Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun