Snowden á Alþingi Elín Hirst skrifar 11. júlí 2013 06:00 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun