Blóðslóð og haglabyssuför mæta íbúum í stigahúsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2013 18:45 Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira