Fataskápurinn - Guðlaug Elísa Marín Manda skrifar 18. október 2013 11:30 Guðlaug Elísa Einarsdóttir Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Suzie Q, hefur verið viðloðandi fatabransann í allnokkur ár og á spennandi fataskáp fullan af fallegum fötum.Kápan "Ef það er eitthvað sem ég á mikið af þá eru það yfirhafnir. Ég hef alltaf átt erfitt með að hemja mig þegar ég sé fallegan jakka eða fallega kápu. Þessi kápa stendur upp úr öllum þeim kaupum. Hún er frá breska merkinu Arrogant Cat. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér því mér líður alltaf eins og alheimstöffara í henni."Kögurkjóllinn Vanalega þegar ég kaupi mér flíkur spái ég mikið í notagildið. Þessi kjóll hefur mikið notagildi og svo elska ég kögur. Sniðið hentar mér mjög vel og ég get bæði notað hann við háa hæla og blazer þegar ég fer fínt og líka við groddaralega skó og þykka kósí peysu. Kjólinn er úr Suzie Q. Peysujakkinn er nýjasta viðbótin í skápinn en hann keypti ég í H&M í París nýlega. Ég á það til að ganga mikið í svörtum flíkum og því fannst mér þessi tilvalinn til að poppa þær örlítið upp. Svo verður bara skemmtilegt að klæðast þessum lit í haust bæði við gallabuxur og yfir kjóla. Hálsfestarnar eru úr Suzie Q.Biker-jakkinn Ég á mjög mikið af svokölluðum biker-jökkum og mig var lengi búið að langa í einhvern sem væri einfaldur en samt óhefðbundinn. Þennan keypti ég inn fyrir Suzie Q og fékk mér hann strax. Ég fer varla úr honum því hann er mjög þægilegur, enda teygja í honum. Ég nota hann mikið yfir þykkar kósí peysur. Þrykkt munstrið gerir hann mjög töffaralegan og öðruvísi. Peysuna fékk ég í Vila og hef notað hana mikið. Skyrtukjóllinn er úr E-Label og er mjög víður og þægilegur. Hálsfestin er úr Suzie Q.VestiðVestið Kjóllinn var gjöf frá manninum mínum og er frá danska merkinu Won Hundred. Þetta er hinn fullkomni svarti hanastélskjóll að mínu mati. Efnið er með teygju og sniðið á honum dregur fram það besta. Síddin er rétt fyrir neðan hné sem hentar mér mjög vel ef ég vil vera berleggja í honum. Ullarvestið er líklega sú flík sem ég hef notað hvað mest og er frá So-M-I. Vestið nota ég yfir kjóla, leðurjakka, gallajakka og kápur og hentar við nánast öll tilefni og ekki sakar hversu hlýtt það er. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Suzie Q, hefur verið viðloðandi fatabransann í allnokkur ár og á spennandi fataskáp fullan af fallegum fötum.Kápan "Ef það er eitthvað sem ég á mikið af þá eru það yfirhafnir. Ég hef alltaf átt erfitt með að hemja mig þegar ég sé fallegan jakka eða fallega kápu. Þessi kápa stendur upp úr öllum þeim kaupum. Hún er frá breska merkinu Arrogant Cat. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér því mér líður alltaf eins og alheimstöffara í henni."Kögurkjóllinn Vanalega þegar ég kaupi mér flíkur spái ég mikið í notagildið. Þessi kjóll hefur mikið notagildi og svo elska ég kögur. Sniðið hentar mér mjög vel og ég get bæði notað hann við háa hæla og blazer þegar ég fer fínt og líka við groddaralega skó og þykka kósí peysu. Kjólinn er úr Suzie Q. Peysujakkinn er nýjasta viðbótin í skápinn en hann keypti ég í H&M í París nýlega. Ég á það til að ganga mikið í svörtum flíkum og því fannst mér þessi tilvalinn til að poppa þær örlítið upp. Svo verður bara skemmtilegt að klæðast þessum lit í haust bæði við gallabuxur og yfir kjóla. Hálsfestarnar eru úr Suzie Q.Biker-jakkinn Ég á mjög mikið af svokölluðum biker-jökkum og mig var lengi búið að langa í einhvern sem væri einfaldur en samt óhefðbundinn. Þennan keypti ég inn fyrir Suzie Q og fékk mér hann strax. Ég fer varla úr honum því hann er mjög þægilegur, enda teygja í honum. Ég nota hann mikið yfir þykkar kósí peysur. Þrykkt munstrið gerir hann mjög töffaralegan og öðruvísi. Peysuna fékk ég í Vila og hef notað hana mikið. Skyrtukjóllinn er úr E-Label og er mjög víður og þægilegur. Hálsfestin er úr Suzie Q.VestiðVestið Kjóllinn var gjöf frá manninum mínum og er frá danska merkinu Won Hundred. Þetta er hinn fullkomni svarti hanastélskjóll að mínu mati. Efnið er með teygju og sniðið á honum dregur fram það besta. Síddin er rétt fyrir neðan hné sem hentar mér mjög vel ef ég vil vera berleggja í honum. Ullarvestið er líklega sú flík sem ég hef notað hvað mest og er frá So-M-I. Vestið nota ég yfir kjóla, leðurjakka, gallajakka og kápur og hentar við nánast öll tilefni og ekki sakar hversu hlýtt það er.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira