Heljarstökk eftir hljómborði Jónas Sen skrifar 17. nóvember 2013 17:00 Peter Maté lék ásamt Aladar Rácz í salnum. Jónas Sen er yfir sig hrifinn. Tónlist: Píanóleikararnir Aladar Rácz og Peter Maté Dagskrá ættuð frá Ungverjalandi Hádegistónleikar í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 13. nóvember Tuttugu fingur ruku yfir eitt hljómborð á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í hádeginu á miðvikudaginn. Eigendur fingranna voru þeir Aladar Rácz og Peter Maté. Þeir eru báðir af ungverskum ættum og tónlistin sem fingur þeirra miðluðu var það einnig. En þó ekki. Ungversku dansarnir á efnisskránni voru t.d. eftir Jóhannes Brahms sem var þýskur. Brahms samdi alla umgjörðina í kringum stefin, en þau byggjast samt á ungverskum lögum. Þarna var líka sálmur eftir annan Þjóðverja, Jóhann Sebastian Bach, en reyndar í útsetningu Ungverjans Györgi Kurtágs. Tónleikarnir hófust á verki eftir hinn ungverska Franz Liszt. Það var Hátíðarpólónesa, en pólónesa er pólskur dans í þrískiptum takti. Hátíðarpólónesan hans heyrist ekki oft. Eins og flest annað eftir hann einkennist hún af glæsimennsku, flottum tónahlaupum, háskalegum heljarstökkum upp og niður hljómborðið. Liszt fæddist árið 1811 og sumir hafa sagt að hann hafi verið fyrsta poppstjarnan. Hann var heimsfrægur píanóleikari sem svo miklum ljóma stafaði af að sumar konur féllu í yfirlið þegar hann steig fram á sviðið. Fullt af ungmennum var á tónleikunum nú, en ég gat ekki séð að nokkur þeirra væru borin út í ofboði þegar Liszt var leikinn! Engu að síður var túlkunin flott, samspilið nákvæmt og öruggt – það gneistaði af flutningnum. Einmitt þannig á Liszt að hljóma. Sálmurinn eftir Bach, Aus tiefer Not schrei‘ ich zu dir, var líka prýðilega fram settur. Flestir sálmar Bachs eru þrungnir andakt, en engu að síður var túlkunin nú tilfinningarík, án þess að vera tilgerðarleg. Ég hef einmitt heyrt svona tónsmíðar eftir Bach í útsetningu Kurtágs þar sem tilgerðin hefur lekið af hverjum tóni. Ekki nú. Hér var flutningurinn blátt áfram og einlægur, það var eitthvað fallega elskulegt við hann. Um ungversku dansana eftir Brahms (nr. 4, 6 og 3) þarf ekki að hafa mörg orð. Þetta er það allra vinsælasta sem Brahms samdi, tónlist sem þeir Peter og Aladar spiluðu afburðavel. Túlkunin var rytmísk og full af snerpu; tæknileg atriði, svo sem eins og hraðar, glitrandi nótnarunur og samspil var allt saman pottþétt. Sömu sögu er að segja um tvo dansa eftir Ungverjann Leo Weiner, þeir voru báðir kraftmiklir og grípandi, léttir og leikandi. Aukalagið var útsetning eftir Vilberg Viggósson á íslensku þjóðlagi. Vilberg hefur gert margar frábærar útsetningar sem eru vinsælar hjá lengra komnum píanónemendum. Þær eru smekklegar og hugvitsamlegar, oft skreyttar húmor. Útsetningin nú var fullkominn endir á líflegri dagskrá.Niðurstaða: Sérlega skemmtilegir tónleikar með tveimur píanóleikurum í fremstu röð. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Píanóleikararnir Aladar Rácz og Peter Maté Dagskrá ættuð frá Ungverjalandi Hádegistónleikar í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 13. nóvember Tuttugu fingur ruku yfir eitt hljómborð á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í hádeginu á miðvikudaginn. Eigendur fingranna voru þeir Aladar Rácz og Peter Maté. Þeir eru báðir af ungverskum ættum og tónlistin sem fingur þeirra miðluðu var það einnig. En þó ekki. Ungversku dansarnir á efnisskránni voru t.d. eftir Jóhannes Brahms sem var þýskur. Brahms samdi alla umgjörðina í kringum stefin, en þau byggjast samt á ungverskum lögum. Þarna var líka sálmur eftir annan Þjóðverja, Jóhann Sebastian Bach, en reyndar í útsetningu Ungverjans Györgi Kurtágs. Tónleikarnir hófust á verki eftir hinn ungverska Franz Liszt. Það var Hátíðarpólónesa, en pólónesa er pólskur dans í þrískiptum takti. Hátíðarpólónesan hans heyrist ekki oft. Eins og flest annað eftir hann einkennist hún af glæsimennsku, flottum tónahlaupum, háskalegum heljarstökkum upp og niður hljómborðið. Liszt fæddist árið 1811 og sumir hafa sagt að hann hafi verið fyrsta poppstjarnan. Hann var heimsfrægur píanóleikari sem svo miklum ljóma stafaði af að sumar konur féllu í yfirlið þegar hann steig fram á sviðið. Fullt af ungmennum var á tónleikunum nú, en ég gat ekki séð að nokkur þeirra væru borin út í ofboði þegar Liszt var leikinn! Engu að síður var túlkunin flott, samspilið nákvæmt og öruggt – það gneistaði af flutningnum. Einmitt þannig á Liszt að hljóma. Sálmurinn eftir Bach, Aus tiefer Not schrei‘ ich zu dir, var líka prýðilega fram settur. Flestir sálmar Bachs eru þrungnir andakt, en engu að síður var túlkunin nú tilfinningarík, án þess að vera tilgerðarleg. Ég hef einmitt heyrt svona tónsmíðar eftir Bach í útsetningu Kurtágs þar sem tilgerðin hefur lekið af hverjum tóni. Ekki nú. Hér var flutningurinn blátt áfram og einlægur, það var eitthvað fallega elskulegt við hann. Um ungversku dansana eftir Brahms (nr. 4, 6 og 3) þarf ekki að hafa mörg orð. Þetta er það allra vinsælasta sem Brahms samdi, tónlist sem þeir Peter og Aladar spiluðu afburðavel. Túlkunin var rytmísk og full af snerpu; tæknileg atriði, svo sem eins og hraðar, glitrandi nótnarunur og samspil var allt saman pottþétt. Sömu sögu er að segja um tvo dansa eftir Ungverjann Leo Weiner, þeir voru báðir kraftmiklir og grípandi, léttir og leikandi. Aukalagið var útsetning eftir Vilberg Viggósson á íslensku þjóðlagi. Vilberg hefur gert margar frábærar útsetningar sem eru vinsælar hjá lengra komnum píanónemendum. Þær eru smekklegar og hugvitsamlegar, oft skreyttar húmor. Útsetningin nú var fullkominn endir á líflegri dagskrá.Niðurstaða: Sérlega skemmtilegir tónleikar með tveimur píanóleikurum í fremstu röð.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira