skreyttir skrokkar 13. desember 2013 20:00 Nemendur Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar þreyttu á dögunum lokaverkefni sitt í skólanum. Verkefnið snerist um fantasíuförðun. Þetta er lokaverkefni nemenda okkar sem þeir vinna að alla önnina,“ segir Selma Karlsdóttir, förðunarfræðingur og kennari við Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Fimmtán nemendur hafa stundað nám á 14 vikna námskeiði skólans og í liðinni viku var komið að því að sýna afrakstur mikillar þróunarvinnu. „Við upphaf annarinnar völdu þau sér þema sem átti annaðhvort að snúast um listamann eða frægan kvikmyndaleikstjóra. Síðan unnum við þetta með þeim, teiknuðum upp og gerðum sýnishorn,“ segir Selma en útkoman er ansi skemmtileg. Verkefnin eru að mestu byggð á líkamsförðun en einnig tvinnast saman við annars konar hugmyndir og jafnvel saumaskapur. Selma segist finna fyrir auknum áhuga á förðun en á námskeiði Förðunarskólans læra nemendur allt frá almennri förðun, brúðarförðun og fantasíuförðun upp í lýtaförðun þar sem búin eru til ör, stækkuð nef og mótaðir skallar. „Við fylgjum nemendum okkar eftir þegar þeir hafa lokið námi enda gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ segir Selma og nefnir að sumir fáist við áhugaverð verkefni í kjölfar námsins. „Margir fara að vinna í kvikmyndaverkefnum. Ein stelpa er til dæmis að vinna við Game of Thrones og önnur í Latabæ. Það er gaman að geta séð á eftir nemendunum í svona skemmtileg verkefni.“ Game of Thrones Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Nemendur Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar þreyttu á dögunum lokaverkefni sitt í skólanum. Verkefnið snerist um fantasíuförðun. Þetta er lokaverkefni nemenda okkar sem þeir vinna að alla önnina,“ segir Selma Karlsdóttir, förðunarfræðingur og kennari við Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Fimmtán nemendur hafa stundað nám á 14 vikna námskeiði skólans og í liðinni viku var komið að því að sýna afrakstur mikillar þróunarvinnu. „Við upphaf annarinnar völdu þau sér þema sem átti annaðhvort að snúast um listamann eða frægan kvikmyndaleikstjóra. Síðan unnum við þetta með þeim, teiknuðum upp og gerðum sýnishorn,“ segir Selma en útkoman er ansi skemmtileg. Verkefnin eru að mestu byggð á líkamsförðun en einnig tvinnast saman við annars konar hugmyndir og jafnvel saumaskapur. Selma segist finna fyrir auknum áhuga á förðun en á námskeiði Förðunarskólans læra nemendur allt frá almennri förðun, brúðarförðun og fantasíuförðun upp í lýtaförðun þar sem búin eru til ör, stækkuð nef og mótaðir skallar. „Við fylgjum nemendum okkar eftir þegar þeir hafa lokið námi enda gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ segir Selma og nefnir að sumir fáist við áhugaverð verkefni í kjölfar námsins. „Margir fara að vinna í kvikmyndaverkefnum. Ein stelpa er til dæmis að vinna við Game of Thrones og önnur í Latabæ. Það er gaman að geta séð á eftir nemendunum í svona skemmtileg verkefni.“
Game of Thrones Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira