Framtíðin í gipsum kynnt til sögunnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 22:55 Evill vonast til að gipsið leysi helstu vandamál þess sem fyrir er. JAKE EVILL/WIRED Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira