Allir í bað á Þorláksmessu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. nóvember 2013 16:30 Kjötsúpa var í jólamatinn hjá Íslendingum á öldum áður en þeir sem ekki gátu slátrað lambi borðuðu rjúpu. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins og þjóðfræðingur, segir mikinn hátíðleika alltaf hafa umlukið íslensk jól. MYND/GVA Jólahreingerningin, ný flík á jólum og að allt sé tilbúið á slaginu klukkan sex eru jólasiðir sem hafa haldist óbreyttir frá því þjóðin fór að halda kristin jól og fram á okkar daga. Ólöf Breiðdal, kynningarstjóri Þjóðminjasafns og þjóðfræðingur, veit ekki til þess að hjá öðrum þjóðum sé heimlið þrifið hátt og lágt fyrir jól. Íslendingar hafi skrúbbað bæi sína vandlega til að gera Jesúbarninu til hæfis. „Hreingerningin hefur fylgt okkur allt frá upphafi jólahalds og af trúarlegum ástæðum. Fólk vildi hafa allt skínandi hreint þegar fæðingu frelsarans var fagnað,“ útskýrir Ólöf. „Þá hjálpuðust allir að og var börnum hótað því að huldufólk settist að í bænum ef hann væri ekki þrifinn. Huldufólkið stóð nefnilega í flutningum á þessum tíma og til að halda börnunum að verki voru þau hrædd með þessu,“ segir Ólöf.Ný flík var vinnulaun Jólakötturinn var einnig notaður til að hræða börnin til verka. Hann tæki þau ef þau klæddust ekki nýrri flík á jólum og til þess að allir fengju nýja flík mátti ekki slá slöku við prjónaskapinn. Hefðin fyrir nýrri flík á jólum kom til af praktískum ástæðum en ekki trúarlegum. „Það var mikil vinnuharka í garð fólksins í desember, bæði barna og fullorðinna. Það þurfti að vinna ullina og prjóna plögg til að hægt væri að leggja inn til kaupmannsins og taka út vörur. Ný flík á jólum var því umbun til fólksins fyrir alla vinnuna en hafði ekki með trúna að gera. Þessi siður hefur haldist allt fram á okkar daga.“ Ólöf segir einnig þann sið að allt sé tilbúið klukkan sex á aðfangadagskvöld hafa fylgt íslenskum jólum frá upphafi. Fólk hafi haldið sína jólamessu í baðstofunni um miðaftan eða klukkan sex. Eftir það var orðið heilagt og í hönd fór jólanóttin. Enn í dag finnist okkur mikilvægt að geta farið til jólamessu eða í það minnsta hlustað á messuna í útvarpinu, með allt klárt fyrir jólahátíðina.Jólafastan tekin alvarlega „Fólk borðaði ekki góðan mat allan desembermánuð og á Þorláksmessu þótti tilhlýðilegt að borða slæman fisk, til að viðbrigðin yrðu sem mest þegar ferskt kjötmeti yrði á borðum á aðfangadagskvöld. Á Þorláksmessu voru híbýli gerð hrein og þá fór heimilisfólk í bað. Það var einnig mikilvægt að leggjast til svefns í hrein rúmföt á Þorláksmessukvöld,“ útskýrir Ólöf. Það má því ímynda sér hve tilhlökkunin hefur verið mikil, eftir harða vinnutörn í desember og slæman kost. En hvað var í jólamatinn á öldum áður? „Kjötsúpa. Fólk slátraði lambi til jólanna og eldaði súpu. Steikur og hamborgarhryggir koma ekki til fyrr en komið er fram á tuttugustu öldina. Rjúpan var fátækramatur en þeir sem ekki gátu slátrað lambi veiddu rjúpu í jólamatinn til að fá ferskmeti.“Jólagjafir komu síðar til „Gjafir virðast ekki hafa tilheyrt jólahaldi Íslendinga til að byrja með nema þessi umbun í formi fata á öldum áður. Þó var það snemma venja að húsmóðirin deildi út kertum á heimilisfólkið á aðfangadag og er vel hægt að ímynda sér hátíðleikann þegar kveikt var á öllum jólakertunum í bænum. Almennar jólagjafir koma til þegar vel er komið fram á 19. öld og þá aðallega í formi kerta, spila og heimaprjónaðra sokka.“ En af hverju ætli jólahaldið hafi haldist í svo föstum skorðum gegn um aldirnar hjá Íslendingum? „Ætli Íslendingar hafi ekki lifað við svo mikinn skort alla tíð og á jólum fékk fólk ný föt og ferskmeti að borða og tilhlökkunin skiptir miklu máli. Við erum líka vanaföst, það er ríkt í okkur.“ Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Sósan má ekki klikka Jól
Jólahreingerningin, ný flík á jólum og að allt sé tilbúið á slaginu klukkan sex eru jólasiðir sem hafa haldist óbreyttir frá því þjóðin fór að halda kristin jól og fram á okkar daga. Ólöf Breiðdal, kynningarstjóri Þjóðminjasafns og þjóðfræðingur, veit ekki til þess að hjá öðrum þjóðum sé heimlið þrifið hátt og lágt fyrir jól. Íslendingar hafi skrúbbað bæi sína vandlega til að gera Jesúbarninu til hæfis. „Hreingerningin hefur fylgt okkur allt frá upphafi jólahalds og af trúarlegum ástæðum. Fólk vildi hafa allt skínandi hreint þegar fæðingu frelsarans var fagnað,“ útskýrir Ólöf. „Þá hjálpuðust allir að og var börnum hótað því að huldufólk settist að í bænum ef hann væri ekki þrifinn. Huldufólkið stóð nefnilega í flutningum á þessum tíma og til að halda börnunum að verki voru þau hrædd með þessu,“ segir Ólöf.Ný flík var vinnulaun Jólakötturinn var einnig notaður til að hræða börnin til verka. Hann tæki þau ef þau klæddust ekki nýrri flík á jólum og til þess að allir fengju nýja flík mátti ekki slá slöku við prjónaskapinn. Hefðin fyrir nýrri flík á jólum kom til af praktískum ástæðum en ekki trúarlegum. „Það var mikil vinnuharka í garð fólksins í desember, bæði barna og fullorðinna. Það þurfti að vinna ullina og prjóna plögg til að hægt væri að leggja inn til kaupmannsins og taka út vörur. Ný flík á jólum var því umbun til fólksins fyrir alla vinnuna en hafði ekki með trúna að gera. Þessi siður hefur haldist allt fram á okkar daga.“ Ólöf segir einnig þann sið að allt sé tilbúið klukkan sex á aðfangadagskvöld hafa fylgt íslenskum jólum frá upphafi. Fólk hafi haldið sína jólamessu í baðstofunni um miðaftan eða klukkan sex. Eftir það var orðið heilagt og í hönd fór jólanóttin. Enn í dag finnist okkur mikilvægt að geta farið til jólamessu eða í það minnsta hlustað á messuna í útvarpinu, með allt klárt fyrir jólahátíðina.Jólafastan tekin alvarlega „Fólk borðaði ekki góðan mat allan desembermánuð og á Þorláksmessu þótti tilhlýðilegt að borða slæman fisk, til að viðbrigðin yrðu sem mest þegar ferskt kjötmeti yrði á borðum á aðfangadagskvöld. Á Þorláksmessu voru híbýli gerð hrein og þá fór heimilisfólk í bað. Það var einnig mikilvægt að leggjast til svefns í hrein rúmföt á Þorláksmessukvöld,“ útskýrir Ólöf. Það má því ímynda sér hve tilhlökkunin hefur verið mikil, eftir harða vinnutörn í desember og slæman kost. En hvað var í jólamatinn á öldum áður? „Kjötsúpa. Fólk slátraði lambi til jólanna og eldaði súpu. Steikur og hamborgarhryggir koma ekki til fyrr en komið er fram á tuttugustu öldina. Rjúpan var fátækramatur en þeir sem ekki gátu slátrað lambi veiddu rjúpu í jólamatinn til að fá ferskmeti.“Jólagjafir komu síðar til „Gjafir virðast ekki hafa tilheyrt jólahaldi Íslendinga til að byrja með nema þessi umbun í formi fata á öldum áður. Þó var það snemma venja að húsmóðirin deildi út kertum á heimilisfólkið á aðfangadag og er vel hægt að ímynda sér hátíðleikann þegar kveikt var á öllum jólakertunum í bænum. Almennar jólagjafir koma til þegar vel er komið fram á 19. öld og þá aðallega í formi kerta, spila og heimaprjónaðra sokka.“ En af hverju ætli jólahaldið hafi haldist í svo föstum skorðum gegn um aldirnar hjá Íslendingum? „Ætli Íslendingar hafi ekki lifað við svo mikinn skort alla tíð og á jólum fékk fólk ný föt og ferskmeti að borða og tilhlökkunin skiptir miklu máli. Við erum líka vanaföst, það er ríkt í okkur.“
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Sósan má ekki klikka Jól