Bíó og sjónvarp

Ný stuttmynd frá Wes Anderson

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bandaríski leikstjórinn Wes Anderson hefur sent frá sér stuttmyndina Castello Cavalcanti, en myndina gerði hann í samstarfi við ítalska tískurisann Prada.

Jason Schwarzman leikur aðalhlutverk myndarinnar, sem segir sögu kappakstursmanns á sjötta áratug síðustu aldar sem lendir í árekstri í litlu ítölsku þorpi. Áreksturinn hefur óvæntar afleiðingar í för með sér, og er myndin tekin í Róm.

Myndin er tæplega átta mínútur að lengd og aðgengileg í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.