Íslensku jólasveinarnir í útrás Vera Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 17:00 Póstkassarnir standa við Litlu jólabúðina á Laugavegi, við Viking Shop í göngugötunni á Akureyri og við Rammagerðina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND/PJETUR Glöggir vegfarendur á Laugavegi og göngugötunni á Akureyri hafa eflaust rekið augun í póstkassa íslensku jólasveinanna en slíkan kassa er einnig að finna í Leifsstöð. Hér er á ferðinni skemmtilegt framtak listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar sem virkar þannig að fólk kaupir bréf og stílar það á viðtakanda sem það vill að fái svar frá einhverjum íslensku jólasveinanna. Hverju bréfi er svarað og fær viðtakandinn auk þess litla gjöf. „Við erum í samstarfi við Raven Design sem gerir óróa með öllum íslensku jólasveinunum, jólakettinum, Grýlu og Leppalúða og fylgir einn órói hverju svari,“ útskýrir Guðmundur Rúnar sem sér fyrir sér að fleiri gætu haft hag af slíku samstarfi. Kassarnir eru aðallega hugsaðir fyrir erlenda ferðamenn og er megnið af bréfunum frá þeim. Langflest eru skrifuð á ensku. „Íslendingum er þó meira en velkomið að senda bréf og er eitthvað um þau inni á milli,“ segir Guðmundur. Fólk er beðið um að skrifa nafn og heimilisfang viðtakandans í hástöfum og svo getur það sent jólasveinunum litla orðsendingu. Bréfin kosta 1.600 krónur og fást í Litlu jólabúðinni á Laugavegi, í Viking Shop við göngugötuna á Akureyri og í Rammagerðinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Svarbréfin eru stöðluð en nafn viðtakanda og viðkomandi jólasveins er handskrifað. Svörin eru flest á ensku en Íslendingum er svarað á móðurmálinu.Hverju svarbréfi fylgir glaðningur frá Raven Design.„Við erum búin að fá alveg gríðarlega mikið af bréfum og mörg eru mjög persónuleg. Það er líka sammerkt með þeim flestum hvað fólk er ánægt með land og þjóð og lýsir það ýmsu sem það hefur upplifað á ferð sinni um landið. Hugmyndin er að velja bestu bréfin og gefa þau út á bók enda segja þau okkur margt og gætu meðal annars gagnast ferðaþjónustuaðilum um land allt,“ segir Guðmundur. Hann segir líka skemmtilegt að hugsa til þess að flestir eru væntanlega búnir að gleyma því að þeir hafi sent bréfið þegar svarið berst. Guðmundur segir hvert bréf segja litla sögu og nefnir dæmi. „Ég var rétt í þessu að lesa eitt frá lítilli hnátu sem bað um hest eða hund en vildi alls ekki fá sendan kött eins og síðast. Þá las ég nýlega frásögn konu sem hafði ætlað til landsins með eiginmanninum. Hann hafði hins vegar látist í millitíðinni. Hún kom því ein og niðurbrotin en fékk frábærar móttökur og átti hér góðan tíma þrátt fyrir allt. Guðmundur segir verkefnið aðeins í startholunum. „Við gerum ráð fyrir að svara 30-70 þúsund bréfum á næsta ári.“ Jólafréttir Mest lesið Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Á Betlehemsvöllum Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Óvíst hvort Hlyngerðið verði lýst Jól Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Nú er Gunna á nýju skónum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
Glöggir vegfarendur á Laugavegi og göngugötunni á Akureyri hafa eflaust rekið augun í póstkassa íslensku jólasveinanna en slíkan kassa er einnig að finna í Leifsstöð. Hér er á ferðinni skemmtilegt framtak listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar sem virkar þannig að fólk kaupir bréf og stílar það á viðtakanda sem það vill að fái svar frá einhverjum íslensku jólasveinanna. Hverju bréfi er svarað og fær viðtakandinn auk þess litla gjöf. „Við erum í samstarfi við Raven Design sem gerir óróa með öllum íslensku jólasveinunum, jólakettinum, Grýlu og Leppalúða og fylgir einn órói hverju svari,“ útskýrir Guðmundur Rúnar sem sér fyrir sér að fleiri gætu haft hag af slíku samstarfi. Kassarnir eru aðallega hugsaðir fyrir erlenda ferðamenn og er megnið af bréfunum frá þeim. Langflest eru skrifuð á ensku. „Íslendingum er þó meira en velkomið að senda bréf og er eitthvað um þau inni á milli,“ segir Guðmundur. Fólk er beðið um að skrifa nafn og heimilisfang viðtakandans í hástöfum og svo getur það sent jólasveinunum litla orðsendingu. Bréfin kosta 1.600 krónur og fást í Litlu jólabúðinni á Laugavegi, í Viking Shop við göngugötuna á Akureyri og í Rammagerðinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Svarbréfin eru stöðluð en nafn viðtakanda og viðkomandi jólasveins er handskrifað. Svörin eru flest á ensku en Íslendingum er svarað á móðurmálinu.Hverju svarbréfi fylgir glaðningur frá Raven Design.„Við erum búin að fá alveg gríðarlega mikið af bréfum og mörg eru mjög persónuleg. Það er líka sammerkt með þeim flestum hvað fólk er ánægt með land og þjóð og lýsir það ýmsu sem það hefur upplifað á ferð sinni um landið. Hugmyndin er að velja bestu bréfin og gefa þau út á bók enda segja þau okkur margt og gætu meðal annars gagnast ferðaþjónustuaðilum um land allt,“ segir Guðmundur. Hann segir líka skemmtilegt að hugsa til þess að flestir eru væntanlega búnir að gleyma því að þeir hafi sent bréfið þegar svarið berst. Guðmundur segir hvert bréf segja litla sögu og nefnir dæmi. „Ég var rétt í þessu að lesa eitt frá lítilli hnátu sem bað um hest eða hund en vildi alls ekki fá sendan kött eins og síðast. Þá las ég nýlega frásögn konu sem hafði ætlað til landsins með eiginmanninum. Hann hafði hins vegar látist í millitíðinni. Hún kom því ein og niðurbrotin en fékk frábærar móttökur og átti hér góðan tíma þrátt fyrir allt. Guðmundur segir verkefnið aðeins í startholunum. „Við gerum ráð fyrir að svara 30-70 þúsund bréfum á næsta ári.“
Jólafréttir Mest lesið Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Á Betlehemsvöllum Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Óvíst hvort Hlyngerðið verði lýst Jól Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Nú er Gunna á nýju skónum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól