Veikburða stjórnsýsla Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. desember 2013 07:00 Setning laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum er að mörgu leyti undarlegt mál. Ákvæði um að ákveðið hlutfall af eldsneytinu sem við kaupum á benzínstöðvum verði að vera lífdísill, metanól eða eitthvað svipað taka gildi um áramót. Tilgangurinn er góður; að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Lögin eru hins vegar sett með tilvísan til Evróputilskipunar sem Ísland hefur sex ára frest til viðbótar til að uppfylla. Fulltrúar olíufélaganna hafa kvartað undan skömmum aðlögunartíma og kostnaði og fyrirhöfn sem honum fylgir. Nú hefur atvinnuveganefnd Alþingis lagt fram frumvarp sem kveður á um að beðið verði fram á seinni hluta næsta árs með að beita sektarákvæðum ef fyrirtækin verða ekki tilbúin. Asinn við að koma löggjöfinni á virðist tilkominn vegna ákafa innlendra framleiðenda endurnýjanlegs eldsneytis að koma vöru sinni á innanlandsmarkað. Fyrir stuttu sagði Fréttablaðið frá því að uppruni málsins hefði verið sá að Carbon Recycling International, íslenzkt fyrirtæki sem framleiðir metanól til íblöndunar í benzín, hefði að eigin frumkvæði sent atvinnuvegaráðuneytinu drög að lagafrumvarpi, sem síðan varð að lögunum umdeildu. Atvinnuvegaráðuneytið hafnaði því að fyrirtækið hefði haft mikil áhrif á löggjöfina og benti á að mikill munur væri á texta skjalsins sem kom frá CRI og frumvarpsins, sem síðar var lagt fram á Alþingi. Það er rétt, en greining sem Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerðu fyrir Fréttablaðið og sagt var frá í blaðinu í gær, sýnir að frumvarpsdrögin sem ráðuneytið sendi frá sér til vinnslu, áður en endanlegt frumvarp var lagt fram, voru að þremur fjórðuhlutum samhljóða texta skjalsins frá CRI. Gunnar Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að íslenzku ráðuneytin væru svo lítil og veikburða og undir margvíslegu álagi, að þau væru berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila. Hann segist ekki þekkja önnur dæmi um að fyrirtæki sem á hagsmuna að gæta hafi beinlínis skrifað drög að lagafrumvarpi, það sé „óvenjulegt og örugglega óheppilegt“. Óhætt er að taka undir það. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti þjóna vissulega göfugum tilgangi og olíufyrirtækin virðast ekkert hafa á móti þeim sem slíkum; fremur hversu skammur tími gafst til að laga sig að löggjöfinni. En sú spurning vaknar að sjálfsögðu hvort dæmin geti verið fleiri og hvort fyrirtæki eða hagsmunasamtök geti stokkið með þessum hætti inn í stefnumótunarhlutverk ráðuneytanna án þess að þau fái í raun rönd við reist. Það er ástæða til að rifja upp að ein af ályktunum þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis var að hún væri „áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu jafnt í ráðuneytum sem sjálfstæðum stofnunum sem undir ráðuneytin heyra.“ Sá lærdómur virðist ekki hafa komizt fyllilega til skila, miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun
Setning laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum er að mörgu leyti undarlegt mál. Ákvæði um að ákveðið hlutfall af eldsneytinu sem við kaupum á benzínstöðvum verði að vera lífdísill, metanól eða eitthvað svipað taka gildi um áramót. Tilgangurinn er góður; að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Lögin eru hins vegar sett með tilvísan til Evróputilskipunar sem Ísland hefur sex ára frest til viðbótar til að uppfylla. Fulltrúar olíufélaganna hafa kvartað undan skömmum aðlögunartíma og kostnaði og fyrirhöfn sem honum fylgir. Nú hefur atvinnuveganefnd Alþingis lagt fram frumvarp sem kveður á um að beðið verði fram á seinni hluta næsta árs með að beita sektarákvæðum ef fyrirtækin verða ekki tilbúin. Asinn við að koma löggjöfinni á virðist tilkominn vegna ákafa innlendra framleiðenda endurnýjanlegs eldsneytis að koma vöru sinni á innanlandsmarkað. Fyrir stuttu sagði Fréttablaðið frá því að uppruni málsins hefði verið sá að Carbon Recycling International, íslenzkt fyrirtæki sem framleiðir metanól til íblöndunar í benzín, hefði að eigin frumkvæði sent atvinnuvegaráðuneytinu drög að lagafrumvarpi, sem síðan varð að lögunum umdeildu. Atvinnuvegaráðuneytið hafnaði því að fyrirtækið hefði haft mikil áhrif á löggjöfina og benti á að mikill munur væri á texta skjalsins sem kom frá CRI og frumvarpsins, sem síðar var lagt fram á Alþingi. Það er rétt, en greining sem Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerðu fyrir Fréttablaðið og sagt var frá í blaðinu í gær, sýnir að frumvarpsdrögin sem ráðuneytið sendi frá sér til vinnslu, áður en endanlegt frumvarp var lagt fram, voru að þremur fjórðuhlutum samhljóða texta skjalsins frá CRI. Gunnar Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að íslenzku ráðuneytin væru svo lítil og veikburða og undir margvíslegu álagi, að þau væru berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila. Hann segist ekki þekkja önnur dæmi um að fyrirtæki sem á hagsmuna að gæta hafi beinlínis skrifað drög að lagafrumvarpi, það sé „óvenjulegt og örugglega óheppilegt“. Óhætt er að taka undir það. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti þjóna vissulega göfugum tilgangi og olíufyrirtækin virðast ekkert hafa á móti þeim sem slíkum; fremur hversu skammur tími gafst til að laga sig að löggjöfinni. En sú spurning vaknar að sjálfsögðu hvort dæmin geti verið fleiri og hvort fyrirtæki eða hagsmunasamtök geti stokkið með þessum hætti inn í stefnumótunarhlutverk ráðuneytanna án þess að þau fái í raun rönd við reist. Það er ástæða til að rifja upp að ein af ályktunum þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis var að hún væri „áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu jafnt í ráðuneytum sem sjálfstæðum stofnunum sem undir ráðuneytin heyra.“ Sá lærdómur virðist ekki hafa komizt fyllilega til skila, miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun