Endurgerð á ömmusalati Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. desember 2013 21:00 Með jólasvuntuna hennar ömmu. "Amma var algjör snillingur í matseld. Ég er hálfvegis alin upp hjá ömmu og afa og hef kannski erft einhverja takta frá henni.“ Mynd/Stefán Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður hefur uppfært margar af uppskriftum ömmu sinnar. Hún býður gestum sem reka inn nefið á aðventunni upp á majóneslaust síldarsalat og glúteinlaust súkkulaðisælgæti og segir alla falla fyrir kræsingunum um leið. Amma gerði alltaf ekta rússneskt rauðrófu- og síldarsalat fyrir jólin með miklu majónesi. Mamma var líka mikil brauðtertusnillingur og gerði frábært túnfisksalat. Það var auðvitað majónes í þessu öllu en ég er búin að útfæra salötin majóneslaus,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður. Hún segir gott að eiga salötin í ísskápnum þegar gesti ber að garði á aðventunni sem mótvægi við öllu smákökuflóðinu. „Salötin eru svo fersk og góð ofan á brauð eða kex. Ég hef engan hitt enn sem fellur ekki fyrir þeim. Ég býð gestum líka gjarnan upp á púrtvínsstaup með,“ segir Kristjana sposk. „Sjálf get ég lítið borðað af smákökum þar sem ég er með glúteinóþol, svo ég bý einnig til einfalt sælgæti sem ég kalla súkklaðinammi. Í það má nota það sem til er í skápunum; hnetur, döðlur og fræ og ýmislegt. Þetta er mjög einfalt og þægilegt að útbúa, enda aðventan annasamur tími hjá mér,“ segir Kristjana en á næstu dögum kemur út jólaplatan Eitthvað fallegt, sem Kristjana vinnur ásamt Svavari Knúti og Ragnheiði Gröndal. Á plötunni er sambland af frumsömdu efni eftir þau þrjú og gömlum og gildum jólalögum. „Við spilum sjálf undir og söngurinn er í aðalhlutverki. Nú tekur við tónleikahald um landið fram að jólum.“Síldarsalat ömmu, majóneslaust og með ferskum engifer, rennur ljúflega ofan í gesti á aðventunni. Kristjana var mikið hjá ömmu sinni og afa í æsku og fylgdi síldarsalatið jólunum hjá ömmu.Sjönu Síldarsalat 1 krukka af lúxussíld (375 gr) smátt skorið (líka laukurinn) 2 epli skorin smátt Vænn biti af púrrulauk skorinn smátt Um 12-15 skífur af niðursoðnum rauðrófum/rauðbeðum skornar í bita Tvær þunnar sneiðar af ferskum engifer, skornar í mjög smáa bitaÖllu hent saman í skál og hrært saman. Best er að útbúa salatið degi áður en á að borða það. Smart að setja smá saxaða púrru ofan á.Ferskt túnfisksalat sem Kristjana endurgerði í breyttri mynd.Sjönu Túnfiskssalat 2 dósir af túnfiski (185 gr.) 1 laukur, smátt saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt 1/2 dós af grænum ólívum, saxaðar smátt 1/2 krukka af fetaosti, mulinn yfir Um 10-12 ferskar döðlur, skornar smátt Slatti af góðri olíu, hellt yfirAllt sett saman í skál. Kryddað með ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum og svo steyti ég líka svartan pipar yfir alveg í bláendann. Allt hrært vel saman. Borið fram með grófu brauði eða kexi.Einfalt súkkulaðinammi en í það er hægt að nota það sem til er í skápunum.Súkkulaðinammi Það er alveg frjálst að setja hvað sem er út í. Oft eru til afgangar af fræjum eða þurrkuðum ávöxtum sem er tilvalið að setja út í. Í þetta skiptið setti ég: 200 g gott dökkt súkkulaði 4 þurrkaðar gráfíkjur, smátt skornar 4 þurrkaðar döðlur, smátt skornar 100 gr. möndlur, (aðeins malaðar) 50 gr. kasjúhnetur (aðeins malaðar) Grófur kókos, ein lúka Hampfræ (í gullpokanum frá Sollu)Súkkulaðið brætt í skál yfir vatnsbaði og á meðan er gott að skera þurrkuðu ávextina og mylja hnetur. Þegar að súkkulaðið er bráðið er gott að láta það kólna aðeins áður en allt gúmmulaðið er sett út í. Svo er allt sett á bökunarpappír á plötu (ég setti í eldfast mót) og dreift vel úr. Svo steytti ég Himalayasalt yfir allt súkkulaðið, frekar þétt, setti smávegis af hnetum, kókos og fullt af hampfræjum yfir.Sett inn í ísskáp og látið kólna í nokkra tíma. Síðan, þegar þetta er storknað, þá er hægt að brjóta það og setja í skál. Hrikalega gott og fullt af hollustu og andoxunarefnum! Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Mömmukökur bestar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin
Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður hefur uppfært margar af uppskriftum ömmu sinnar. Hún býður gestum sem reka inn nefið á aðventunni upp á majóneslaust síldarsalat og glúteinlaust súkkulaðisælgæti og segir alla falla fyrir kræsingunum um leið. Amma gerði alltaf ekta rússneskt rauðrófu- og síldarsalat fyrir jólin með miklu majónesi. Mamma var líka mikil brauðtertusnillingur og gerði frábært túnfisksalat. Það var auðvitað majónes í þessu öllu en ég er búin að útfæra salötin majóneslaus,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður. Hún segir gott að eiga salötin í ísskápnum þegar gesti ber að garði á aðventunni sem mótvægi við öllu smákökuflóðinu. „Salötin eru svo fersk og góð ofan á brauð eða kex. Ég hef engan hitt enn sem fellur ekki fyrir þeim. Ég býð gestum líka gjarnan upp á púrtvínsstaup með,“ segir Kristjana sposk. „Sjálf get ég lítið borðað af smákökum þar sem ég er með glúteinóþol, svo ég bý einnig til einfalt sælgæti sem ég kalla súkklaðinammi. Í það má nota það sem til er í skápunum; hnetur, döðlur og fræ og ýmislegt. Þetta er mjög einfalt og þægilegt að útbúa, enda aðventan annasamur tími hjá mér,“ segir Kristjana en á næstu dögum kemur út jólaplatan Eitthvað fallegt, sem Kristjana vinnur ásamt Svavari Knúti og Ragnheiði Gröndal. Á plötunni er sambland af frumsömdu efni eftir þau þrjú og gömlum og gildum jólalögum. „Við spilum sjálf undir og söngurinn er í aðalhlutverki. Nú tekur við tónleikahald um landið fram að jólum.“Síldarsalat ömmu, majóneslaust og með ferskum engifer, rennur ljúflega ofan í gesti á aðventunni. Kristjana var mikið hjá ömmu sinni og afa í æsku og fylgdi síldarsalatið jólunum hjá ömmu.Sjönu Síldarsalat 1 krukka af lúxussíld (375 gr) smátt skorið (líka laukurinn) 2 epli skorin smátt Vænn biti af púrrulauk skorinn smátt Um 12-15 skífur af niðursoðnum rauðrófum/rauðbeðum skornar í bita Tvær þunnar sneiðar af ferskum engifer, skornar í mjög smáa bitaÖllu hent saman í skál og hrært saman. Best er að útbúa salatið degi áður en á að borða það. Smart að setja smá saxaða púrru ofan á.Ferskt túnfisksalat sem Kristjana endurgerði í breyttri mynd.Sjönu Túnfiskssalat 2 dósir af túnfiski (185 gr.) 1 laukur, smátt saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt 1/2 dós af grænum ólívum, saxaðar smátt 1/2 krukka af fetaosti, mulinn yfir Um 10-12 ferskar döðlur, skornar smátt Slatti af góðri olíu, hellt yfirAllt sett saman í skál. Kryddað með ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum og svo steyti ég líka svartan pipar yfir alveg í bláendann. Allt hrært vel saman. Borið fram með grófu brauði eða kexi.Einfalt súkkulaðinammi en í það er hægt að nota það sem til er í skápunum.Súkkulaðinammi Það er alveg frjálst að setja hvað sem er út í. Oft eru til afgangar af fræjum eða þurrkuðum ávöxtum sem er tilvalið að setja út í. Í þetta skiptið setti ég: 200 g gott dökkt súkkulaði 4 þurrkaðar gráfíkjur, smátt skornar 4 þurrkaðar döðlur, smátt skornar 100 gr. möndlur, (aðeins malaðar) 50 gr. kasjúhnetur (aðeins malaðar) Grófur kókos, ein lúka Hampfræ (í gullpokanum frá Sollu)Súkkulaðið brætt í skál yfir vatnsbaði og á meðan er gott að skera þurrkuðu ávextina og mylja hnetur. Þegar að súkkulaðið er bráðið er gott að láta það kólna aðeins áður en allt gúmmulaðið er sett út í. Svo er allt sett á bökunarpappír á plötu (ég setti í eldfast mót) og dreift vel úr. Svo steytti ég Himalayasalt yfir allt súkkulaðið, frekar þétt, setti smávegis af hnetum, kókos og fullt af hampfræjum yfir.Sett inn í ísskáp og látið kólna í nokkra tíma. Síðan, þegar þetta er storknað, þá er hægt að brjóta það og setja í skál. Hrikalega gott og fullt af hollustu og andoxunarefnum!
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Mömmukökur bestar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin