Bíó og sjónvarp

Arnold og Sly flýja úr fangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Veggspjald myndarinnar kitlar hasarhunda um víða veröld.
Veggspjald myndarinnar kitlar hasarhunda um víða veröld.

Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn.

Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti.

Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu.

Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill.

Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október.

Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.