Valgeir Gauti gefur ráð 11. janúar 2013 06:00 Valgeir Gauti Árnason, vaxtarræktarmaður og þjálfari, verður með ráðgjöf í Sportlíf í Glæsibæ. Mynd/Vilhelm "Ég verð til taks og ráðlegg fólki um val á fæðubótarefnum eftir því hver markmiðin eru hjá hverjum og einum. Eins get ég gefið ráðleggingar varðandi mataræði og lyftingar og hvað ber að hafa í huga ef fólk vill breyta lífsstílnum,“ segir Valgeir Gauti Árnason, þjálfari og Íslandsmeistari í vaxtarrækt en hann verður með ráðgjöf í versluninni Sportlíf í Glæsibæ á föstudag og laugardag. Valgeir segir úrval fæðubótaefna geta virkað eins og frumskóg á þá sem ekki þekkja til og því sé gott að fá aðstoð til að byrja með. "Val á fæðubótarefnum fer eftir því hvert markmiðið er. Það eiga ekki sömu efni við þegar bæta á við vöðvamassa og þegar losna á við fitu eða komast í betra úthaldsform. Prótín er notað fyrir vöðvauppbyggingu, kreatín er fyrir vöðvauppbyggingu, úthald og styrk. Þeir sem vilja síðan losna við fitu ættu að taka inn CLA og ómega-fitusýrur. Það hljómar öfugsnúið að innbyrða fitu þegar fólk ætlar sér að losna við fitu, en líkaminn þarf fitu til að starfa eðlilega. Þetta misskilja margir. Ég ráðlegg fólki því eindregið að fá aðstoð til að byrja með við að finna út hvaða fæðubótaefni eiga við.“ Koma fæðubótarefni í staðinn fyrir holla fæðu? "Nei, fæðubótarefni eru hugsuð til að auðvelda manni að ná settu marki því það er meira en að segja það að ætla að fá allt í gegnum fæðuna,“ segir Valgeir. "Til dæmis eru um það bil 22 grömm af prótíni í einni kjúklingabringu en það er talað um að konur þurfi 20 - 25 grömm af prótíni í hverri máltíð dagsins til að byggja upp vöðva. Fæðubótarefnin koma þar inn og auðvelda viðkomandi að uppfylla prótínmagnið. Maður verður samt að passa að ofnota þetta ekki. Til dæmis er ekki gott að taka hreint prótín oftar en þrisvar sinnum á dag og alls ekki í staðinn fyrir máltíðir. Efnin eru hugsuð sem viðbót.“ Vaxtarrækt í 10 ár Valgeir Gauti hefur æft lyftingar síðustu tíu ár. Hann hefur tekið þátt í ófáum mótum bæði hér á landi og erlendis og varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt síðastliðið sumar. Fæðubótarefni eru fastur hluti af mataræði Valgeirs. "Ég nota sjálfur hreint prótín og tek fitusýrur, D-vítamín og steinefnablöndu. Ég tek einnig sterkt fjölvítamín en þeir sem æfa mikið þurfa miklu meira en ráðlagðan dagskammt af vítamínum. Mataræðið fer eftir því hvort ég er að fara að keppa eða ekki en það er þó alltaf sami grunnurinn. Hver máltíð inniheldur 40 grömm af prótíni hjá mér og ég nota alltaf fæðubótarefni fyrir og eftir æfingar. Ég æfi þrjá daga og hvíli í einn dag og æfi svo aftur þrjá. Ég keppti fyrst fyrir 7 árum en lyftingar og vaxtarrækt hafa verið mín aðaláhugamál síðustu ár,“ segir Valgeir Gauti. Í ár ætlar hann þó að breyta til og keppa í Sterkasti maður Íslands. "Ég stefni á að taka þátt í Sterkasti maður Íslands - 105 kg í sumar. Það er öðruvísi undirbúningur en ég er vanur. Nú er ég meira að æfa sprengikraft og úthald og æfingarnar eru öðruvísi upp settar. Ég stefni auðvitað á sigur, ég tek mér ekkert fyrir hendur nema taka það alla leið.“ Valgeir Gauti aðstoðar viðskiptavini í Sportlíf í Glæsibæ á morgun, föstudag, milli klukkan 15.30 og 18.30 og á laugardaginn milli klukkan 12 og 15. Þeir sem hafa áhuga á að fá þjálfun hjá Valgeiri Gauta geta haft samband við við hann á síðunni valgeirgauti.is. Heilsa Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
"Ég verð til taks og ráðlegg fólki um val á fæðubótarefnum eftir því hver markmiðin eru hjá hverjum og einum. Eins get ég gefið ráðleggingar varðandi mataræði og lyftingar og hvað ber að hafa í huga ef fólk vill breyta lífsstílnum,“ segir Valgeir Gauti Árnason, þjálfari og Íslandsmeistari í vaxtarrækt en hann verður með ráðgjöf í versluninni Sportlíf í Glæsibæ á föstudag og laugardag. Valgeir segir úrval fæðubótaefna geta virkað eins og frumskóg á þá sem ekki þekkja til og því sé gott að fá aðstoð til að byrja með. "Val á fæðubótarefnum fer eftir því hvert markmiðið er. Það eiga ekki sömu efni við þegar bæta á við vöðvamassa og þegar losna á við fitu eða komast í betra úthaldsform. Prótín er notað fyrir vöðvauppbyggingu, kreatín er fyrir vöðvauppbyggingu, úthald og styrk. Þeir sem vilja síðan losna við fitu ættu að taka inn CLA og ómega-fitusýrur. Það hljómar öfugsnúið að innbyrða fitu þegar fólk ætlar sér að losna við fitu, en líkaminn þarf fitu til að starfa eðlilega. Þetta misskilja margir. Ég ráðlegg fólki því eindregið að fá aðstoð til að byrja með við að finna út hvaða fæðubótaefni eiga við.“ Koma fæðubótarefni í staðinn fyrir holla fæðu? "Nei, fæðubótarefni eru hugsuð til að auðvelda manni að ná settu marki því það er meira en að segja það að ætla að fá allt í gegnum fæðuna,“ segir Valgeir. "Til dæmis eru um það bil 22 grömm af prótíni í einni kjúklingabringu en það er talað um að konur þurfi 20 - 25 grömm af prótíni í hverri máltíð dagsins til að byggja upp vöðva. Fæðubótarefnin koma þar inn og auðvelda viðkomandi að uppfylla prótínmagnið. Maður verður samt að passa að ofnota þetta ekki. Til dæmis er ekki gott að taka hreint prótín oftar en þrisvar sinnum á dag og alls ekki í staðinn fyrir máltíðir. Efnin eru hugsuð sem viðbót.“ Vaxtarrækt í 10 ár Valgeir Gauti hefur æft lyftingar síðustu tíu ár. Hann hefur tekið þátt í ófáum mótum bæði hér á landi og erlendis og varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt síðastliðið sumar. Fæðubótarefni eru fastur hluti af mataræði Valgeirs. "Ég nota sjálfur hreint prótín og tek fitusýrur, D-vítamín og steinefnablöndu. Ég tek einnig sterkt fjölvítamín en þeir sem æfa mikið þurfa miklu meira en ráðlagðan dagskammt af vítamínum. Mataræðið fer eftir því hvort ég er að fara að keppa eða ekki en það er þó alltaf sami grunnurinn. Hver máltíð inniheldur 40 grömm af prótíni hjá mér og ég nota alltaf fæðubótarefni fyrir og eftir æfingar. Ég æfi þrjá daga og hvíli í einn dag og æfi svo aftur þrjá. Ég keppti fyrst fyrir 7 árum en lyftingar og vaxtarrækt hafa verið mín aðaláhugamál síðustu ár,“ segir Valgeir Gauti. Í ár ætlar hann þó að breyta til og keppa í Sterkasti maður Íslands. "Ég stefni á að taka þátt í Sterkasti maður Íslands - 105 kg í sumar. Það er öðruvísi undirbúningur en ég er vanur. Nú er ég meira að æfa sprengikraft og úthald og æfingarnar eru öðruvísi upp settar. Ég stefni auðvitað á sigur, ég tek mér ekkert fyrir hendur nema taka það alla leið.“ Valgeir Gauti aðstoðar viðskiptavini í Sportlíf í Glæsibæ á morgun, föstudag, milli klukkan 15.30 og 18.30 og á laugardaginn milli klukkan 12 og 15. Þeir sem hafa áhuga á að fá þjálfun hjá Valgeiri Gauta geta haft samband við við hann á síðunni valgeirgauti.is.
Heilsa Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira