Reyna að komast heim fyrir jól Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. desember 2013 13:00 Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira