Ingvar og Jónas hættir að dæma saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2013 13:53 Mynd/Óskar Andri Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00
Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29