Sakna ástvina, malts og appelsíns Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2013 12:00 Systurnar Kristín og Þorbjörg Snorradætur. Stína er lögfræðingur hjá tölvuframleiðanda í Stokkhólmi og maðurinn hennar starfar á sama stað sem gagnasérfræðingur. Tobba býr í Lundi þar sem maður hennar er í meistaranámi í íþróttasjúkraþjálfun og hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur. Hún er nú nýbyrjuð í fæðingarorlofi. myndir/Eldhússystur Baksturselskandi eldhússystur frá Sauðárkróki undirbúa jólahátíðina í Svíþjóð. Þar eru íslenskar hefðir í hávegum hafðar en sænskt jólaglögg, Lúsíubollur og smákökur að festa sig í sessi á aðventunni. Hér gefa þær hugmynd að sænsku kökusamsæti á jólum. „Bakstursáhuginn kviknaði snemma hjá okkur systrum. Við ólumst upp við að mamma bakaði mikið og sérstaklega móðuramma okkar sem leyfði okkur að hjálpa til við baksturinn,“ segja skagfirsku eldhússysturnar Stína og Tobba sem báðar eru búsettar í Svíaríki. Tobba var ekki há í loftinu þegar ábyrgð á piparkökubakstri heimilisins var sett á herðar henni og Stína bakar varla sömu uppskrift tvisvar á meðan Tobba er öllu íhaldssamari. Þær systur settu á fót glæsilega og girnilega rafræna uppskriftabók á netinu (eldhussystur.com) til að hafa þægilegan aðgang að því sem þær hafa fengist við í eldhúsinu. „Ef við gætum deilt bakstrinum meira með okkur myndum við sennilega baka mun oftar í viku. Lausnin er kannski að opna bakarí,“ segja þær kátar yfir margfrægum sænskum jólabakstri á saffranbollum sem líka kallast Lúsíubollur. „Aðventan er að mörgu leyti svipuð og á Íslandi en aðeins minna stress. Svíar eru afar hrifnir af jólaglöggi og Lúsíuhátíðin skipar hér stóran sess. Í tengslum við hana borða Svíar Lúsíubollur sem mér þóttu einkennilegar á bragðið fyrst en nú er fjölskyldan öll orðin hrifin af þeim og borðar með bestu lyst alla aðventuna og helst lengur,“ segir Stína brosmild. Þær systur segja sænskan jólamat talsvert frábrugðinn þeim íslenska. Á aðfangadag setji flestir Svíar upp hlaðborð með sænskum kjötbollum, litlum pylsum, kartöflurétti sem kallast Freisting Jansons, graflaxi, síld og sænskri jólaskinku. „Vitaskuld erum við vanafastar með íslenskar hefðir og mat á jólum en jólaglögg, Lúsíubollur og sænskar smákökur eru farnar að læðast með. Svo tökum við auðvitað þátt í Lúsíuhátíðinni með börnunum í gegnum skóla og leikskóla,“ segir Tobba. Þegar kemur að íslensku jólagóðgæti finnst systrunum ómissandi að eiga Nóakonfekt, malt og appelsín, möndlugraut og Síríus-Konsum-suðusúkkulaði til að útbúa heitt súkkulaði. „Í dag er frekar lítið mál að verða sér út um malt, appelsín og hamborgarhrygg fyrir jólin og við bökum íslenska sætabrauðið sem við viljum hafa á borðum. Það sem við söknum mest er að hitta fjölskyldu og vini yfir hátíðarnar.“Lúsíubollur eru ómissandi á sænskri aðventu.Lúsíubollur 75 g pressuger eða 1,5 (22,5 g) pakki þurrger 100 g smjör 4 dl mjólk 1 dl rjómi 1 dl síróp 0,5 dl sykur 250 g rjómaostur 1,5 g saffran + sykurmoli 200 g marsipan 16-17 dl hveiti (820-880 g) 0,5 tsk salt 1 tsk. vanillusykur 1 tsk. kardimommur 1 egg til að pensla með rúsínurMyljið niður ger. Hitið smjör, mjólk, rjóma, síróp, sykur og rjómaost þar til við 37°C. Merjið saman saffran og sykurmola í mortéli, blandið því og gerinu saman við volgan vökvann og hrærið þar til gerið er uppleyst. Rífið niður marsipan og hrærið saman við. Hrærið saman kryddum við helming af hveitinu. Hnoðið kryddblönduðu hveiti saman við gerblönduna. Bætið við rest af hveitinu, gott er þó að skilja eftir sirka desilítra af hveiti. Hnoðið deigið þar til það er hætt að loða við hendur og skál/borð. Deig á að vera slétt og mjúkt að vinna með. Látið deigið hefa sig undir viskastykki í 35 mínútur. Deigið er hnoðað aftur og svo skipt niður í sirka 40 bollur. Hverri bollu er svo rúllað upp og þær snúnar frá báðum endum svo myndist eins konar S. Skreytið með rúsínu í endum. Látið hefast aftur undir viskustykki í 35 mínútur. Sláið í sundur egg og penslið deigið. Bakið við 250°C í um 8 mínútur.Piparkökuostaterta er algjört lostæti og afar jólalegt sætabrauð.Piparkökuostaterta Botn: sirka 25 stk. piparkökur 75 g bráðið smjör Fylling: 800 g rjómaostur 2,5 dl sykur 2 msk. hveiti 2 tsk. vanillusykur 0,5 tsk. salt 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer 0,5 tsk. negull 4 egg sirka 10 stk. piparkökur Glassúr: 100 g rjómaostur 1 dl flórsykur Nokkrar piparkökur til að skreyta með.Stillið ofn á 175°C. Byrjið á að útbúa botninn. Setjið piparkökur og bráðið smjör í matvinnsluvél og mixið saman. Setjið mylsnuna í lausbotna kökuform og þjappið þannig að botninn verði sléttur og fallegur. Kælið botninn á meðan fylling er útbúin. Hrærið saman rjómaost og flórsykur. Bætið hveiti, vanillusykri, salti og kryddum við rjómaostblönduna. Hrærið þar til blandan er kekkjalaus og mjúk. Hrærið egg saman við eitt í einu. Hellið helmingi deigsins í kökuformið og bakið í 15-20 mínútur eða þar til deigið er orðið stíft. Raðið sirka tíu piparkökum ofan á kökuna. Hellið rest af deiginu ofan á og bakið í 35-40 mínútur til viðbótar, neðarlega í ofninum. Látið kökuna kólna og losið síðan varlega úr forminu með hníf. Kakan er best ef hún fær að standa í kæli yfir nótt. Hrærið saman rjómaosti og flórsykri til að búa til glassúr. Smyrjið glassúrnum á kökuna og skreytið ef til vill með piparkökum.Jólalegar smákökur með piparmyntubrjóstsykri.Smákökur með piparmyntubrjóstsykri 90 g smjör 110 g púðursykur 100 g sykur 2 msk. mjólk 1 msk. vanilludropar 1 stórt egg 260 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. lyftiduft ¾ úr bolla muldir piparmyntu-jólastafir (sælgæti)Hitið ofn í 175°C. Þeytið saman smjör, púðursykur, sykur, mjólk og vanilludropa á miðlungshraða þar til vel blandað. Bætið eggjum út í hræruna og hrærið vel saman. Sameinið hveiti, salt og lyftiduft í annarri skál. Bætið hveitiblöndunni út í smjör- og sykurhræruna og hrærið eins lítið og þið komist upp með. Bætið við ½ bolla af brjóstsykri og hrærið lítið. Hnoðið litlar kúlur (ca. 2,5 cm á þykkt) og setjið á bökunarplötu. Bakið í 8 til 10 mínútur eða þar til kökurnar eru gylltar. Um leið og þær eru teknar út úr ofninum er smábrjóstsykri stráð yfir og þær látnar kólna. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól
Baksturselskandi eldhússystur frá Sauðárkróki undirbúa jólahátíðina í Svíþjóð. Þar eru íslenskar hefðir í hávegum hafðar en sænskt jólaglögg, Lúsíubollur og smákökur að festa sig í sessi á aðventunni. Hér gefa þær hugmynd að sænsku kökusamsæti á jólum. „Bakstursáhuginn kviknaði snemma hjá okkur systrum. Við ólumst upp við að mamma bakaði mikið og sérstaklega móðuramma okkar sem leyfði okkur að hjálpa til við baksturinn,“ segja skagfirsku eldhússysturnar Stína og Tobba sem báðar eru búsettar í Svíaríki. Tobba var ekki há í loftinu þegar ábyrgð á piparkökubakstri heimilisins var sett á herðar henni og Stína bakar varla sömu uppskrift tvisvar á meðan Tobba er öllu íhaldssamari. Þær systur settu á fót glæsilega og girnilega rafræna uppskriftabók á netinu (eldhussystur.com) til að hafa þægilegan aðgang að því sem þær hafa fengist við í eldhúsinu. „Ef við gætum deilt bakstrinum meira með okkur myndum við sennilega baka mun oftar í viku. Lausnin er kannski að opna bakarí,“ segja þær kátar yfir margfrægum sænskum jólabakstri á saffranbollum sem líka kallast Lúsíubollur. „Aðventan er að mörgu leyti svipuð og á Íslandi en aðeins minna stress. Svíar eru afar hrifnir af jólaglöggi og Lúsíuhátíðin skipar hér stóran sess. Í tengslum við hana borða Svíar Lúsíubollur sem mér þóttu einkennilegar á bragðið fyrst en nú er fjölskyldan öll orðin hrifin af þeim og borðar með bestu lyst alla aðventuna og helst lengur,“ segir Stína brosmild. Þær systur segja sænskan jólamat talsvert frábrugðinn þeim íslenska. Á aðfangadag setji flestir Svíar upp hlaðborð með sænskum kjötbollum, litlum pylsum, kartöflurétti sem kallast Freisting Jansons, graflaxi, síld og sænskri jólaskinku. „Vitaskuld erum við vanafastar með íslenskar hefðir og mat á jólum en jólaglögg, Lúsíubollur og sænskar smákökur eru farnar að læðast með. Svo tökum við auðvitað þátt í Lúsíuhátíðinni með börnunum í gegnum skóla og leikskóla,“ segir Tobba. Þegar kemur að íslensku jólagóðgæti finnst systrunum ómissandi að eiga Nóakonfekt, malt og appelsín, möndlugraut og Síríus-Konsum-suðusúkkulaði til að útbúa heitt súkkulaði. „Í dag er frekar lítið mál að verða sér út um malt, appelsín og hamborgarhrygg fyrir jólin og við bökum íslenska sætabrauðið sem við viljum hafa á borðum. Það sem við söknum mest er að hitta fjölskyldu og vini yfir hátíðarnar.“Lúsíubollur eru ómissandi á sænskri aðventu.Lúsíubollur 75 g pressuger eða 1,5 (22,5 g) pakki þurrger 100 g smjör 4 dl mjólk 1 dl rjómi 1 dl síróp 0,5 dl sykur 250 g rjómaostur 1,5 g saffran + sykurmoli 200 g marsipan 16-17 dl hveiti (820-880 g) 0,5 tsk salt 1 tsk. vanillusykur 1 tsk. kardimommur 1 egg til að pensla með rúsínurMyljið niður ger. Hitið smjör, mjólk, rjóma, síróp, sykur og rjómaost þar til við 37°C. Merjið saman saffran og sykurmola í mortéli, blandið því og gerinu saman við volgan vökvann og hrærið þar til gerið er uppleyst. Rífið niður marsipan og hrærið saman við. Hrærið saman kryddum við helming af hveitinu. Hnoðið kryddblönduðu hveiti saman við gerblönduna. Bætið við rest af hveitinu, gott er þó að skilja eftir sirka desilítra af hveiti. Hnoðið deigið þar til það er hætt að loða við hendur og skál/borð. Deig á að vera slétt og mjúkt að vinna með. Látið deigið hefa sig undir viskastykki í 35 mínútur. Deigið er hnoðað aftur og svo skipt niður í sirka 40 bollur. Hverri bollu er svo rúllað upp og þær snúnar frá báðum endum svo myndist eins konar S. Skreytið með rúsínu í endum. Látið hefast aftur undir viskustykki í 35 mínútur. Sláið í sundur egg og penslið deigið. Bakið við 250°C í um 8 mínútur.Piparkökuostaterta er algjört lostæti og afar jólalegt sætabrauð.Piparkökuostaterta Botn: sirka 25 stk. piparkökur 75 g bráðið smjör Fylling: 800 g rjómaostur 2,5 dl sykur 2 msk. hveiti 2 tsk. vanillusykur 0,5 tsk. salt 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer 0,5 tsk. negull 4 egg sirka 10 stk. piparkökur Glassúr: 100 g rjómaostur 1 dl flórsykur Nokkrar piparkökur til að skreyta með.Stillið ofn á 175°C. Byrjið á að útbúa botninn. Setjið piparkökur og bráðið smjör í matvinnsluvél og mixið saman. Setjið mylsnuna í lausbotna kökuform og þjappið þannig að botninn verði sléttur og fallegur. Kælið botninn á meðan fylling er útbúin. Hrærið saman rjómaost og flórsykur. Bætið hveiti, vanillusykri, salti og kryddum við rjómaostblönduna. Hrærið þar til blandan er kekkjalaus og mjúk. Hrærið egg saman við eitt í einu. Hellið helmingi deigsins í kökuformið og bakið í 15-20 mínútur eða þar til deigið er orðið stíft. Raðið sirka tíu piparkökum ofan á kökuna. Hellið rest af deiginu ofan á og bakið í 35-40 mínútur til viðbótar, neðarlega í ofninum. Látið kökuna kólna og losið síðan varlega úr forminu með hníf. Kakan er best ef hún fær að standa í kæli yfir nótt. Hrærið saman rjómaosti og flórsykri til að búa til glassúr. Smyrjið glassúrnum á kökuna og skreytið ef til vill með piparkökum.Jólalegar smákökur með piparmyntubrjóstsykri.Smákökur með piparmyntubrjóstsykri 90 g smjör 110 g púðursykur 100 g sykur 2 msk. mjólk 1 msk. vanilludropar 1 stórt egg 260 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. lyftiduft ¾ úr bolla muldir piparmyntu-jólastafir (sælgæti)Hitið ofn í 175°C. Þeytið saman smjör, púðursykur, sykur, mjólk og vanilludropa á miðlungshraða þar til vel blandað. Bætið eggjum út í hræruna og hrærið vel saman. Sameinið hveiti, salt og lyftiduft í annarri skál. Bætið hveitiblöndunni út í smjör- og sykurhræruna og hrærið eins lítið og þið komist upp með. Bætið við ½ bolla af brjóstsykri og hrærið lítið. Hnoðið litlar kúlur (ca. 2,5 cm á þykkt) og setjið á bökunarplötu. Bakið í 8 til 10 mínútur eða þar til kökurnar eru gylltar. Um leið og þær eru teknar út úr ofninum er smábrjóstsykri stráð yfir og þær látnar kólna.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól