Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2013 15:37 Mynd/Katla Hin árlega piparkökuhúsakeppni Kötlu er nú haldinn í dag, 18. árið í röð og er keppnin í Smáralind. Margar stórskemmtilegar byggingar voru settar saman fyrir keppnina að þessu sinni og má þar nefna kastala, háhýsi, hundakofa, Alþingishúsið, Hallgrímskirkju og margt fleira. „Mörg framúrskarandi hús hafa skilað sér inn í keppnina á þeim átján árum sem hún hefur verið við lýði og virðist hugmyndaflugi landsmanna lítil sem engin takmörk sett þegar kemur að samsetningu piparkökuhúsanna. Enn er tími til þess að taka þátt, en skil á húsum er 4. desember næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá Kötlu. Hægt er að sjá fleiri þessara húsa hér að neðan. „Að þessu sinni er leikurinn haldinn í samvinnu við Smáralind, Dúka, Líf & List, 66°norður og Debenhams. Keppt er í tveimur flokkum, fullorðinsflokki og barna- og unglingaflokki og til mikils að vinna. Auk þess keppa allir þátttakendur um einstaklega glæsileg aukaverðlaun, veglega Kitchen-Aid hrærivél sem ætti að koma í góðar þarfir við næsta bakstur.“ „Húsunum á að skila í Smáralind þann. 4. desember á milli kl. 16 og 19 og þar verða þau til sýnis fram til 21. desember en þá verður tilkynnt um sigurvegara. Að því loknu geta eigendur húsana tekið þau með sér heim og notið þeirra yfir hátíðarnar. Allar nánari upplýsingar um Piparkökuhúsaleikinn má finna á vefsíðu Kötlu, www.katla.is/piparkokuhuseilkur.“Mynd/KatlaMynd/Katla Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól
Hin árlega piparkökuhúsakeppni Kötlu er nú haldinn í dag, 18. árið í röð og er keppnin í Smáralind. Margar stórskemmtilegar byggingar voru settar saman fyrir keppnina að þessu sinni og má þar nefna kastala, háhýsi, hundakofa, Alþingishúsið, Hallgrímskirkju og margt fleira. „Mörg framúrskarandi hús hafa skilað sér inn í keppnina á þeim átján árum sem hún hefur verið við lýði og virðist hugmyndaflugi landsmanna lítil sem engin takmörk sett þegar kemur að samsetningu piparkökuhúsanna. Enn er tími til þess að taka þátt, en skil á húsum er 4. desember næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá Kötlu. Hægt er að sjá fleiri þessara húsa hér að neðan. „Að þessu sinni er leikurinn haldinn í samvinnu við Smáralind, Dúka, Líf & List, 66°norður og Debenhams. Keppt er í tveimur flokkum, fullorðinsflokki og barna- og unglingaflokki og til mikils að vinna. Auk þess keppa allir þátttakendur um einstaklega glæsileg aukaverðlaun, veglega Kitchen-Aid hrærivél sem ætti að koma í góðar þarfir við næsta bakstur.“ „Húsunum á að skila í Smáralind þann. 4. desember á milli kl. 16 og 19 og þar verða þau til sýnis fram til 21. desember en þá verður tilkynnt um sigurvegara. Að því loknu geta eigendur húsana tekið þau með sér heim og notið þeirra yfir hátíðarnar. Allar nánari upplýsingar um Piparkökuhúsaleikinn má finna á vefsíðu Kötlu, www.katla.is/piparkokuhuseilkur.“Mynd/KatlaMynd/Katla
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól