Skattafleipur Smári McCarthy skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun