Gran Turismo Mercedes í fullri stærð Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 13:15 Magnað útlit. Bílatölvuleikurinn Gran Turismo skartar mörgum bílum sem aldrei hafa verið smíðaðir og einn þeirra er þessi Mercedes Benz fákur sem virðist koma úr framtíðinni og er æði sportlegur. Hann mun bráðum sjást í leiknum vinsæla. Það hefur reyndar áður gerst að bílar sem teiknaðir hafa verið eingöngu fyrir Gran Turismo hafi síðan verið smíðaðir, en þá aðallega sem sýningargripir. Það á einmitt við hann þennan, en hann er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur eðlilega mikla athygli. Ekki fylgir sögunni hvort hægt sé að aka honum og alveg eins víst að engin vél sé undir löngu húddi hans. Bíllinn er eins lágur á vegi og hægt er að hafa bíl en hann hefur ákveðin útlitseinkenni Mercedes Benz 300 SL. Bíllinn er troðinn af LED ljósum og mjög áberandi rauð ljósalína er á afturenda hans sem nær inná hliðarnar aftanverðar, eitthvað sem ekki hefur sést oft áður. Ekki væri leiðinlegt ef Mercedes Benz tæki sig til og framleiddi þennan bíl sem söluvöru. Ferlega lágur en flottur. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Bílatölvuleikurinn Gran Turismo skartar mörgum bílum sem aldrei hafa verið smíðaðir og einn þeirra er þessi Mercedes Benz fákur sem virðist koma úr framtíðinni og er æði sportlegur. Hann mun bráðum sjást í leiknum vinsæla. Það hefur reyndar áður gerst að bílar sem teiknaðir hafa verið eingöngu fyrir Gran Turismo hafi síðan verið smíðaðir, en þá aðallega sem sýningargripir. Það á einmitt við hann þennan, en hann er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur eðlilega mikla athygli. Ekki fylgir sögunni hvort hægt sé að aka honum og alveg eins víst að engin vél sé undir löngu húddi hans. Bíllinn er eins lágur á vegi og hægt er að hafa bíl en hann hefur ákveðin útlitseinkenni Mercedes Benz 300 SL. Bíllinn er troðinn af LED ljósum og mjög áberandi rauð ljósalína er á afturenda hans sem nær inná hliðarnar aftanverðar, eitthvað sem ekki hefur sést oft áður. Ekki væri leiðinlegt ef Mercedes Benz tæki sig til og framleiddi þennan bíl sem söluvöru. Ferlega lágur en flottur.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent