Audi ákveður framleiðslu Q1 Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 12:15 Svona gæti Audi Q1 jepplingurinn litið út. Smærri jepplingar er sá hluti bílamarkaðarins sem vex hvað hraðast og bílaframleiðendur keppast allir við að ná sem stærstri sneið hans. Audi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hefur nú ákveðið að bæta Q1 jepplingi við Q3 bílinn, en Q5 telst af stærri gerð jepplinga. Þessi nýi bíll verður þeirra minnstur, eins og nafnið gefur til kynna. Hann verður framleiddur í stærstu verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Þar eru einmitt framleiddir aðrir minni bílar Audi, svo sem A3 , A4 og A5. Með tilkomu þessa bíls er Q-fjölskylda Audi orðin stór og myndarleg, með Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 bílana og víst er að enn muni aukast við á næstu árum. Q-bílar Audi telja 28% af öllum seldum bílum fyrirtækisins og er búist við því að sú tala fari í 35% árið 2020. Langsöluhæstur þeirra nú er Q5 bíllinn og telur hann helminginn af sölu þeirra. Audi mun framleiða 230.000 Q5 í ár. Audi hefur framleitt ríflega 1,5 milljón Q-bíla síðan framleiðsla þeirra hófst árið 2006. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Smærri jepplingar er sá hluti bílamarkaðarins sem vex hvað hraðast og bílaframleiðendur keppast allir við að ná sem stærstri sneið hans. Audi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hefur nú ákveðið að bæta Q1 jepplingi við Q3 bílinn, en Q5 telst af stærri gerð jepplinga. Þessi nýi bíll verður þeirra minnstur, eins og nafnið gefur til kynna. Hann verður framleiddur í stærstu verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Þar eru einmitt framleiddir aðrir minni bílar Audi, svo sem A3 , A4 og A5. Með tilkomu þessa bíls er Q-fjölskylda Audi orðin stór og myndarleg, með Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 bílana og víst er að enn muni aukast við á næstu árum. Q-bílar Audi telja 28% af öllum seldum bílum fyrirtækisins og er búist við því að sú tala fari í 35% árið 2020. Langsöluhæstur þeirra nú er Q5 bíllinn og telur hann helminginn af sölu þeirra. Audi mun framleiða 230.000 Q5 í ár. Audi hefur framleitt ríflega 1,5 milljón Q-bíla síðan framleiðsla þeirra hófst árið 2006.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent