Stærsta auglýsingafyrirtæki í heimi Lovísa Eiríksdóttir skrifar 29. júlí 2013 15:00 Maurice Levy, stjórnarformaður Publicis Group og John Wren, stjórnarformaður Omicom takast í hendur eftir að samrunninn varð að veruleika. Mynd/afp Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira