Bíó og sjónvarp

Sigur Rós kemur fram í Game of Thrones

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sigur Rós mun koma fram í nýjustu þáttaröðinni af Game of Thrones.
Sigur Rós mun koma fram í nýjustu þáttaröðinni af Game of Thrones.
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones sem hefur notið gífurlegra vinsælda á síðustu árum. Meðlmir sveitarinnar eru samkvæmt heimildum Entertainment Weekley staddir í Króatíu þar sem tökur á fjórðu þáttaröðinni fer fram.

Ekki er ljóst hvert hlutverk sveitarinnar verður en þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir Sigur Rós, eru í tökum um þessar mundir. Líklegast þykir að sveitin flytji lag í þættinum. Framleiðendur þáttanna, David Benoff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rós og munu hafa hlustað mikið á sveitina meðan þeir dvöldu hér á landi við tökur á þáttaröðinni.

Sigur Rós er ekki fyrsta sveitin til að koma fram í þáttaröðinni því Coldplay og Snow Patrol hafa einnig farið með lítið hlutverk í þáttunum. The National flutti frumsamið lag í þættinum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Sigur Rós kemur fram í sjónvarpsþætti. Sveitin kom einnig fram í þætti The Simpsons fyrir skömmu.

Eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fer Hafþór Júlíus Björnsson með veigamikið hlutverk í nýrri þáttaröð. Hann mun leika Gregor Clegane í þáttaröðinni en sá karakter gengur einnig undir gælunafninu The Mountain. Tökur á þáttaröðinni hafa einnig fram fram hér á landi og því er tengin þáttarins við Ísland nokkuð stór og mikil. Fjórða þáttaröðin af Game of Thrones mun hefja göngu sína næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.