Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Andri Þór Sturluson skrifar 1. nóvember 2013 08:19 Heiða að tala við gamla fólkið. Allir sem hún ræddi við héldu að hún væri barnabarn sitt. Pólitískur arftaki Besta flokksins, Björt framtíð, hefur nú þegar byrjað baráttuna um borgina af fullum krafti en kosið verður næsta vor. Flokkurinn heimsótti hjúkrunarheimilið Eir og ræddi við kjósendur um framtíðina, flokkinn og brotthvarf Jóns.„Björt framtíð? Ég er 96 ára gömul. Ef eitthvað er þá ætti ég að kjósa líknandi meðferð. Partýið er búið,“ segir Eyrún Svavarsdóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir en þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir hjá Bjartri framtíð, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Eyrún gefur ekki mikið fyrir Bjarta framtíð þar sem hún segist eiga stutt eftir. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni þar sem ég er gömul og við gamla fólkið hlustum ekkert heldur kjósum bara eins og við höfum alltaf gert.“Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nær helmingur kjósenda hefur ekki gert upp við sig hvað hann ætlar að kjósa. Þær Guðfríður Sigurðardóttir og Vala Hermundardóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. „Þetta eru sætir strákar. Ef við værum aðeins yngri þá værum við á eftir þeim eins og tíkur á lóðaríi.“ Guðfríður og Vala segjast báðar geta hugsað sér að kjósa Bjarta framtíð ef aðstæður væru öðruvísi og þeim líst ágætlega á fólkið sem kemur til greina á lista í borginni næsta vor. „En við kvæntumst framsóknarmönnum, og þó þeir séu löngu dauðir þá verðum við að kjósa okkar menn,“ segja þær.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er pólitískur áróður bannaður. Harmageddon Mest lesið Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Handboltamaður gerði það sem hann vildi með sinn pening Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon
Pólitískur arftaki Besta flokksins, Björt framtíð, hefur nú þegar byrjað baráttuna um borgina af fullum krafti en kosið verður næsta vor. Flokkurinn heimsótti hjúkrunarheimilið Eir og ræddi við kjósendur um framtíðina, flokkinn og brotthvarf Jóns.„Björt framtíð? Ég er 96 ára gömul. Ef eitthvað er þá ætti ég að kjósa líknandi meðferð. Partýið er búið,“ segir Eyrún Svavarsdóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir en þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir hjá Bjartri framtíð, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Eyrún gefur ekki mikið fyrir Bjarta framtíð þar sem hún segist eiga stutt eftir. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni þar sem ég er gömul og við gamla fólkið hlustum ekkert heldur kjósum bara eins og við höfum alltaf gert.“Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nær helmingur kjósenda hefur ekki gert upp við sig hvað hann ætlar að kjósa. Þær Guðfríður Sigurðardóttir og Vala Hermundardóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. „Þetta eru sætir strákar. Ef við værum aðeins yngri þá værum við á eftir þeim eins og tíkur á lóðaríi.“ Guðfríður og Vala segjast báðar geta hugsað sér að kjósa Bjarta framtíð ef aðstæður væru öðruvísi og þeim líst ágætlega á fólkið sem kemur til greina á lista í borginni næsta vor. „En við kvæntumst framsóknarmönnum, og þó þeir séu löngu dauðir þá verðum við að kjósa okkar menn,“ segja þær.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er pólitískur áróður bannaður.
Harmageddon Mest lesið Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Handboltamaður gerði það sem hann vildi með sinn pening Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon