Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki…
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar