Fimm athyglisverðustu Subaru bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2013 09:15 Einn af fyrstu framleiðslubílum Subaru, Subaru 360 Móðurfyrirtæki Subaru, Fuji Heavy Industries fagnar nú 60 ára afmæli sínu. Fuji Heavy Industries var stofnað uppúr nokkrum smærri fyrirtækjum sem lifðu af seinni heimsstyrjöldina. Fuji er mjög stórt fyrirtæki sem framleiðir fjölbreyttar vörur, en þekktust þeirra er líklega Subaru. Í tilefni afmælisins hefur bílablaðið Car and Driver tekið saman þær 5 gerðir Subaru bíla sem þeim finnst athygliverðastir gengum þeirra löngu sögu. Subaru 360 - framleiddur frá 1958 til 1971 Þessi bíll var smíðaður með sömu grunnhugsun og Volkswagen Bjallan og Ford Model T, hann átti að höfða til fjöldans og vera ódýr, enda þjóðin í sárum eftir stríðið. Hann er því frekar lítill bíll. Vélin í honum er ekki stór né öflug, með sprengirými uppá 360cc og skýrir það út nafn bílsins. Vélin er tveggja strokka, loftkæld og staðsett aftan í bílnum. Í fyrstu gerð bílsins var hann 16 hestafla en öflugasta gerð hans sem framleidd var á síðustu árum hans var 36 hestöfl. Bíllinn vóg aðeins 410 kíló. Framleidd voru 392.000 eintök af bílnum á 13 árum. Þessi bíll var svo leystur af hólmi með Subaru R-2 bílnum. Subaru BRAT Subaru BRAT - framleiddur frá 1978 til 1993 Þessi tveggja dyra netti pallbíll er fjórhjóladrifinn og gaf tóninn fyrir hvers skildi vænta frá Subaru í framtíðinni. Margt var óvenjulegt við þennan bíl, ekki síst sætin sem voru á pallinum og snéru aftur. Ekki verður sagt að fyllst öryggis hafi verið gætt fyrir þá farþega sem þar sátu, en höfuð þeirra stóð uppúr þaki bílsins og engin var veltigrindin þar fyrir ofan. Nafnið BRAT stóð ekki fyrir "óþekkan krakka" heldur Bi-Drive Recreational All-Terrain Transporter. Þessi bíll er ennþá eins og úr framtíðinni og bar Subaru gott vitni um framúrstefnulega hönnun. Subaru SVX Subaru SVX - framleiddur frá 1991 til 1997 Þrátt fyrir að þessi sportbíll Subaru hafi alls ekki selst vel er hann af mörgum talinn einn athygliverðast sportbíll sem framleiddur hefur verið. Hann þykir búa að einstökum akstureiginleikum og er býsna öflugur. Vélin er 6 strokka Boxer sm skilar 230 hestum og hann var aðeins 7,3 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 248 km/klst. Hann er einn fárra sportbíla sem er fjórhjóladrifinn og var það ekki til að minnka veggrip hans. Hönnun bílsins er nokkuð óvenjuleg fyrir Subaru, en það var Ítalinn Giorgetto Giugiaro sem teiknaði hann. Aðeins hluta hliðarrúðanna var hægt að hala niður. Kannski hamlaði það sölu þessa bíls hversu framúrstefnulegur hann var. Subaru Impreza WRX Subaru Impreza WRX - framleiddur frá 1992 til dagsins í dag WRX var framleiddur uppúr hefðbundinni Imprezu og var í raun rallakstursútgáfa bílsins með öfluga vél. Honum var enn betur fylgt eftir seinna með enn öflugri WRX STI útgáfu hans. Þrátt fyrir að þetta sé hreinræktaður sportbíll er hann fjögurra dyra og vel fer um aftursætisfarþega í honum. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Þessi bíll var afar sigursæll í rallaksturkeppnum á árum áður og er enn mikið notaður í slíkum keppnum. Þessi öflugi sportbíll er einn fárra slíkra sem ávallt hefur verið á viðráðanlegu verði og hefur verið vinsæll hjá yngri ökumönnum sem ekki hafa efni á Porsche eða öðrum dýrum sportbílum. Subaru BRZ Subaru BRZ - framleiddur frá 2013 og vonandi sem lengst Þessi nýi bíll sem Subaru smíðaði með Toyota og heitir Toyota GT-86 hjá þeim er margverðlaunaður bíll á sinni stuttu ævi og var kosinn bíll ársins víða. Hann er eins og allir bílar Subaru frekar ódýr bíll þrátt fyrir að hafa frábæra akstursgetu. Aflið er ekki eins mikið og í mörgum öðrum sportbílum, en þess betur liggur hann. Vélin er 2,0 lítra Boxer, 200 hestafla sem liggur mjög neðarlega í bílnum og þyngdarpunktur bílsins alls er sérstaklega lágur. Bíllinn er afturhjóladrifinn eins og flestir hreinræktaðir sportbílar og því auðvelt að drifta honum. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu og það allra besta við bílinn er að hann kostar aðeins 25.000 dollara í Bandaríkjunum og telst því með allra ódýrustu sportbílum, enda annar Subaru ekki eftirspurn eftir bílnum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent
Móðurfyrirtæki Subaru, Fuji Heavy Industries fagnar nú 60 ára afmæli sínu. Fuji Heavy Industries var stofnað uppúr nokkrum smærri fyrirtækjum sem lifðu af seinni heimsstyrjöldina. Fuji er mjög stórt fyrirtæki sem framleiðir fjölbreyttar vörur, en þekktust þeirra er líklega Subaru. Í tilefni afmælisins hefur bílablaðið Car and Driver tekið saman þær 5 gerðir Subaru bíla sem þeim finnst athygliverðastir gengum þeirra löngu sögu. Subaru 360 - framleiddur frá 1958 til 1971 Þessi bíll var smíðaður með sömu grunnhugsun og Volkswagen Bjallan og Ford Model T, hann átti að höfða til fjöldans og vera ódýr, enda þjóðin í sárum eftir stríðið. Hann er því frekar lítill bíll. Vélin í honum er ekki stór né öflug, með sprengirými uppá 360cc og skýrir það út nafn bílsins. Vélin er tveggja strokka, loftkæld og staðsett aftan í bílnum. Í fyrstu gerð bílsins var hann 16 hestafla en öflugasta gerð hans sem framleidd var á síðustu árum hans var 36 hestöfl. Bíllinn vóg aðeins 410 kíló. Framleidd voru 392.000 eintök af bílnum á 13 árum. Þessi bíll var svo leystur af hólmi með Subaru R-2 bílnum. Subaru BRAT Subaru BRAT - framleiddur frá 1978 til 1993 Þessi tveggja dyra netti pallbíll er fjórhjóladrifinn og gaf tóninn fyrir hvers skildi vænta frá Subaru í framtíðinni. Margt var óvenjulegt við þennan bíl, ekki síst sætin sem voru á pallinum og snéru aftur. Ekki verður sagt að fyllst öryggis hafi verið gætt fyrir þá farþega sem þar sátu, en höfuð þeirra stóð uppúr þaki bílsins og engin var veltigrindin þar fyrir ofan. Nafnið BRAT stóð ekki fyrir "óþekkan krakka" heldur Bi-Drive Recreational All-Terrain Transporter. Þessi bíll er ennþá eins og úr framtíðinni og bar Subaru gott vitni um framúrstefnulega hönnun. Subaru SVX Subaru SVX - framleiddur frá 1991 til 1997 Þrátt fyrir að þessi sportbíll Subaru hafi alls ekki selst vel er hann af mörgum talinn einn athygliverðast sportbíll sem framleiddur hefur verið. Hann þykir búa að einstökum akstureiginleikum og er býsna öflugur. Vélin er 6 strokka Boxer sm skilar 230 hestum og hann var aðeins 7,3 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 248 km/klst. Hann er einn fárra sportbíla sem er fjórhjóladrifinn og var það ekki til að minnka veggrip hans. Hönnun bílsins er nokkuð óvenjuleg fyrir Subaru, en það var Ítalinn Giorgetto Giugiaro sem teiknaði hann. Aðeins hluta hliðarrúðanna var hægt að hala niður. Kannski hamlaði það sölu þessa bíls hversu framúrstefnulegur hann var. Subaru Impreza WRX Subaru Impreza WRX - framleiddur frá 1992 til dagsins í dag WRX var framleiddur uppúr hefðbundinni Imprezu og var í raun rallakstursútgáfa bílsins með öfluga vél. Honum var enn betur fylgt eftir seinna með enn öflugri WRX STI útgáfu hans. Þrátt fyrir að þetta sé hreinræktaður sportbíll er hann fjögurra dyra og vel fer um aftursætisfarþega í honum. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Þessi bíll var afar sigursæll í rallaksturkeppnum á árum áður og er enn mikið notaður í slíkum keppnum. Þessi öflugi sportbíll er einn fárra slíkra sem ávallt hefur verið á viðráðanlegu verði og hefur verið vinsæll hjá yngri ökumönnum sem ekki hafa efni á Porsche eða öðrum dýrum sportbílum. Subaru BRZ Subaru BRZ - framleiddur frá 2013 og vonandi sem lengst Þessi nýi bíll sem Subaru smíðaði með Toyota og heitir Toyota GT-86 hjá þeim er margverðlaunaður bíll á sinni stuttu ævi og var kosinn bíll ársins víða. Hann er eins og allir bílar Subaru frekar ódýr bíll þrátt fyrir að hafa frábæra akstursgetu. Aflið er ekki eins mikið og í mörgum öðrum sportbílum, en þess betur liggur hann. Vélin er 2,0 lítra Boxer, 200 hestafla sem liggur mjög neðarlega í bílnum og þyngdarpunktur bílsins alls er sérstaklega lágur. Bíllinn er afturhjóladrifinn eins og flestir hreinræktaðir sportbílar og því auðvelt að drifta honum. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu og það allra besta við bílinn er að hann kostar aðeins 25.000 dollara í Bandaríkjunum og telst því með allra ódýrustu sportbílum, enda annar Subaru ekki eftirspurn eftir bílnum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent