Óraunsæi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum Össur Skarphéðinsson skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Miðvikudagurinn 15. mars 2006 var örlagadagur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var íslenskum stjórnvöldum tilkynnt af Nicholas Burns, þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að stjórnvöld þar í landi hefðu ákveðið að bandaríski herinn hyrfi frá Íslandi. Þessi einhliða ákvörðun var áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði frá lýðveldisstofnun jafnan talið sig handhafa hins „sérstaka sambands“ við Bandaríkin, og útvalinn gæslumann þessa fjöreggs í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar. Ákvörðunin var jafnframt staðfesting á vítaverðu óraunsæi í utanríkisstefnu flokksins, sem hafði mislesið breytingar í öryggis- og heimsmálum og feilreiknað bæði samningsstöðu og öryggisþarfir Íslands. Í kjölfarið reyndist flokkurinn nánast algjörlega óviðbúinn því að þurfa að huga sjálfur að vörnum og öryggi Íslands, hvað þá að taka á þeim mörgu og flóknu viðfangsefnum sem fylgdu brottför hersins eftir nærri 60 ára viðveru hans hér á landi. Margboðuð brottför Bandaríkjastjórn hafði margboðað íslenskum stjórnvöldum brottför hersins og bent bæði á breyttar aðstæður í heimsmálum og skort á fjandmönnum kringum Ísland. Bandaríkjamenn, dauðþreyttir á sinnuleysi Íslendinga við að skilgreina og semja um öryggisþarfir landsins, létu loks til skarar skríða árið 2003. Þeir tilkynntu þá ákvörðun um brottför hersins eigi síðar en 2006. Í stað þess að beita bláköldu hagsmunamati og skilgreina og semja um varnir og öryggi sem hentuðu þörfum Íslendinga brugðust stjórnvöld við af örvæntingu – enda heimavinnan óunnin. Þau lögðust í vonlausa og þarflausa baráttu fyrir því að herinn yrði hér áfram, og sér í lagi var allt kapp lagt á að halda fjórum orrustuþotum með tilheyrandi liði. Öllu var tjaldað til að ríghalda í bandaríska herinn í stað þess að sníða samningsmarkmið að raunverulegum öryggisþörfum Íslands. Dómgreindarbrestur forystu Sjálfstæðisflokksins birtist í því að annars vegar var hótað leynt og ljóst að slíta tvíhliða varnarsamningnum meðan á hinn bóginn var tekin upp stöðugt meiri fylgispekt við utanríkisstefnu Bandaríkjanna til að tryggja áframhaldandi veru hersins. Langlægsti punkturinn var Írak. Þá bauð forysta Sjálfstæðisflokksins Ísland fram í hóp hinna „viljugu ríkja“ án lögbundins samráðs við þingið í von um skiptidíl þar sem íslensk stjórnvöld héldu hernum í staðinn fyrir íslenskan stuðning við hina margfordæmdu innrás þar sem hundruð þúsunda saklausra borgara létu að lokum lífið. Bandaríkjamenn voru hins vegar fastari á prinsippum en forysta Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfnuðu í verki að blanda svo subbulegum díl saman við tíu ára gamla stefnuákvörðun. Engum dylst að Sjálfstæðisflokkurinn ofmat samningsstöðu Íslands og vildi ekki skilja nýjar aðstæður í öryggis- og heimsmálum. Samningatækni hans var jafnframt með þeim hætti að Bandaríkjamenn segja enn opinmynntir af henni svartar sögur. Um leið glopraði hann úr höndum Íslendinga tækifæri til þess að semja að nýju við Bandaríkjastjórn innan ramma varnarsamningsins, meðan það stóð til boða. Slíkir samningar hefðu snúist um varnir og öryggi sem hentuðu viðfangsefnum í okkar heimshluta og svöruðu skilgreindum þörfum Íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist of bundinn í hugsunarhátt kalda stríðsins til þess að geta gætt hagsmuna Íslendinga á nýrri öld. Ísland átti engan vin Hrundagarnir í október 2008 eru á sinn hátt annað stóráfall fyrir trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í samskiptum við önnur ríki. Þar var á ferðinni sams konar þrásækni í það sem ekki stóð til boða af hálfu annarra ríkja, staðfastur vilji til þess að viðurkenna ekki staðreyndir og láta ráðleggingar samstarfsþjóða eins og vind um eyru þjóta. Seðlabankinn gerði út leiðangra allt árið til Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagreiðslubankans í Basel, Englandsbanka og bandaríska seðlabankans og fleiri seðlabanka til þess að fá lán í því augnamiði að efla gjaldeyrisvarasjóð landsins eða koma á gjaldeyriskiptasamningum. Alls staðar fékk hann sama svarið: Íslenska dæmið er of stórt til þess að nokkurt eitt ríki taki að sér að halda Íslandi á floti, auk þess sem stafað var ofan í hann að seðlabankar heimsins hefðu sammælst um að hjálparaðgerðir gagnvart einstökum löndum ættu sér stað á vettvangi samstarfs innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfstæðisflokkurinn brást við með því að taka 180 gráðu pólitíska beygju í utanríkismálum á einni nóttu. Trúnaðarmaður flokksins var gerður út á vit fornra fjanda Sjálfstæðismanna úr kalda stríðinu til að slá risastór lán. Nú voru það Rússar sem voru hinir nýju vinir Sjálfstæðisflokksins. En dómgreindarglöpin voru slík að hið margfræga Rússalán sem kynnt var árla dags í fréttatilkynningu af seðlabankastjóra flokksins eftir svefnlitla nótt reyndist draumsýn ein. Hið eina sem flokkurinn uppskar eftir þetta ævintýri voru kaldhæðnislegar athugasemdir gamalgróinna vinaþjóða um stefnuleysi Íslands. Jafnvel eftir hrunið tók það heilan mánuð að fá forystu Sjálfstæðisflokksins til að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslenska bankakerfisins. Umræða í þáskildagatíð gerir vitaskuld litla stoð, en þó er ætlandi að Bretar hefðu ekki vogað sér að beita hryðjuverkaákvæðum laga sinna gegn Íslendingum, þegar við lágum flatir, ef við hefðum byrjað samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á miðju ári 2008 eins og Seðlabankanum var ráðlagt. Annað hefði mögulega einnig getað farið skaplegar fram. Þarna glataði Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að gæta hagsmuna Íslendinga meðan það stóð til boða – með þrásækni í það sem ekki stóð til boða. Hann olli Íslandi skaða með reikulli og óraunsærri utanríkisstefnu á örlagatímum. Enn þrásækni og óraunsæi? Það er vert að hugleiða þessi tvö dæmi þegar afstaða Sjálfstæðisflokksins til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu er metin. Staðfesta hans varðandi Evrópusamstarfið hefur í sögulegu ljósi ekki verið meiri en svo, að hann er fylgjandi því í stjórn en á móti í stjórnarandstöðu. Svo virðist sem hann sé í stjórnarandstöðu að herðast í þeirri afstöðu að loka á fulla aðild og þátttöku í helsta samráðsvettvangi Evrópuríkja. Í stað þess að auka á svigrúm og möguleika Íslendinga til þess að velja sér leið út úr vandamálum samtímans, virðist hann stefna einbeittur að því að loka landið af með gjaldeyrishöftum til langframa. Einkennist ekki framganga hans af þrásækni eftir að ónýta málið og velja það sem ekki er í boði? Væri ekki nær að vinna að sem bestum samningi við ESB og láta síðan blákalt hagsmunamat ráða um ráðleggingar til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætti að hugleiða vel hvernig flokkurinn brást hagsmunum Íslendinga í samskiptum við Bandaríkin 2003 og síðar aftur við seðlabanka heimsins í aðdraganda hrunsins 2008. Ætlar hann að bregðast hagsmunum Íslands aftur árið 2013? Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við því að halda áfram að glata trausti í samskiptum á sviði utanríkismála. Hann verður að horfa á stöðuna raunsæjum augum og beita bláköldu mati á hagsmuni Íslands. Skylda hans er við Ísland en ekki skammtíma hagsmuni valdamikilla en deyjandi blokka innan flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Miðvikudagurinn 15. mars 2006 var örlagadagur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var íslenskum stjórnvöldum tilkynnt af Nicholas Burns, þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að stjórnvöld þar í landi hefðu ákveðið að bandaríski herinn hyrfi frá Íslandi. Þessi einhliða ákvörðun var áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði frá lýðveldisstofnun jafnan talið sig handhafa hins „sérstaka sambands“ við Bandaríkin, og útvalinn gæslumann þessa fjöreggs í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar. Ákvörðunin var jafnframt staðfesting á vítaverðu óraunsæi í utanríkisstefnu flokksins, sem hafði mislesið breytingar í öryggis- og heimsmálum og feilreiknað bæði samningsstöðu og öryggisþarfir Íslands. Í kjölfarið reyndist flokkurinn nánast algjörlega óviðbúinn því að þurfa að huga sjálfur að vörnum og öryggi Íslands, hvað þá að taka á þeim mörgu og flóknu viðfangsefnum sem fylgdu brottför hersins eftir nærri 60 ára viðveru hans hér á landi. Margboðuð brottför Bandaríkjastjórn hafði margboðað íslenskum stjórnvöldum brottför hersins og bent bæði á breyttar aðstæður í heimsmálum og skort á fjandmönnum kringum Ísland. Bandaríkjamenn, dauðþreyttir á sinnuleysi Íslendinga við að skilgreina og semja um öryggisþarfir landsins, létu loks til skarar skríða árið 2003. Þeir tilkynntu þá ákvörðun um brottför hersins eigi síðar en 2006. Í stað þess að beita bláköldu hagsmunamati og skilgreina og semja um varnir og öryggi sem hentuðu þörfum Íslendinga brugðust stjórnvöld við af örvæntingu – enda heimavinnan óunnin. Þau lögðust í vonlausa og þarflausa baráttu fyrir því að herinn yrði hér áfram, og sér í lagi var allt kapp lagt á að halda fjórum orrustuþotum með tilheyrandi liði. Öllu var tjaldað til að ríghalda í bandaríska herinn í stað þess að sníða samningsmarkmið að raunverulegum öryggisþörfum Íslands. Dómgreindarbrestur forystu Sjálfstæðisflokksins birtist í því að annars vegar var hótað leynt og ljóst að slíta tvíhliða varnarsamningnum meðan á hinn bóginn var tekin upp stöðugt meiri fylgispekt við utanríkisstefnu Bandaríkjanna til að tryggja áframhaldandi veru hersins. Langlægsti punkturinn var Írak. Þá bauð forysta Sjálfstæðisflokksins Ísland fram í hóp hinna „viljugu ríkja“ án lögbundins samráðs við þingið í von um skiptidíl þar sem íslensk stjórnvöld héldu hernum í staðinn fyrir íslenskan stuðning við hina margfordæmdu innrás þar sem hundruð þúsunda saklausra borgara létu að lokum lífið. Bandaríkjamenn voru hins vegar fastari á prinsippum en forysta Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfnuðu í verki að blanda svo subbulegum díl saman við tíu ára gamla stefnuákvörðun. Engum dylst að Sjálfstæðisflokkurinn ofmat samningsstöðu Íslands og vildi ekki skilja nýjar aðstæður í öryggis- og heimsmálum. Samningatækni hans var jafnframt með þeim hætti að Bandaríkjamenn segja enn opinmynntir af henni svartar sögur. Um leið glopraði hann úr höndum Íslendinga tækifæri til þess að semja að nýju við Bandaríkjastjórn innan ramma varnarsamningsins, meðan það stóð til boða. Slíkir samningar hefðu snúist um varnir og öryggi sem hentuðu viðfangsefnum í okkar heimshluta og svöruðu skilgreindum þörfum Íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist of bundinn í hugsunarhátt kalda stríðsins til þess að geta gætt hagsmuna Íslendinga á nýrri öld. Ísland átti engan vin Hrundagarnir í október 2008 eru á sinn hátt annað stóráfall fyrir trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í samskiptum við önnur ríki. Þar var á ferðinni sams konar þrásækni í það sem ekki stóð til boða af hálfu annarra ríkja, staðfastur vilji til þess að viðurkenna ekki staðreyndir og láta ráðleggingar samstarfsþjóða eins og vind um eyru þjóta. Seðlabankinn gerði út leiðangra allt árið til Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagreiðslubankans í Basel, Englandsbanka og bandaríska seðlabankans og fleiri seðlabanka til þess að fá lán í því augnamiði að efla gjaldeyrisvarasjóð landsins eða koma á gjaldeyriskiptasamningum. Alls staðar fékk hann sama svarið: Íslenska dæmið er of stórt til þess að nokkurt eitt ríki taki að sér að halda Íslandi á floti, auk þess sem stafað var ofan í hann að seðlabankar heimsins hefðu sammælst um að hjálparaðgerðir gagnvart einstökum löndum ættu sér stað á vettvangi samstarfs innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfstæðisflokkurinn brást við með því að taka 180 gráðu pólitíska beygju í utanríkismálum á einni nóttu. Trúnaðarmaður flokksins var gerður út á vit fornra fjanda Sjálfstæðismanna úr kalda stríðinu til að slá risastór lán. Nú voru það Rússar sem voru hinir nýju vinir Sjálfstæðisflokksins. En dómgreindarglöpin voru slík að hið margfræga Rússalán sem kynnt var árla dags í fréttatilkynningu af seðlabankastjóra flokksins eftir svefnlitla nótt reyndist draumsýn ein. Hið eina sem flokkurinn uppskar eftir þetta ævintýri voru kaldhæðnislegar athugasemdir gamalgróinna vinaþjóða um stefnuleysi Íslands. Jafnvel eftir hrunið tók það heilan mánuð að fá forystu Sjálfstæðisflokksins til að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslenska bankakerfisins. Umræða í þáskildagatíð gerir vitaskuld litla stoð, en þó er ætlandi að Bretar hefðu ekki vogað sér að beita hryðjuverkaákvæðum laga sinna gegn Íslendingum, þegar við lágum flatir, ef við hefðum byrjað samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á miðju ári 2008 eins og Seðlabankanum var ráðlagt. Annað hefði mögulega einnig getað farið skaplegar fram. Þarna glataði Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að gæta hagsmuna Íslendinga meðan það stóð til boða – með þrásækni í það sem ekki stóð til boða. Hann olli Íslandi skaða með reikulli og óraunsærri utanríkisstefnu á örlagatímum. Enn þrásækni og óraunsæi? Það er vert að hugleiða þessi tvö dæmi þegar afstaða Sjálfstæðisflokksins til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu er metin. Staðfesta hans varðandi Evrópusamstarfið hefur í sögulegu ljósi ekki verið meiri en svo, að hann er fylgjandi því í stjórn en á móti í stjórnarandstöðu. Svo virðist sem hann sé í stjórnarandstöðu að herðast í þeirri afstöðu að loka á fulla aðild og þátttöku í helsta samráðsvettvangi Evrópuríkja. Í stað þess að auka á svigrúm og möguleika Íslendinga til þess að velja sér leið út úr vandamálum samtímans, virðist hann stefna einbeittur að því að loka landið af með gjaldeyrishöftum til langframa. Einkennist ekki framganga hans af þrásækni eftir að ónýta málið og velja það sem ekki er í boði? Væri ekki nær að vinna að sem bestum samningi við ESB og láta síðan blákalt hagsmunamat ráða um ráðleggingar til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætti að hugleiða vel hvernig flokkurinn brást hagsmunum Íslendinga í samskiptum við Bandaríkin 2003 og síðar aftur við seðlabanka heimsins í aðdraganda hrunsins 2008. Ætlar hann að bregðast hagsmunum Íslands aftur árið 2013? Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við því að halda áfram að glata trausti í samskiptum á sviði utanríkismála. Hann verður að horfa á stöðuna raunsæjum augum og beita bláköldu mati á hagsmuni Íslands. Skylda hans er við Ísland en ekki skammtíma hagsmuni valdamikilla en deyjandi blokka innan flokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun