Meira um brotthvarf Hrönn Baldursdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar