Náttúruverndarfrumvarpið og ríkisfjármálin Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. október 2013 06:00 Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar