílar.Hagkvæmni langbaksinsEinn kosturinn enn við langbaka er að þeir eru í grunninn sami bíllinn og sedan-gerð þeirra og því kostar það bílaframleiðendur lítið að framleiða langbaksgerð að auki og gjarnan eru þetta vinsælustu bílgerðir heims og þróunarkostnaður því lítill á hvert framleitt eintak. Semsagt langbakar bjóða jafnmikið rými og jepplingar eða MPV bílar, engu er fórnað í aksturseiginleikum og þeir eru ódýrari. Virðist skotheld formúla, en samt fækkar kaupendum þeirra. Vafalaust er há sætisstaða í jepplingum og MPV bílum og jeppum það sem mest hefur áhrif þar, því fátt annað er til skýringar. Vart er hægt að telja fjórhjóladrif hinna þeim til tekna umfram langbaka því marga þeirra má einmitt fá fjórhjóladrifna og margur jepplingurinn er aðeins framhjóladrifinn og flestir MPV bílar líka.Duttu úr tísku en koma afturLangbakar hafa átt mun meira fylgi að fagna í Evrópu en Bandaríkjunum, en þar vestra er enn mjög hoggið í skörð þeirra. Sem dæmi þá minnkaði sala Mercedes Benz E-Class langbaksins í fyrra um 17,8% í Bandaríkjunum, Volvo XC70 um 16,5% og Honda TSX Sport Wagon um 34,2%. Þannig mætti lengi áfram telja. Engu að síður virðast nokkrir bílaframleiðendur sjá ljósið í enda ganganna og fer Volvo þar fremst í flokki og spá endurreisn langbaksins. Þar á bæ hafa menn trú á langbaknum, meira að segja fyrir Bandaríkjamarkað og ætla að stefna þangað bílum eins og V60 Sport Wagon og vafalaust fleirum í kjölfarið. Volkswagen Jetta SportWagen selst betur og betur vestra og kannski er fólk þar að átta sig betur á kostum langbaksins, lítilli eyðslu þeirra, notadrýgni og lágu verði. Það má bara ekki kalla þá „Station“ lengur, þeir verða að bera nöfn eins og Sport Wagon, hitt datt úr tísku.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent