Munkamjöður á saumastofunni 28. júní 2013 14:30 Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson á kokkteilabarnum á Loftinu. Þar ræður gamaldags hvunndagsrómantík ríkjum og tvinnakefli, snið og fleiri áhöld úr annríki liðinna tíma úr saumastofu Egils Jacobsen gleðja augað. myndir/anton Á Loftinu var sótt í skraddaraandann úr saumastofu Egils Jacobsen og stemningin því ofin gamaldags sjarma. Að stíga hér inn er eins og að hverfa aftur til ársins 1930,“ útskýrir Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson um heillandi innviði og andrúmsloft Loftsins sem innanhússhönnuðurinn Hálfdán Pedersen skapaði. Loftið er á loftinu í hinu gullfallega húsi Egils Jacobsen við Austurstræti. „Hér fer vel um gesti í hlýlegum huggulegheitum. Loftið fellur gestum eldri en 27 ára vel í geð og svona stað hefur vantað í næturlífssenu Reykjavíkur. Það er svo oft sem fólk langar að tylla sér inn yfir drykk og spjalli en hrökklast út vegna hávaða og skarkala,“ segir Aðalsteinn. Dyrnar á Loftinu eru opnaðar klukkan 16 alla daga og þá hefst Happy Hour sem stendur fram til 19. Um helgar er Loftið opið til fjögur að morgni en vertinn lokar dyrunum klukkan þrjú til að skapa heimilislega partístemningu. „Aðalsmerki Loftsins eru svalandi kokteilar og vín á framúrskarandi verði. Á Happy Hour kostar lítill bjór 500 krónur, léttvínsglas 500 og sérvaldir kokkteilar þúsund krónur. Við leggjum mikla áherslu á fína kokteila úr góðu áfengi og notum bittera mikið,“ segir Aðalsteinn. Meðal guðaveiga á kokteilbar Loftsins er belgíski mjöðurinn Leffe Blonde sem var upphaflega bruggaður árið 1240 af munkum klaustursins Abbaye de Notre Dame de Leffe í héraðinu Namur. „Aðeins besta hráefni ratar í Leffe til að búa til þennan bragðmikla og gyllta bjór sem hefur kryddaðan ilm og frábært jafnvægi á milli sætu og alkóhóls,“ segir Aðalsteinn um Leffe. Þess má geta að frá og með næstu mánaðamótum verður boðið upp á gómsæta, flamberaða eftirrétti á Loftinu, frá klukkan 16 til 21. Loftið Lounge er á 2. hæð í Austurstræti 9. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á Loftinu var sótt í skraddaraandann úr saumastofu Egils Jacobsen og stemningin því ofin gamaldags sjarma. Að stíga hér inn er eins og að hverfa aftur til ársins 1930,“ útskýrir Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson um heillandi innviði og andrúmsloft Loftsins sem innanhússhönnuðurinn Hálfdán Pedersen skapaði. Loftið er á loftinu í hinu gullfallega húsi Egils Jacobsen við Austurstræti. „Hér fer vel um gesti í hlýlegum huggulegheitum. Loftið fellur gestum eldri en 27 ára vel í geð og svona stað hefur vantað í næturlífssenu Reykjavíkur. Það er svo oft sem fólk langar að tylla sér inn yfir drykk og spjalli en hrökklast út vegna hávaða og skarkala,“ segir Aðalsteinn. Dyrnar á Loftinu eru opnaðar klukkan 16 alla daga og þá hefst Happy Hour sem stendur fram til 19. Um helgar er Loftið opið til fjögur að morgni en vertinn lokar dyrunum klukkan þrjú til að skapa heimilislega partístemningu. „Aðalsmerki Loftsins eru svalandi kokteilar og vín á framúrskarandi verði. Á Happy Hour kostar lítill bjór 500 krónur, léttvínsglas 500 og sérvaldir kokkteilar þúsund krónur. Við leggjum mikla áherslu á fína kokteila úr góðu áfengi og notum bittera mikið,“ segir Aðalsteinn. Meðal guðaveiga á kokteilbar Loftsins er belgíski mjöðurinn Leffe Blonde sem var upphaflega bruggaður árið 1240 af munkum klaustursins Abbaye de Notre Dame de Leffe í héraðinu Namur. „Aðeins besta hráefni ratar í Leffe til að búa til þennan bragðmikla og gyllta bjór sem hefur kryddaðan ilm og frábært jafnvægi á milli sætu og alkóhóls,“ segir Aðalsteinn um Leffe. Þess má geta að frá og með næstu mánaðamótum verður boðið upp á gómsæta, flamberaða eftirrétti á Loftinu, frá klukkan 16 til 21. Loftið Lounge er á 2. hæð í Austurstræti 9.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira