Umskipti í Kína Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 20. desember 2013 11:00 Umskipti eftir Mo Yan Bækur: Umskipti Mo Yan Þýðing: Böðvar Guðmundsson Uppheimar Mo Yan hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2012 en Umskipti er fyrsta bókin sem kemur út eftir hann á íslensku. Sagan er hluti af stærra verki, safni níu nóvella en hefur komið út stök á ensku undir heitinu Change. Þýðing Böðvars Guðmundssonar er gerð eftir þeirri útgáfu. Umskipti birtist á Vesturlöndum sem hluti af ritröð um framkvæmd kommúnismans á 20. öld undir ritstjórn bresk-pakistanska rithöfundarins Tariq Ali sem skrifar stuttan eftirmála að sögunni. Umskiptin lýsa ævi höfundar í heimalandinu frá barnæsku þegar hann er rekinn úr skóla til samtímans þegar hann er orðinn virtur og frægur rithöfundur. Frásögnin er nokkuð sérkennilega skrúfuð saman, hún er blanda af nokkuð nákvæmum lýsingum á einstökum eftirminnilegum atvikum annars vegar og lengri sögum sem sagðar eru í stuttu máli af lífi sögumanns og samferðamanna hans, skólasystkinum, ættingjum og félögum úr hernum. Saman mynda þessar frásagnir mósaík af sögu Kína undanfarin 40 ár sem, að minnsta kosti fyrir lesanda sem ekki þekkir þá sögu nema mátulega vel fyrir, er bæði upplýsandi og heillandi. Mo Yan kann vel þá list að segja frá miklu í fáum orðum, Umskiptin eru lítil fyrir bók að sjá en undirtextinn er umfangsmikill. Einstök smáatvik varpa ljósi á einkenni kínversks samfélags og kerfisins. Gagnrýnin er aldrei beinskeytt eða hávær heldur liggur hún oft og tíðum á milli línanna. Ekki síst birtist gagnrýni á kerfið í lýsingum á örlögum persónanna, í því hvernig þær eru annaðhvort heftar og bundnar af kerfinu eða læra að leika á það stundum með vafasömum aðferðum. Þegar Mo Yan fékk Nóbelsverðlaunin rökstuddi sænska akademían val sitt meðal annars með því að í verkum hans mætti finna „samruna fantasíu og raunsæis og sagnfræðilegra og félagslegra viðmiða“. Nú veit ég ekki hvort Umskiptin eru lýsandi fyrir verk höfundarins, en fantasían er hér fjarverandi. Á hinn bóginn beitir Mo Yan táknsæi af mikilli fimi og sagan er hugvitsamlega upp byggð. Um þýðingu Böðvars Guðmundssonar er erfitt að segja margt fyrir þann sem ekki kann staf í kínversku og hefur ekki ensku útgáfuna við höndina. Böðvar er vanur skáldsagnahöfundur og þýðandi og honum tekst að skila texta Mo Yan á sannfærandi hátt án þess að maður verði var við höfundareinkenni hans sjálfs. Kínverskar samtímabókmenntir rata ekki oft til okkar í íslenskum þýðingum. Þess vegna er ástæða til að fagna þessu framtaki þýðanda og útgáfu og gaman væri að fá meira að heyra og fá að kynnast þeim verkum þessa Nóbelshöfundar þar sem fantasían leikur stærra hlutverk.Niðurstaða: Áhugaverð sjálfsævisöguleg nóvella eftir kínverskan Nóbelshöfund sem leynir á sér. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Umskipti Mo Yan Þýðing: Böðvar Guðmundsson Uppheimar Mo Yan hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2012 en Umskipti er fyrsta bókin sem kemur út eftir hann á íslensku. Sagan er hluti af stærra verki, safni níu nóvella en hefur komið út stök á ensku undir heitinu Change. Þýðing Böðvars Guðmundssonar er gerð eftir þeirri útgáfu. Umskipti birtist á Vesturlöndum sem hluti af ritröð um framkvæmd kommúnismans á 20. öld undir ritstjórn bresk-pakistanska rithöfundarins Tariq Ali sem skrifar stuttan eftirmála að sögunni. Umskiptin lýsa ævi höfundar í heimalandinu frá barnæsku þegar hann er rekinn úr skóla til samtímans þegar hann er orðinn virtur og frægur rithöfundur. Frásögnin er nokkuð sérkennilega skrúfuð saman, hún er blanda af nokkuð nákvæmum lýsingum á einstökum eftirminnilegum atvikum annars vegar og lengri sögum sem sagðar eru í stuttu máli af lífi sögumanns og samferðamanna hans, skólasystkinum, ættingjum og félögum úr hernum. Saman mynda þessar frásagnir mósaík af sögu Kína undanfarin 40 ár sem, að minnsta kosti fyrir lesanda sem ekki þekkir þá sögu nema mátulega vel fyrir, er bæði upplýsandi og heillandi. Mo Yan kann vel þá list að segja frá miklu í fáum orðum, Umskiptin eru lítil fyrir bók að sjá en undirtextinn er umfangsmikill. Einstök smáatvik varpa ljósi á einkenni kínversks samfélags og kerfisins. Gagnrýnin er aldrei beinskeytt eða hávær heldur liggur hún oft og tíðum á milli línanna. Ekki síst birtist gagnrýni á kerfið í lýsingum á örlögum persónanna, í því hvernig þær eru annaðhvort heftar og bundnar af kerfinu eða læra að leika á það stundum með vafasömum aðferðum. Þegar Mo Yan fékk Nóbelsverðlaunin rökstuddi sænska akademían val sitt meðal annars með því að í verkum hans mætti finna „samruna fantasíu og raunsæis og sagnfræðilegra og félagslegra viðmiða“. Nú veit ég ekki hvort Umskiptin eru lýsandi fyrir verk höfundarins, en fantasían er hér fjarverandi. Á hinn bóginn beitir Mo Yan táknsæi af mikilli fimi og sagan er hugvitsamlega upp byggð. Um þýðingu Böðvars Guðmundssonar er erfitt að segja margt fyrir þann sem ekki kann staf í kínversku og hefur ekki ensku útgáfuna við höndina. Böðvar er vanur skáldsagnahöfundur og þýðandi og honum tekst að skila texta Mo Yan á sannfærandi hátt án þess að maður verði var við höfundareinkenni hans sjálfs. Kínverskar samtímabókmenntir rata ekki oft til okkar í íslenskum þýðingum. Þess vegna er ástæða til að fagna þessu framtaki þýðanda og útgáfu og gaman væri að fá meira að heyra og fá að kynnast þeim verkum þessa Nóbelshöfundar þar sem fantasían leikur stærra hlutverk.Niðurstaða: Áhugaverð sjálfsævisöguleg nóvella eftir kínverskan Nóbelshöfund sem leynir á sér.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira