Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2013 08:00 Hini ákærðu í málinu frá vinstri: Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín. Ólafur og Al-Thani voru kunningjar, m.a í gegnum sameiginleg áhugamál sín, hestamennsku, en Al-Thani á stóran hestabúgarð í Katar. Samsett mynd/365 Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Ákærðir í málinu eru auk Hreiðars Más þeir Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson fjárfestir. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum, en ákærðu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þáttur hvers og eins þeirra er afmarkaður í ákærunni. Málið var í rannsókn í á þriðja ár og á einum tímapunkti var einn hinna ákærðu, Sigurður Einarsson, eftirlýstur af Interpol þar sem hann sinnti ekki fyrirmælum sérstaks saksóknara um að koma til Íslands til að gefa skýrslu. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sheikh þessi er yngri bróðir emírsins í Katar og starfar sem nokkurs konar ráðgjafi hans. Í raun og veru hefur verið gert meira úr stöðu Al-Thanis en efni eru til í fjölmiðlum en honum hefur verið lýst sem nokkurs konar viðskiptaerindreka emírsins. Tenging Al-Thani við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar, sem er einn hinna ákærðu í málinu. Þessi vinátta kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennsku en Ólafur heimsótti m.a. Al Shahania-býlið í Doha í Katar í boði sheiksins. Ólafur hefur sjálfur sagt að Al-Thani sé mjög annt um að vernda einkalíf sitt. Þannig eru nánast engar myndir til af honum svo vitað sé. Á einum tímapunkti voru íslenskir fjölmiðlar að birta myndir af þremur mismunandi einstaklingum sem allir voru sagðir Al-Thani en eina myndin sem birst hefur af honum sem er staðfest er ljósrit úr vegabréfi hans, sem var á meðal gagna málsins.Lýst í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Þáttum í Al Thani fléttu Kaupþingsmanna er lýst nokkuð nákvæmlega í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þegar Kaupþing fór í þrot og Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir hinn 8. október 2008 var Q Iceland Finance, félag Al Thanis, eigandi að 5,01% hlut í Kaupþingi og þriðji stærsti hluthafinn í bankanum sem þá var stærsta fyrirtæki landsins. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðssvik fyrir að taka ákvörðun um að veita félaginu Brooks Trading, eignalausu félagi á Jómfrúreyjum, 50 milljóna dollara lán í september 2008 en það félag var í eigu sheiksins. Lánið var veitt án þess að fyrir lægi samþykki lánanefndar Kaupþings og án þess að endurgreiðsla lánsins væri tryggð. Magnús Guðmundsson er ákærður fyrir hlutdeild í broti Hreiðars í þessum lið ákærunnar. Fólst hlutdeildin í því að hann tók þátt í því að gefa starfsmönnum Kaupþings fyrirmæli um að greiða út lánið og útvega félagið sem Al-Thani notaði í viðskiptunum. Segir um þetta í ákæru „hlaut honum að vera ljóst að Heiðar Má brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið var veitt án nokkurra ábyrgða eða trygginga.“ Þetta var andstætt lánreglum bankans, en félagið var nýstofnað og átti engar eignir. Þá eru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir umboðssvik vegna 12,8 milljarða króna láns til félagsins Gerland Assets Ltd. á Tortóla á Jómfrúreyjum sem var í eigu Ólafs Ólafssonar og hélt á 9,88 prósenta hlut hans í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum þeirra Hreiðars Más og Sigurðar í þessum lið, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, með því að hafa lagt á ráðin með Sigurði og Hreiðari Már um að lánið yrði greitt félagi sínu án tryggingar og þannig átt hlutdeild í að skapa verulega fjártjónshættu fyrir Kaupþing. Lánið fór frá Gerland yfir á reikning félags sem ber heitið Choice Stay Ltd. og þaðan á reikning Q Iceland Finance ehf., félags í eigu sheiksins. Þessari var fjárhæð, 12,8 milljörðum króna, var varið í að kaupa hlutabréf fyrir Kaupþing. Lánið er enn í vanskilum og „verður að telja hana Kaupþingi banka hf. að fullu glataða,“ segir í ákærunni. Fyrir umboðssvikabrotinu þarf að sanna ásetning svo hægt sé að sakfella, eins og gildir um öll brot í auðgunarbrotakafla hegningarlaga og þá þarf að sanna verulega fjártónshættu. Ef það er vafi verður hann að hafa verið skynsamlegur svo hann leiði mögulega til sýknu. Þetta sjónarmið kristallaðist t.d vel í minnihluta héraðsdóms í Exeter-málinu, sem fjallaði einnig um umboðssvik, þegar sýknað var í héraðsdómi og sakfellt í Hæstarétti.Gáleysi dugir fyrir markaðsmisnotkun Að síðustu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti fyrir að hafa látið ranglega líta svo út að þekktur fjárfestir frá Katar, sheikh Al-Thani, hefði lagt fé til kaupanna á hlutabréfunum sem lýst var framar og borið af þeim áhættu. Jafnframt fyrir að leyna fjármögnun bankans á hlutabréfaviðskiptunum og aðkomu Ólafs að þeim. Þetta var gert með þeim hætti að sett var upp viðskiptaflétta sem fólst í því að Kaupþing banki lánaði enn öðru eignalausu félagi á Jómfrúreyjum, Serval Trading Group, 12,8 milljarða króna. Þetta var líka gert án samþykkis lánanefndar Kaupþings, samkvæmt ákæru. Sérstakur saksóknari telur að þetta hafi verið sýndarmennska af hálfu ákærðu sem hafi verið til þess fallin að gefa ranga og villandi mynd af eftirspurn eftir bréfum Kaupþings banka á miklum örlagatímum í íslensku fjármálakerfi.Þeir Ólafur og Magnús eru síðan ákærðir fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun þeirra Hreiðars og Sigurðar með því að hafa milligöngu um viðskiptin og annast samskiptin við sheikinn vegna þeirra. Í þessum lið ákærunnar dugar gáleysi til sakfellingar sem er undantekning frá þeirri meginreglu refsiréttarins að ásetningur þurfi að standa á bak við hvatir við brotið. Þannig dugir vangá ákærðu. Markaðsmisnotkun varðar allt að sex ára fangelsi, rétt eins og umboðssvik.Allir héldu að það væru að koma peningar í bankann Björn Þorvaldsson saksóknari sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins sagði við aðalmeðferð þess að fjölmiðlar hefðu tekið þátt með fyrirsögnum á borð við „Milljarðar frá Mið-Austurlöndum“ þegar tillkynnt var um viðskiptin. Hð sanna hafi komið í ljós eftir fall bankans. Öll viðskiptin hafi verið fjármögnuð af Kaupþingi og þrátt fyrir að Al-Thani ætti ótæmandi peningahirslur þurfti hann ekki að leggja fram eina krónu. Sakborningum hefði verið tíðrætt um að engir peningar hefðu farið úr bankanum en það hafi engir peningar komið inn í hann heldur. Á sama tíma og allir hafi talið að vellauðugur fjárfestir frá Katar væri að koma með erlendan gjaldeyri inn í Kaupþing á erfiðum tímum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má undir rekstri Al-Thani málsins. Þá fór hann einnig fram á sex ára fangelsi yfir Sigurði og fjögurra ára fangelsi yfir Magnúsi og Ólafi. Til þess að hægt sé að nýta efri mörk refsirammans samkvæmt umboðssvikaákvæðinu verður að sanna að sakir þeirra Hreiðars Más og Sigurðar hafi verið miklar, en refsiramminn er fullnýttur með sex ára fangelsi. Hljóti þeir slíkan dóm er það þyngsti dómur sem hefur verið kveðinn upp í efnahagsbrotamáli í réttarsögu Íslands.Fjártjónshættan þarf að hafa verið veruleg Undir rekstri málsins reyndi ákæruvaldið að sanna að fjártónshætta hefði skapast fyrir Kaupþing varðandi þann lið ákærunnar er snýr að umboðssvikum. Til að skilyrðið um sakfellingu fyrir umboðssvik sé uppfyllt þarf að að uppfylla þrjú skilyrði. Hinn ákærði þarf að hafa haft umboð sem skuldbindur annan aðila, hann þarf að hafa misnotað aðstöðu sína, þ.e. farið út fyrir umboð sitt og þá þarf fjártjónshættan að hafa verið veruleg eins og umboðssvikaákvæðið hefur verið túlkað í skrifum fræðimanna og í dómaframkvæmd. Í Þessu tilviki höfðu þeir Hreiðar Már og Sigurður umboð sem æðstu stjórnendur Kaupþings.Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann er hér í Héraðsdómi Reykjavíkur við fyrirtöku í málinu. 365/VilhelmÞað verður forvitnilegt að sjá hvernig Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar um skilyrðið um verulega fjártjónshættu í niðurstöðu sinni þar sem ákveðið uppgjör varð á milli sheiks Al-Thani og slitastjórnar bankans vegna viðskiptanna í febrúar á þessu ári. Þá hafa ákærðu í málinu alltaf haldið á lofti þeirri málsvörn að sheikinn hafi tekið persónulega áhættu með viðskiptunum og í undir rekstri málsins vísuðu þeir til fyrrnefnds uppgjörs máli sínu til stuðnings, sheikhinn mun hafa greitt helming söluverðs hlutabréfanna sem höfðu verið tryggðmeð persónulegri ábyrgð hans. Verjendur gagnrýndu við aðalmeðferð að Al-Thani sjálfur hefði ekki verið ákærður. Þá þótti orka tvímælis að sheikinn hefði ekki verið kvaddur í skýrslutöku fyrir dómi, en sérstakur saksóknari fékk skýrslutöku yfir honum hjá lögreglu í Lundúnum eftir að hafa fengið eiðsvarna yfirlýsingu frá honum á rannsóknarstigi málsins. Mikil gremja var á nær öllum stigum málsins ekki síst vegna aðferða sérstaks saksóknara við handtökur og gæsluvarðhald sakborninga, sem skýrar heimildir eru fyrir í lögum um meðferð sakamála. Gæsluvarðhald í hvítflibbabrotum er þó engan veginn nýmæli í íslenskri réttarsögu þar sem sakborningar í t.d Hafskipsmálinu á níunda áratug síðustu aldar máttu þola þungbæra gæsluvarðhaldsvist. Þá telja verjendur að umræða um málið hafi verið sakborningum mjög óvilhöll. Á síðasta degi aðalmeðferðarinnar hinn 14. nóvember sl. sagði Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, að búið væri að fella dóm í málinu, bæði hvað varðar almenningsálit og í fjölmiðlum. Það væri hins vegar mikilvægt að menn horfðu með sanngirni til þess hvernig staðan var haustið 2008, þegar bankakerfið riðaði til falls, og létu menn njóta vafans. Stjórnendur Kaupþings banka hefðu í reynd verið að treysta stoðir bankans í þeim ólgusjó sem gekk yfir. Enginn hafi borið um það að nokkur hafi reynt að hafa áhrif á gengi bankans. Karl sagði jafnframt að Magnús hefði aldrei verið í stöðu sem stjórnandi Kaupþings í Lúxemborg til að skuldbinda bankann.Gestur Jónsson t.v og Ragnar H. Hall boðuðu til blaðamannafundar til að greina frá ákvörðun sinni.Mynd/365Fáheyrður atburður í íslenskri réttarsögu Aðalmeðferð tafðist í málinu tafðist um hálft ár þegar sá fáheyrði atburður varð í íslenskri réttarsögu sl. vor að verjendur Ólafs og Sigurðar, þeir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu. Þeir greindu frá ákvörðun sinni í viðtali í Íslandi í dag. Ástæðan var m.a sú að þeir töldu að réttur skjólstæðinga þeirra til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins fyrir dómi hafi verið þverbrotinn. Ragnar Hall hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð um Al-Thani en hann virðist ekki treysta fjölmiðlum til að segja frá málinu, ef marka má grein sem hann skrifaði fyrr í haust. Ákvörðun verjendanna tveggja vakti undrun margra án þess að slík gagnrýni hafi verið sett fram í rituðu máli opinberlega. Sérstaklega í ljósi þess að þeir eru báðir virtir lögmenn með margra áratuga reynslu. Verjendur þeirra Magnúsar og Hreiðars Más ákváðu að starfa áfram að málinu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að óánægja hafi verið innan verjandateymisins með þessa ákvörðun þeirra Gests og Ragnars án þess að skapast hafi raunverulegur ágreiningur vegna hennar.Fordæmi um umboðssvik þar sem lánað var án ábyrgða og lánareglur brotnar Dómafordæmi liggja fyrir um umboðssvik frá Hæstarétti sem hafa að nokkru leyti eytt ákveðinni réttaróvissu sem var til staðar varðandi ábyrgðarlausar lánveitingar fjármálafyrirtækja þar sem lánareglur viðkomandi banka eða sparisjóðs voru brotnar. Þeirra þekktastur er dómur í svokölluðu Exeter-máli sem nefndur var framar en í því máli hlutu stjórnendur sparisjóðsins Byrs refsidóma fyrir lánveitingar án trygginga sem ollu sparisjóðnum fjártjóni. Þá liggur líka fyrir dómafordæmi um hlutdeild í því máli, en það var mál fyrrverandi forstjóra gamla MP banka. Nokkur önnur stór umboðssvikamál eru nú rekin fyrir dómstólum og bíða dóms. Ganga má út frá því sem vísu að verði sakfellt fyrir einhverja ákæruliði verði niðurstöðunni áfrýjað til Hæstaréttar sem á síðasta orðið. Ítarleg umfjöllun verður hér á Vísi að lokinni dómsuppkvaðningu í dag. Þá verður umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:30.Þorbjörn ÞórðarsonTwitter @thorbjornth Uppfært kl.15.00. Búið er að kveða upp dóm í málinu. D ó m s o r ð : Ákærði, Hreiðar Már Sigurðsson, sæti fangelsi í 5 ár og sex mánuði. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 7. til 17. maí 2010. Ákærði, Sigurður Einarsson, sæti fangelsi í 5 ár. Ákærði, Ólafur Ólafsson, sæti fangelsi í 3 ár og sex mánuði. Ákærði, Magnús Guðmundsson, sæti fangelsi í 3 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 7. til 14. maí 2010. Ákærði, Hreiðar Már, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Harðar Felix Harðarsonar hæstaréttarlögmanns, 33.495.950 krónur. Ákærði, Sigurður, greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Ólafs Eiríkssonar hæstaréttarlögmanns, 3.526.550 krónur og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 10.855.750 krónur. Að auki greiði ákærði útlagðan kostnað verjanda að fjárhæð 90.202 krónur. Ákærði, Ólafur, greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Þórólfs Jónssonar héraðsdómslögmanna, 14.708.600 krónur og Ragnars Halldórs Hall hæstaréttarlögmanns, 5.898.500 krónur. Ákærði, Magnús, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns, 20.255.700 krónur. Hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall greiði hvor um sig 1.000.000 króna sekt í ríkissjóð. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Ákærðir í málinu eru auk Hreiðars Más þeir Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson fjárfestir. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum, en ákærðu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þáttur hvers og eins þeirra er afmarkaður í ákærunni. Málið var í rannsókn í á þriðja ár og á einum tímapunkti var einn hinna ákærðu, Sigurður Einarsson, eftirlýstur af Interpol þar sem hann sinnti ekki fyrirmælum sérstaks saksóknara um að koma til Íslands til að gefa skýrslu. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sheikh þessi er yngri bróðir emírsins í Katar og starfar sem nokkurs konar ráðgjafi hans. Í raun og veru hefur verið gert meira úr stöðu Al-Thanis en efni eru til í fjölmiðlum en honum hefur verið lýst sem nokkurs konar viðskiptaerindreka emírsins. Tenging Al-Thani við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar, sem er einn hinna ákærðu í málinu. Þessi vinátta kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennsku en Ólafur heimsótti m.a. Al Shahania-býlið í Doha í Katar í boði sheiksins. Ólafur hefur sjálfur sagt að Al-Thani sé mjög annt um að vernda einkalíf sitt. Þannig eru nánast engar myndir til af honum svo vitað sé. Á einum tímapunkti voru íslenskir fjölmiðlar að birta myndir af þremur mismunandi einstaklingum sem allir voru sagðir Al-Thani en eina myndin sem birst hefur af honum sem er staðfest er ljósrit úr vegabréfi hans, sem var á meðal gagna málsins.Lýst í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Þáttum í Al Thani fléttu Kaupþingsmanna er lýst nokkuð nákvæmlega í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þegar Kaupþing fór í þrot og Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir hinn 8. október 2008 var Q Iceland Finance, félag Al Thanis, eigandi að 5,01% hlut í Kaupþingi og þriðji stærsti hluthafinn í bankanum sem þá var stærsta fyrirtæki landsins. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðssvik fyrir að taka ákvörðun um að veita félaginu Brooks Trading, eignalausu félagi á Jómfrúreyjum, 50 milljóna dollara lán í september 2008 en það félag var í eigu sheiksins. Lánið var veitt án þess að fyrir lægi samþykki lánanefndar Kaupþings og án þess að endurgreiðsla lánsins væri tryggð. Magnús Guðmundsson er ákærður fyrir hlutdeild í broti Hreiðars í þessum lið ákærunnar. Fólst hlutdeildin í því að hann tók þátt í því að gefa starfsmönnum Kaupþings fyrirmæli um að greiða út lánið og útvega félagið sem Al-Thani notaði í viðskiptunum. Segir um þetta í ákæru „hlaut honum að vera ljóst að Heiðar Má brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið var veitt án nokkurra ábyrgða eða trygginga.“ Þetta var andstætt lánreglum bankans, en félagið var nýstofnað og átti engar eignir. Þá eru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir umboðssvik vegna 12,8 milljarða króna láns til félagsins Gerland Assets Ltd. á Tortóla á Jómfrúreyjum sem var í eigu Ólafs Ólafssonar og hélt á 9,88 prósenta hlut hans í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum þeirra Hreiðars Más og Sigurðar í þessum lið, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, með því að hafa lagt á ráðin með Sigurði og Hreiðari Már um að lánið yrði greitt félagi sínu án tryggingar og þannig átt hlutdeild í að skapa verulega fjártjónshættu fyrir Kaupþing. Lánið fór frá Gerland yfir á reikning félags sem ber heitið Choice Stay Ltd. og þaðan á reikning Q Iceland Finance ehf., félags í eigu sheiksins. Þessari var fjárhæð, 12,8 milljörðum króna, var varið í að kaupa hlutabréf fyrir Kaupþing. Lánið er enn í vanskilum og „verður að telja hana Kaupþingi banka hf. að fullu glataða,“ segir í ákærunni. Fyrir umboðssvikabrotinu þarf að sanna ásetning svo hægt sé að sakfella, eins og gildir um öll brot í auðgunarbrotakafla hegningarlaga og þá þarf að sanna verulega fjártónshættu. Ef það er vafi verður hann að hafa verið skynsamlegur svo hann leiði mögulega til sýknu. Þetta sjónarmið kristallaðist t.d vel í minnihluta héraðsdóms í Exeter-málinu, sem fjallaði einnig um umboðssvik, þegar sýknað var í héraðsdómi og sakfellt í Hæstarétti.Gáleysi dugir fyrir markaðsmisnotkun Að síðustu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti fyrir að hafa látið ranglega líta svo út að þekktur fjárfestir frá Katar, sheikh Al-Thani, hefði lagt fé til kaupanna á hlutabréfunum sem lýst var framar og borið af þeim áhættu. Jafnframt fyrir að leyna fjármögnun bankans á hlutabréfaviðskiptunum og aðkomu Ólafs að þeim. Þetta var gert með þeim hætti að sett var upp viðskiptaflétta sem fólst í því að Kaupþing banki lánaði enn öðru eignalausu félagi á Jómfrúreyjum, Serval Trading Group, 12,8 milljarða króna. Þetta var líka gert án samþykkis lánanefndar Kaupþings, samkvæmt ákæru. Sérstakur saksóknari telur að þetta hafi verið sýndarmennska af hálfu ákærðu sem hafi verið til þess fallin að gefa ranga og villandi mynd af eftirspurn eftir bréfum Kaupþings banka á miklum örlagatímum í íslensku fjármálakerfi.Þeir Ólafur og Magnús eru síðan ákærðir fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun þeirra Hreiðars og Sigurðar með því að hafa milligöngu um viðskiptin og annast samskiptin við sheikinn vegna þeirra. Í þessum lið ákærunnar dugar gáleysi til sakfellingar sem er undantekning frá þeirri meginreglu refsiréttarins að ásetningur þurfi að standa á bak við hvatir við brotið. Þannig dugir vangá ákærðu. Markaðsmisnotkun varðar allt að sex ára fangelsi, rétt eins og umboðssvik.Allir héldu að það væru að koma peningar í bankann Björn Þorvaldsson saksóknari sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins sagði við aðalmeðferð þess að fjölmiðlar hefðu tekið þátt með fyrirsögnum á borð við „Milljarðar frá Mið-Austurlöndum“ þegar tillkynnt var um viðskiptin. Hð sanna hafi komið í ljós eftir fall bankans. Öll viðskiptin hafi verið fjármögnuð af Kaupþingi og þrátt fyrir að Al-Thani ætti ótæmandi peningahirslur þurfti hann ekki að leggja fram eina krónu. Sakborningum hefði verið tíðrætt um að engir peningar hefðu farið úr bankanum en það hafi engir peningar komið inn í hann heldur. Á sama tíma og allir hafi talið að vellauðugur fjárfestir frá Katar væri að koma með erlendan gjaldeyri inn í Kaupþing á erfiðum tímum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má undir rekstri Al-Thani málsins. Þá fór hann einnig fram á sex ára fangelsi yfir Sigurði og fjögurra ára fangelsi yfir Magnúsi og Ólafi. Til þess að hægt sé að nýta efri mörk refsirammans samkvæmt umboðssvikaákvæðinu verður að sanna að sakir þeirra Hreiðars Más og Sigurðar hafi verið miklar, en refsiramminn er fullnýttur með sex ára fangelsi. Hljóti þeir slíkan dóm er það þyngsti dómur sem hefur verið kveðinn upp í efnahagsbrotamáli í réttarsögu Íslands.Fjártjónshættan þarf að hafa verið veruleg Undir rekstri málsins reyndi ákæruvaldið að sanna að fjártónshætta hefði skapast fyrir Kaupþing varðandi þann lið ákærunnar er snýr að umboðssvikum. Til að skilyrðið um sakfellingu fyrir umboðssvik sé uppfyllt þarf að að uppfylla þrjú skilyrði. Hinn ákærði þarf að hafa haft umboð sem skuldbindur annan aðila, hann þarf að hafa misnotað aðstöðu sína, þ.e. farið út fyrir umboð sitt og þá þarf fjártjónshættan að hafa verið veruleg eins og umboðssvikaákvæðið hefur verið túlkað í skrifum fræðimanna og í dómaframkvæmd. Í Þessu tilviki höfðu þeir Hreiðar Már og Sigurður umboð sem æðstu stjórnendur Kaupþings.Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann er hér í Héraðsdómi Reykjavíkur við fyrirtöku í málinu. 365/VilhelmÞað verður forvitnilegt að sjá hvernig Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar um skilyrðið um verulega fjártjónshættu í niðurstöðu sinni þar sem ákveðið uppgjör varð á milli sheiks Al-Thani og slitastjórnar bankans vegna viðskiptanna í febrúar á þessu ári. Þá hafa ákærðu í málinu alltaf haldið á lofti þeirri málsvörn að sheikinn hafi tekið persónulega áhættu með viðskiptunum og í undir rekstri málsins vísuðu þeir til fyrrnefnds uppgjörs máli sínu til stuðnings, sheikhinn mun hafa greitt helming söluverðs hlutabréfanna sem höfðu verið tryggðmeð persónulegri ábyrgð hans. Verjendur gagnrýndu við aðalmeðferð að Al-Thani sjálfur hefði ekki verið ákærður. Þá þótti orka tvímælis að sheikinn hefði ekki verið kvaddur í skýrslutöku fyrir dómi, en sérstakur saksóknari fékk skýrslutöku yfir honum hjá lögreglu í Lundúnum eftir að hafa fengið eiðsvarna yfirlýsingu frá honum á rannsóknarstigi málsins. Mikil gremja var á nær öllum stigum málsins ekki síst vegna aðferða sérstaks saksóknara við handtökur og gæsluvarðhald sakborninga, sem skýrar heimildir eru fyrir í lögum um meðferð sakamála. Gæsluvarðhald í hvítflibbabrotum er þó engan veginn nýmæli í íslenskri réttarsögu þar sem sakborningar í t.d Hafskipsmálinu á níunda áratug síðustu aldar máttu þola þungbæra gæsluvarðhaldsvist. Þá telja verjendur að umræða um málið hafi verið sakborningum mjög óvilhöll. Á síðasta degi aðalmeðferðarinnar hinn 14. nóvember sl. sagði Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, að búið væri að fella dóm í málinu, bæði hvað varðar almenningsálit og í fjölmiðlum. Það væri hins vegar mikilvægt að menn horfðu með sanngirni til þess hvernig staðan var haustið 2008, þegar bankakerfið riðaði til falls, og létu menn njóta vafans. Stjórnendur Kaupþings banka hefðu í reynd verið að treysta stoðir bankans í þeim ólgusjó sem gekk yfir. Enginn hafi borið um það að nokkur hafi reynt að hafa áhrif á gengi bankans. Karl sagði jafnframt að Magnús hefði aldrei verið í stöðu sem stjórnandi Kaupþings í Lúxemborg til að skuldbinda bankann.Gestur Jónsson t.v og Ragnar H. Hall boðuðu til blaðamannafundar til að greina frá ákvörðun sinni.Mynd/365Fáheyrður atburður í íslenskri réttarsögu Aðalmeðferð tafðist í málinu tafðist um hálft ár þegar sá fáheyrði atburður varð í íslenskri réttarsögu sl. vor að verjendur Ólafs og Sigurðar, þeir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu. Þeir greindu frá ákvörðun sinni í viðtali í Íslandi í dag. Ástæðan var m.a sú að þeir töldu að réttur skjólstæðinga þeirra til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins fyrir dómi hafi verið þverbrotinn. Ragnar Hall hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð um Al-Thani en hann virðist ekki treysta fjölmiðlum til að segja frá málinu, ef marka má grein sem hann skrifaði fyrr í haust. Ákvörðun verjendanna tveggja vakti undrun margra án þess að slík gagnrýni hafi verið sett fram í rituðu máli opinberlega. Sérstaklega í ljósi þess að þeir eru báðir virtir lögmenn með margra áratuga reynslu. Verjendur þeirra Magnúsar og Hreiðars Más ákváðu að starfa áfram að málinu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að óánægja hafi verið innan verjandateymisins með þessa ákvörðun þeirra Gests og Ragnars án þess að skapast hafi raunverulegur ágreiningur vegna hennar.Fordæmi um umboðssvik þar sem lánað var án ábyrgða og lánareglur brotnar Dómafordæmi liggja fyrir um umboðssvik frá Hæstarétti sem hafa að nokkru leyti eytt ákveðinni réttaróvissu sem var til staðar varðandi ábyrgðarlausar lánveitingar fjármálafyrirtækja þar sem lánareglur viðkomandi banka eða sparisjóðs voru brotnar. Þeirra þekktastur er dómur í svokölluðu Exeter-máli sem nefndur var framar en í því máli hlutu stjórnendur sparisjóðsins Byrs refsidóma fyrir lánveitingar án trygginga sem ollu sparisjóðnum fjártjóni. Þá liggur líka fyrir dómafordæmi um hlutdeild í því máli, en það var mál fyrrverandi forstjóra gamla MP banka. Nokkur önnur stór umboðssvikamál eru nú rekin fyrir dómstólum og bíða dóms. Ganga má út frá því sem vísu að verði sakfellt fyrir einhverja ákæruliði verði niðurstöðunni áfrýjað til Hæstaréttar sem á síðasta orðið. Ítarleg umfjöllun verður hér á Vísi að lokinni dómsuppkvaðningu í dag. Þá verður umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:30.Þorbjörn ÞórðarsonTwitter @thorbjornth Uppfært kl.15.00. Búið er að kveða upp dóm í málinu. D ó m s o r ð : Ákærði, Hreiðar Már Sigurðsson, sæti fangelsi í 5 ár og sex mánuði. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 7. til 17. maí 2010. Ákærði, Sigurður Einarsson, sæti fangelsi í 5 ár. Ákærði, Ólafur Ólafsson, sæti fangelsi í 3 ár og sex mánuði. Ákærði, Magnús Guðmundsson, sæti fangelsi í 3 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 7. til 14. maí 2010. Ákærði, Hreiðar Már, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Harðar Felix Harðarsonar hæstaréttarlögmanns, 33.495.950 krónur. Ákærði, Sigurður, greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Ólafs Eiríkssonar hæstaréttarlögmanns, 3.526.550 krónur og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 10.855.750 krónur. Að auki greiði ákærði útlagðan kostnað verjanda að fjárhæð 90.202 krónur. Ákærði, Ólafur, greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Þórólfs Jónssonar héraðsdómslögmanna, 14.708.600 krónur og Ragnars Halldórs Hall hæstaréttarlögmanns, 5.898.500 krónur. Ákærði, Magnús, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns, 20.255.700 krónur. Hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall greiði hvor um sig 1.000.000 króna sekt í ríkissjóð.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira