Helgarmaturinn - Kjúklingarisotto Marín Manda skrifar 20. desember 2013 12:15 Sandra Fairbairn Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira