Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár 30. janúar 2013 06:00 "Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri sem hér sést ásamt syni sínum Elís við líkbílana þeirra tvo. Mynd/Stefán Orðsporið skiptir útfararþjónustu miklu eins og Rúnar Geirmundsson veit en hann rekur Útfararþjónustuna ehf. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út," segir Rúnar sem hefur þrjátíu ára reynslu af útfararþjónustu. „Fyrst og fremst þarf að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Við þurfum að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur verið mjög erfitt að bjóða fólki við þessar aðstæður þjónustu sem kostar peninga en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mjög mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni," segir hann.Virðingin í forgrunni Rúnar hefur unnið við útfararþjónustu frá því 1983, fyrst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og síðan í eigin fyrirtæki. Hann segist hafa lært það á löngum ferli að það skipti ekki höfuðmáli hvaða trú fólk aðhyllist eða hvort það aðhyllist trú yfirleitt, virðingin fyrir hinum látna sé alltaf í forgrunni. „Og það þurfum við alltaf að hafa í huga, án þess að taka afstöðu til trúmála. Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf." Hvað skal gera þegar andlát ber að garði? Það er mikilvægt að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst eftir að andlát ber að," segir Rúnar. „Í fyrsta lagi þarf að flytja hinn látna af dánarstað og í líkhús og síðan að byrja að undirbúa kistulagninguna. Útfararstjórinn heimsækir yfirleitt aðstandendur daginn eftir og þeir leggja þá fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarðarfarar. Í því felst í flestum tilfellum að velja prest og hafa samband við hann og síðan að tímasetja allar athafnir og grafartöku í tölvuforrit sem við notum og er beintengt við kirkjugarðana. Næsta skref er svo að ákveða hvað kemur í okkar hlut að sinna en við sjáum um allt er lýtur að undirbúningi og framkvæmd útfara. Til að mynda höldum við utan um öll samskipti við tónlistarfólk, blómabúðir, kirkjugarða og alla þá sem koma að útförinni."Íslenskar kistur úr íslenskum viði Val á kistum getur vafist fyrir aðstandendum enda úrvalið nokkuð. „Við eigum umhverfisvænar og fallegar hefðbundnar hvítar kistur sem eru algengastar en einnig töluvert úrval af viðarlitum kistum." Í fyrsta sinn á Íslandi hefur Útfararþjónustan nú látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson. „Hann hefur hannað sérstaka kistu og einnig duftker út frá hugmyndinni um íslenska kistu fyrir íslenskar aðstæður til brennslu og jarðsetningar," útskýrir Rúnar. Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. „Þessi kista er mjög falleg, úr grófum viði og ólökkuð eða máluð á náttúrulegan máta."Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár Rúnar stofnaði Útfararþjónustuna á vormánuðum árið 1990 og hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra, Sigurður og Elís, þar ásamt föður sínum. Nánari upplýsingar er að finna á utfarir.is eða í síma 567 9110 allan sólarhringinn, alla daga ársins.Útfararþjónustan hefur látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Orðsporið skiptir útfararþjónustu miklu eins og Rúnar Geirmundsson veit en hann rekur Útfararþjónustuna ehf. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út," segir Rúnar sem hefur þrjátíu ára reynslu af útfararþjónustu. „Fyrst og fremst þarf að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Við þurfum að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur verið mjög erfitt að bjóða fólki við þessar aðstæður þjónustu sem kostar peninga en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mjög mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni," segir hann.Virðingin í forgrunni Rúnar hefur unnið við útfararþjónustu frá því 1983, fyrst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og síðan í eigin fyrirtæki. Hann segist hafa lært það á löngum ferli að það skipti ekki höfuðmáli hvaða trú fólk aðhyllist eða hvort það aðhyllist trú yfirleitt, virðingin fyrir hinum látna sé alltaf í forgrunni. „Og það þurfum við alltaf að hafa í huga, án þess að taka afstöðu til trúmála. Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf." Hvað skal gera þegar andlát ber að garði? Það er mikilvægt að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst eftir að andlát ber að," segir Rúnar. „Í fyrsta lagi þarf að flytja hinn látna af dánarstað og í líkhús og síðan að byrja að undirbúa kistulagninguna. Útfararstjórinn heimsækir yfirleitt aðstandendur daginn eftir og þeir leggja þá fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarðarfarar. Í því felst í flestum tilfellum að velja prest og hafa samband við hann og síðan að tímasetja allar athafnir og grafartöku í tölvuforrit sem við notum og er beintengt við kirkjugarðana. Næsta skref er svo að ákveða hvað kemur í okkar hlut að sinna en við sjáum um allt er lýtur að undirbúningi og framkvæmd útfara. Til að mynda höldum við utan um öll samskipti við tónlistarfólk, blómabúðir, kirkjugarða og alla þá sem koma að útförinni."Íslenskar kistur úr íslenskum viði Val á kistum getur vafist fyrir aðstandendum enda úrvalið nokkuð. „Við eigum umhverfisvænar og fallegar hefðbundnar hvítar kistur sem eru algengastar en einnig töluvert úrval af viðarlitum kistum." Í fyrsta sinn á Íslandi hefur Útfararþjónustan nú látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson. „Hann hefur hannað sérstaka kistu og einnig duftker út frá hugmyndinni um íslenska kistu fyrir íslenskar aðstæður til brennslu og jarðsetningar," útskýrir Rúnar. Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. „Þessi kista er mjög falleg, úr grófum viði og ólökkuð eða máluð á náttúrulegan máta."Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár Rúnar stofnaði Útfararþjónustuna á vormánuðum árið 1990 og hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra, Sigurður og Elís, þar ásamt föður sínum. Nánari upplýsingar er að finna á utfarir.is eða í síma 567 9110 allan sólarhringinn, alla daga ársins.Útfararþjónustan hefur látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira