Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar