Efnilegur fiðluleikari Jónas Sen skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Hulda Jónsdóttir Tónleikar: Hulda Jónsdóttir fiðluleikari lék verk eftir Bach, Paganini, Bartók, Ysaÿe og Viktor Orra Árnason. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 30. júlí. Hljómurinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hentar fiðlu ekkert sérstaklega vel. Endurómunin er mjög lítil, sem gerir rödd fiðlunnar fremur þurra. Þetta háði Huldu Jónsdóttur fiðluleikara nokkuð á tónleikum í safninu á þriðjudagskvöldið. Hulda lauk nýverið B.Mus.-gráðu úr Juilliard tónlistarháskólanum, og hyggst hefja frekrar nám þar í haust. Maður heyrði strax á fyrstu tónunum að hún er efnileg. Ciaccona úr 2. einleikspartítunni eftir Bach var stílhrein og nákvæm. Hulda lék af alúð og vandvirkni, en ég saknaði ástríðunnar í tónlistinni. Bach var vissulega ekki rómantískt tónskáld. Engu að síður eru sterkar tilfinningar í tónmáli hans, sem skiluðu sér ekki almennilega. Skorturinn á endurómun salarins gerði verkið enn litlausara. Svipaða sögu er að segja um níundu kaprísu Paganinis. Hún á að vera létt og leikandi, en var þvert á móti ósköp þunglamaleg, of hæg og ekki nógu taktföst. Ellefta kaprísan var mun skemmtilegri; það er ekki auðvelt að spila hana en Hulda flutti hana með sannfærandi tilþrifum. Eitt íslenskt verk var frumflutt á tónleikunum, Vögguvísa eftir Viktor Orra Árnason. Hún kom vel út; tónlistin byggðist á einfaldri línu sem var skemmtilega skyggð með ómstríðum hljómagangi. Útkoman var athyglisverð og heillandi. Fyrsti kaflinn úr einleikssónötunni eftir Bartók hitti hins vegar ekki í mark. Hann var beinlínis leiðinlegur – það vantaði andstæðurnar og snerpuna í túlkunina. Sónata op. 27 nr. 4 eftir Ysaÿe var talsvert betri. Krafturinn var reyndar ekki mikill, þó óneitanlega hafi túlkunin verið lærð og skynsamlega sett fram. Maður vill bara meira í þessari tónlist; hún er svo mögnuð, lifandi og ævintýrakennd þegar hún er virkilega glæsilega spiluð. Hulda er vissulega efnilegur fiðluleikari. Eins og áður sagði lék hún margt af vandvirkni og hún hefur fallegan tón. Það er samt ekki nóg. Hún á enn langt í land ef hún ætlar sér að ná viðunandi árangri á einleikarabrautinni. Skáldskapurinn í túlkuninni verður að vera grípandi. Fiðluleikaranum verður liggja eitthvað á hjarta með tónlistinni. Það var ekki alltaf að heyra á þessum tónleikum.Niðurstaða: Efnilegur fiðluleikari en tónlistin komst ekki alltaf á flug. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar: Hulda Jónsdóttir fiðluleikari lék verk eftir Bach, Paganini, Bartók, Ysaÿe og Viktor Orra Árnason. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 30. júlí. Hljómurinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hentar fiðlu ekkert sérstaklega vel. Endurómunin er mjög lítil, sem gerir rödd fiðlunnar fremur þurra. Þetta háði Huldu Jónsdóttur fiðluleikara nokkuð á tónleikum í safninu á þriðjudagskvöldið. Hulda lauk nýverið B.Mus.-gráðu úr Juilliard tónlistarháskólanum, og hyggst hefja frekrar nám þar í haust. Maður heyrði strax á fyrstu tónunum að hún er efnileg. Ciaccona úr 2. einleikspartítunni eftir Bach var stílhrein og nákvæm. Hulda lék af alúð og vandvirkni, en ég saknaði ástríðunnar í tónlistinni. Bach var vissulega ekki rómantískt tónskáld. Engu að síður eru sterkar tilfinningar í tónmáli hans, sem skiluðu sér ekki almennilega. Skorturinn á endurómun salarins gerði verkið enn litlausara. Svipaða sögu er að segja um níundu kaprísu Paganinis. Hún á að vera létt og leikandi, en var þvert á móti ósköp þunglamaleg, of hæg og ekki nógu taktföst. Ellefta kaprísan var mun skemmtilegri; það er ekki auðvelt að spila hana en Hulda flutti hana með sannfærandi tilþrifum. Eitt íslenskt verk var frumflutt á tónleikunum, Vögguvísa eftir Viktor Orra Árnason. Hún kom vel út; tónlistin byggðist á einfaldri línu sem var skemmtilega skyggð með ómstríðum hljómagangi. Útkoman var athyglisverð og heillandi. Fyrsti kaflinn úr einleikssónötunni eftir Bartók hitti hins vegar ekki í mark. Hann var beinlínis leiðinlegur – það vantaði andstæðurnar og snerpuna í túlkunina. Sónata op. 27 nr. 4 eftir Ysaÿe var talsvert betri. Krafturinn var reyndar ekki mikill, þó óneitanlega hafi túlkunin verið lærð og skynsamlega sett fram. Maður vill bara meira í þessari tónlist; hún er svo mögnuð, lifandi og ævintýrakennd þegar hún er virkilega glæsilega spiluð. Hulda er vissulega efnilegur fiðluleikari. Eins og áður sagði lék hún margt af vandvirkni og hún hefur fallegan tón. Það er samt ekki nóg. Hún á enn langt í land ef hún ætlar sér að ná viðunandi árangri á einleikarabrautinni. Skáldskapurinn í túlkuninni verður að vera grípandi. Fiðluleikaranum verður liggja eitthvað á hjarta með tónlistinni. Það var ekki alltaf að heyra á þessum tónleikum.Niðurstaða: Efnilegur fiðluleikari en tónlistin komst ekki alltaf á flug.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira