Emirates kynnir mestu flugvélakaup sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2013 16:59 Eigandi flugfélagsins, emírinn í Dubai, Mohammed Bin Rashid al-Maktoum, mætir á flugsýninguna í dag. Airbus A380 í bakgrunni. Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira