Náðu í markadrottninguna til að bjarga 2. flokki félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2013 00:01 Efnilegar. Leikmenn úr 17 ára landsliði Íslands sem komst í undanúrslit á Evrópumótinu sumarið 2011. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir Er eðlilegt að stelpa á fjórtánda ári spili 34 leiki með tveimur flokkum yfir sumarið? En að lykilmaður í meistaraflokksliði spili sömuleiðis 16 leiki með 2. flokki félagsins um sumarið? Hvað með að aðalframherji meistaraflokks sé látinn spila leiki með 2. flokki þegar á þarf að halda? Skiptir máli að strax daginn eftir sé leikur með meistaraflokki? Ýmsar aðstæður geta komið upp en ljóst er að heilsa og framtíðarhagur efnilegustu knattspyrnukvenna landsins er ekki hafður að leiðarljósi í fyrrnefndum dæmum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Elín Metta Jensen, Fjolla Shala, Guðrún Arnardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sandra María Jessen og fleiri mætti nefna. Stelpurnar tilheyra gullkynslóð úr árgöngum 1994 og 1995 sem hafa gert frábæra hluti á erlendri grundu með yngri landsliðum þjóðarinnar. Allar eru þær lykilmenn í liðum sínum í efstu deild kvenna þrátt fyrir að vera enn á táningsaldri. Þær eiga það einnig allar sameiginlegt að hafa lent í erfiðum meiðslum sem að miklu leyti má rekja til alltof mikils álags. Hér má að neðan sjá nokkur dæmi um efnilegar fótboltastelpur sem segja má að líði fyrir það hve góðar þær eru. Þær líða kannski ekki fyrir það í dag. En þegar ekki verður vart við framfarir og krossbönd slitna undan álagi ætti enginn að koma af fjöllum. Samantektin miðast við fjölda leikja sumarið 2013 þar sem leikmennirnir tóku þátt. Vissulega spiluðu allar stelpurnar ekki allar mínúturnar í öllum leikjum. Sem betur fer. Hverjum leik fylgir þó álag og stundum langt ferðalag. Tími sem leikmenn ættu allajafna að nota í hvíld til að safna orku fyrir næstu átök.Úr bikarúrslitaleik Breiðabliks og Þórs/KA í sumar.Mynd/DaníelFjórtán ára lykilmaður í tveimur flokkum Stórefnileg fjórtán ára stúlka spilar með Breiðabliki. Þrátt fyrir að vera gjaldgeng í 4. flokk æfir hún eingöngu með 2. og 3. flokki félagsins. Í sumar spilaði hún líka nánast alla leiki beggja flokka. „Þótt það sé skráður á hana leikur þá spilaði hún stundum hálfleik í einum leik og annan hálfleik í þeim næsta,“ segir Theódór Sveinjónsson, annar af þjálfurum 2. og 3. flokks kvenna. Ekkert félag á Íslandi getur keppt við Breiðablik þegar kemur að iðkendafjölda. Þó virðist vanta upp í vissa árganga hjá Blikum og á það við um 2. flokk félagsins. „Okkur reyndist erfitt að manna leikina og þurftum að leita til stelpna úr 3. flokki,“ segir Theódór. Hann segir pressu koma frá hinum og þessum stöðum um að leikmaður fái að spila sem flesta leiki. Aðspurður hvort það sé ekki aðallega frá foreldrum á Theódór erfitt með að neita því. Samstarf við foreldra hafi verið gott en þeir reyni oft og tíðum að hafa áhrif á ákvarðanir þjálfara. „Við megum ekki halda leikmönnum niðri og þurfum að finna verkefni við hæfi,“ segir Theódór. Leikmaðurinn hafi sloppið við meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið álag. „Við þjálfararnir þurfum að ráða þessu og bera hag leikmannsins fyrir brjósti.Úr leik hjá KR og ÍA í sumar.MyndStefánStelpurnar urðu snarvitlausar Kvennalið ÍA tryggði sér sæti í efstu deild eftir nokkra fjarveru í sumar. Meistaraflokkur félagins var að mestu leyti skipaður uppöldum stelpum sem margar hverjar eru enn gjaldgengar í 2. flokk félagsins. Ein þeirra, á sautjánda ári, var í algjöru lykilhlutverki á hvorum tveggja vígstöðvunum. Í júlí spilaði hún einu sinni fjóra leiki á sex dögum. Í ágúst spilaði hún leiki tvo daga í röð. Í september voru leikirnir eitt sinn þrír á fimm dögum. Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari meistaraflokks og 2. flokks Skagamanna. „Þetta var rosalegt vandamál hjá bæði meistaraflokki og 2. flokki í sumar,“ segir Magnea og bendir á að fjórir til fimm leikmenn hafi spilað alltof marga leiki í sumar. Lagt hafi verið upp með að hafa mun minna álag á leikmenn en það einfaldlega ekki gengið eftir. „Þetta var skelfilegt og ég er búin að setja svart strik yfir að þetta verði svona aftur á næsta ári.“ Magnea segir fámenni í flokkum eina ástæðu fyrir því hvernig fór. Auk þess hafi verið erfitt að koma leikmönnum í skilning um að best væri að þær spiluðu ekki. „Við tókum þetta fyrir í einum bikarleik í sumar hjá 2. flokki. Við tókum meistaraflokksstelpurnar úr byrjunarliðinu og ætluðum að hvíla þær. Þá urðu hinar í liðinu snarvitlausar. Hvers konar vanvirðing væri það að ætla að tapa leiknum með engar drottningar inni á vellinum?“ Þá hafi einnig tekið á þegar leikmenn hafi verið teknir snemma af velli til að hvíla. Stelpurnar vilji spila alla leiki en hún hafi meðal annars reynt að benda þeim á sín eigin hné til að útskýra ákvarðanir sínar. „Ég er með slitin krossbönd og ónýt hné báðum megin. Ég hef farið í fullt af aðgerðum. Samt voru leikirnir miklu færri þegar ég var að spila en í dag.“Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen eiga allar A-landsleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.Mynd/StefánÞað vantar fleiri stelpur Stórefnileg sextán ára stúlka hjá KR var í lykilhlutverki hjá meistaraflokki félagsins í 1. deild í sumar. Auk þess spilaði hún töluvert með 2. flokki félagsins og varði einnig markið hjá 3. flokki þegar mikið lá við. Við bætist að hún var í stóru hlutverki með 16 ára og 17 ára landsliðinu á árinu en landsleikirnir urðu tólf á árinu. „Það vantar mannskap. Það er ástæða númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að þótt leikirnir séu margir þá séu fjölmargir leikir þar sem leikmaðurinn efnilegi spili ekki heilan leik. Mínútur séu að einhverju leyti betra viðmið þótt hann taki undir að um vandamál sé að ræða. „Þess vegna var farið í sameiningu hjá KR og Gróttu í þessum erfiðu flokkum,“ segir Björgvin Karl og á við 2., 3. og 4. flokk. Þrátt fyrir mikið álag segir hann að vegna ástandsins hafi leikmaðurinn spilað minna með meistaraflokki í sumar en hann hefði viljað. Geta hennar sé það mikil að hún ætti að óbreyttu að spila 90 mínútur í hverjum leik. Það hafi ekki verið hægt vegna aukins álags með 2. flokki þar sem stundum var erfitt að ná í ellefu manna lið.Skagastúlkur fagna sæti sínu í efstu deild í sumar.Mynd/StefánHóuðu í þær bestu á ögurstundu Lið Vals/ÍR í 2. flokki kvenna var í bullandi fallbaráttu þegar fjórar umferðir voru eftir af móti og góð ráð dýr. „Við funduðum út af þessu. Við vorum komin í fallhættu og tekin sameiginleg ákvörðun um að aðstoða annan flokkinn við að halda sér uppi,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari meistaraflokks Vals. Aðstoðin fólst í því að lykilmenn úr meistaraflokknum spiluðu með liðinu í næstu leikjum. Hildur Antonsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir spiluðu í 3-1 tapi fyrir Stjörnunni/Álftanesi. Í næsta leik var markadrottningin sjálf, Elín Metta Jensen, einnig mætt til leiks og skoraði þrennu í 5-1 sigri á ÍA. Aftur skoraði Elín Metta þrennu í 3-2 lykilsigri á ÍBV í Vestmannaeyjum og sætið tryggt. Daginn eftir var Elín Metta svo í byrjunarliði meistaraflokks og skoraði tvö mörk í 6-0 sigri á HK/Víkingi. Tveir leikir á tveimur dögum auk ferðalagsins til Vestmannaeyja. „Ég hefði alveg getað hvílt hana hefði ég viljað. Allur mannskapurinn í meistaraflokki var kominn í lag á þessum tíma eftir erfiðan fyrri hluta sumars,“ segir Helena. Elín Metta spilaði þó allan leikinn. Helena segir að aldrei hefði komið til greina að láta leikmennina spila fyrrnefnda leiki með 2. flokki hefði meistaraflokkur átt möguleika á titlinum. Staða liðsins bauð upp á þetta en áhætta fylgdi vissulega ákvörðuninni. „Svava tognaði meira að segja í einum leiknum með 2. flokki. Ég var ekki ánægð með það,“ segir Helena. Hún telur að breyta þurfi fyrirkomulagi 2. flokks á þann veg að eldri leikmenn megi líka spila með flokknum. „Þegar félög eins og Breiðablik, með allan þennan fjölda, eru í vandræðum með að ná í lið er þetta orðið athyglisvert.“Elín Metta Jensen.Maður á að fara vel með gullið sitt „Heilsan er það dýrmætasta sem hver einstaklingur á og því þurfa bæði þjálfarar, foreldrar og stjórnarmenn félaga að hafa heilsu og velferð hvers einstaklings í huga, bæði við skipulag á mótum og æfingum – og samspili þessara þátta,“ segir Janus Guðlaugsson, MEd-íþróttafræðingur og lektor við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands. Janus bendir á að tími til uppbyggingar á afkastagetu nái til 18-20 ára aldurs og haldi áfram í áratug. Góð þjálfun afreksmanna skili sér meðal annars í því að einstaklingar séu farnir að leika svo lengi sem raun ber vitni. „Því þurfa langtímamarkmið að ráða för en ekki skammtímamarkmið einstakra leikja eða móta þegar börn og unglingar eiga í hlut. Knattspyrnuferill ungra leikmanna getur orðið að engu á nokkrum vikum með illa skipulögðu æfinga- og leikjaálagi.“ Janus bendir á hve vel sé staðið að þjálfun Anítu Hinriksdóttur, hlaupakonunnar stórefnilegu, hvað tíðni æfinga, æfingamagn og ákefð á æfingum snerti. „Hvað gerir maður með gullið sitt? Fer vel með það.“ Janus segir að æskilegt væri að fleiri þjálfarar og stjórnendur tækju sér slíkt til fyrirmyndar því álag á mörg efnileg börn og unglinga sé allt of mikið. Sérstaklega hjá mörgum af efnilegustu knattspyrnukonum landsins þegar leikjaálagið er skoðað á heimasíðu KSÍ. „Eftirlit er lítið og allt traust lagt á þjálfara að sinna hlutverkinu. Ábyrgðin er einnig á þeim sem skipuleggja mót og keppni á vegum sambanda og félaga.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Er eðlilegt að stelpa á fjórtánda ári spili 34 leiki með tveimur flokkum yfir sumarið? En að lykilmaður í meistaraflokksliði spili sömuleiðis 16 leiki með 2. flokki félagsins um sumarið? Hvað með að aðalframherji meistaraflokks sé látinn spila leiki með 2. flokki þegar á þarf að halda? Skiptir máli að strax daginn eftir sé leikur með meistaraflokki? Ýmsar aðstæður geta komið upp en ljóst er að heilsa og framtíðarhagur efnilegustu knattspyrnukvenna landsins er ekki hafður að leiðarljósi í fyrrnefndum dæmum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Elín Metta Jensen, Fjolla Shala, Guðrún Arnardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sandra María Jessen og fleiri mætti nefna. Stelpurnar tilheyra gullkynslóð úr árgöngum 1994 og 1995 sem hafa gert frábæra hluti á erlendri grundu með yngri landsliðum þjóðarinnar. Allar eru þær lykilmenn í liðum sínum í efstu deild kvenna þrátt fyrir að vera enn á táningsaldri. Þær eiga það einnig allar sameiginlegt að hafa lent í erfiðum meiðslum sem að miklu leyti má rekja til alltof mikils álags. Hér má að neðan sjá nokkur dæmi um efnilegar fótboltastelpur sem segja má að líði fyrir það hve góðar þær eru. Þær líða kannski ekki fyrir það í dag. En þegar ekki verður vart við framfarir og krossbönd slitna undan álagi ætti enginn að koma af fjöllum. Samantektin miðast við fjölda leikja sumarið 2013 þar sem leikmennirnir tóku þátt. Vissulega spiluðu allar stelpurnar ekki allar mínúturnar í öllum leikjum. Sem betur fer. Hverjum leik fylgir þó álag og stundum langt ferðalag. Tími sem leikmenn ættu allajafna að nota í hvíld til að safna orku fyrir næstu átök.Úr bikarúrslitaleik Breiðabliks og Þórs/KA í sumar.Mynd/DaníelFjórtán ára lykilmaður í tveimur flokkum Stórefnileg fjórtán ára stúlka spilar með Breiðabliki. Þrátt fyrir að vera gjaldgeng í 4. flokk æfir hún eingöngu með 2. og 3. flokki félagsins. Í sumar spilaði hún líka nánast alla leiki beggja flokka. „Þótt það sé skráður á hana leikur þá spilaði hún stundum hálfleik í einum leik og annan hálfleik í þeim næsta,“ segir Theódór Sveinjónsson, annar af þjálfurum 2. og 3. flokks kvenna. Ekkert félag á Íslandi getur keppt við Breiðablik þegar kemur að iðkendafjölda. Þó virðist vanta upp í vissa árganga hjá Blikum og á það við um 2. flokk félagsins. „Okkur reyndist erfitt að manna leikina og þurftum að leita til stelpna úr 3. flokki,“ segir Theódór. Hann segir pressu koma frá hinum og þessum stöðum um að leikmaður fái að spila sem flesta leiki. Aðspurður hvort það sé ekki aðallega frá foreldrum á Theódór erfitt með að neita því. Samstarf við foreldra hafi verið gott en þeir reyni oft og tíðum að hafa áhrif á ákvarðanir þjálfara. „Við megum ekki halda leikmönnum niðri og þurfum að finna verkefni við hæfi,“ segir Theódór. Leikmaðurinn hafi sloppið við meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið álag. „Við þjálfararnir þurfum að ráða þessu og bera hag leikmannsins fyrir brjósti.Úr leik hjá KR og ÍA í sumar.MyndStefánStelpurnar urðu snarvitlausar Kvennalið ÍA tryggði sér sæti í efstu deild eftir nokkra fjarveru í sumar. Meistaraflokkur félagins var að mestu leyti skipaður uppöldum stelpum sem margar hverjar eru enn gjaldgengar í 2. flokk félagsins. Ein þeirra, á sautjánda ári, var í algjöru lykilhlutverki á hvorum tveggja vígstöðvunum. Í júlí spilaði hún einu sinni fjóra leiki á sex dögum. Í ágúst spilaði hún leiki tvo daga í röð. Í september voru leikirnir eitt sinn þrír á fimm dögum. Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari meistaraflokks og 2. flokks Skagamanna. „Þetta var rosalegt vandamál hjá bæði meistaraflokki og 2. flokki í sumar,“ segir Magnea og bendir á að fjórir til fimm leikmenn hafi spilað alltof marga leiki í sumar. Lagt hafi verið upp með að hafa mun minna álag á leikmenn en það einfaldlega ekki gengið eftir. „Þetta var skelfilegt og ég er búin að setja svart strik yfir að þetta verði svona aftur á næsta ári.“ Magnea segir fámenni í flokkum eina ástæðu fyrir því hvernig fór. Auk þess hafi verið erfitt að koma leikmönnum í skilning um að best væri að þær spiluðu ekki. „Við tókum þetta fyrir í einum bikarleik í sumar hjá 2. flokki. Við tókum meistaraflokksstelpurnar úr byrjunarliðinu og ætluðum að hvíla þær. Þá urðu hinar í liðinu snarvitlausar. Hvers konar vanvirðing væri það að ætla að tapa leiknum með engar drottningar inni á vellinum?“ Þá hafi einnig tekið á þegar leikmenn hafi verið teknir snemma af velli til að hvíla. Stelpurnar vilji spila alla leiki en hún hafi meðal annars reynt að benda þeim á sín eigin hné til að útskýra ákvarðanir sínar. „Ég er með slitin krossbönd og ónýt hné báðum megin. Ég hef farið í fullt af aðgerðum. Samt voru leikirnir miklu færri þegar ég var að spila en í dag.“Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen eiga allar A-landsleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.Mynd/StefánÞað vantar fleiri stelpur Stórefnileg sextán ára stúlka hjá KR var í lykilhlutverki hjá meistaraflokki félagsins í 1. deild í sumar. Auk þess spilaði hún töluvert með 2. flokki félagsins og varði einnig markið hjá 3. flokki þegar mikið lá við. Við bætist að hún var í stóru hlutverki með 16 ára og 17 ára landsliðinu á árinu en landsleikirnir urðu tólf á árinu. „Það vantar mannskap. Það er ástæða númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að þótt leikirnir séu margir þá séu fjölmargir leikir þar sem leikmaðurinn efnilegi spili ekki heilan leik. Mínútur séu að einhverju leyti betra viðmið þótt hann taki undir að um vandamál sé að ræða. „Þess vegna var farið í sameiningu hjá KR og Gróttu í þessum erfiðu flokkum,“ segir Björgvin Karl og á við 2., 3. og 4. flokk. Þrátt fyrir mikið álag segir hann að vegna ástandsins hafi leikmaðurinn spilað minna með meistaraflokki í sumar en hann hefði viljað. Geta hennar sé það mikil að hún ætti að óbreyttu að spila 90 mínútur í hverjum leik. Það hafi ekki verið hægt vegna aukins álags með 2. flokki þar sem stundum var erfitt að ná í ellefu manna lið.Skagastúlkur fagna sæti sínu í efstu deild í sumar.Mynd/StefánHóuðu í þær bestu á ögurstundu Lið Vals/ÍR í 2. flokki kvenna var í bullandi fallbaráttu þegar fjórar umferðir voru eftir af móti og góð ráð dýr. „Við funduðum út af þessu. Við vorum komin í fallhættu og tekin sameiginleg ákvörðun um að aðstoða annan flokkinn við að halda sér uppi,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari meistaraflokks Vals. Aðstoðin fólst í því að lykilmenn úr meistaraflokknum spiluðu með liðinu í næstu leikjum. Hildur Antonsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir spiluðu í 3-1 tapi fyrir Stjörnunni/Álftanesi. Í næsta leik var markadrottningin sjálf, Elín Metta Jensen, einnig mætt til leiks og skoraði þrennu í 5-1 sigri á ÍA. Aftur skoraði Elín Metta þrennu í 3-2 lykilsigri á ÍBV í Vestmannaeyjum og sætið tryggt. Daginn eftir var Elín Metta svo í byrjunarliði meistaraflokks og skoraði tvö mörk í 6-0 sigri á HK/Víkingi. Tveir leikir á tveimur dögum auk ferðalagsins til Vestmannaeyja. „Ég hefði alveg getað hvílt hana hefði ég viljað. Allur mannskapurinn í meistaraflokki var kominn í lag á þessum tíma eftir erfiðan fyrri hluta sumars,“ segir Helena. Elín Metta spilaði þó allan leikinn. Helena segir að aldrei hefði komið til greina að láta leikmennina spila fyrrnefnda leiki með 2. flokki hefði meistaraflokkur átt möguleika á titlinum. Staða liðsins bauð upp á þetta en áhætta fylgdi vissulega ákvörðuninni. „Svava tognaði meira að segja í einum leiknum með 2. flokki. Ég var ekki ánægð með það,“ segir Helena. Hún telur að breyta þurfi fyrirkomulagi 2. flokks á þann veg að eldri leikmenn megi líka spila með flokknum. „Þegar félög eins og Breiðablik, með allan þennan fjölda, eru í vandræðum með að ná í lið er þetta orðið athyglisvert.“Elín Metta Jensen.Maður á að fara vel með gullið sitt „Heilsan er það dýrmætasta sem hver einstaklingur á og því þurfa bæði þjálfarar, foreldrar og stjórnarmenn félaga að hafa heilsu og velferð hvers einstaklings í huga, bæði við skipulag á mótum og æfingum – og samspili þessara þátta,“ segir Janus Guðlaugsson, MEd-íþróttafræðingur og lektor við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands. Janus bendir á að tími til uppbyggingar á afkastagetu nái til 18-20 ára aldurs og haldi áfram í áratug. Góð þjálfun afreksmanna skili sér meðal annars í því að einstaklingar séu farnir að leika svo lengi sem raun ber vitni. „Því þurfa langtímamarkmið að ráða för en ekki skammtímamarkmið einstakra leikja eða móta þegar börn og unglingar eiga í hlut. Knattspyrnuferill ungra leikmanna getur orðið að engu á nokkrum vikum með illa skipulögðu æfinga- og leikjaálagi.“ Janus bendir á hve vel sé staðið að þjálfun Anítu Hinriksdóttur, hlaupakonunnar stórefnilegu, hvað tíðni æfinga, æfingamagn og ákefð á æfingum snerti. „Hvað gerir maður með gullið sitt? Fer vel með það.“ Janus segir að æskilegt væri að fleiri þjálfarar og stjórnendur tækju sér slíkt til fyrirmyndar því álag á mörg efnileg börn og unglinga sé allt of mikið. Sérstaklega hjá mörgum af efnilegustu knattspyrnukonum landsins þegar leikjaálagið er skoðað á heimasíðu KSÍ. „Eftirlit er lítið og allt traust lagt á þjálfara að sinna hlutverkinu. Ábyrgðin er einnig á þeim sem skipuleggja mót og keppni á vegum sambanda og félaga.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira