Þríþrautarnámskeið haldið fyrir börn og unglinga í Kópavogi Starri Freyr Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 10:00 Hjólreiðar eru hluti af þríþraut. Mynd/viðar þorsteinsson Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“ Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira