Óttast að ákæra muni breyta heilbrigðiskerfinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2013 07:00 Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, á Landspítalanum fagna umræðu um öryggi sjúklinga enda sé það þeirra helsta markmið í þjónustunni. MYND/GVA Hjúkrunarfræðingur sem gerði mistök í starfi gæti átt von á ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Atvikið átti sér stað í október í fyrra og mistök urðu þess valdandi að maður sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans lét lífið. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og nú er henni lokið. Verði ákært verður það í fyrst skipti á Íslandi sem ákært verður fyrir manndráp af gáleysi vegna starfa í heilbrigðisþjónustu. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum ræddu öryggi sjúklinga og viðbrögð við mistökum við blaðamann.Að þora að horfast í augu við mistökin Fyrir um það bil tveimur árum tók Landspítalinn upp nýja nálgun í gæðamálum sem byggist á þeirri hugmyndafræði að það sé mannlegt að gera mistök. Kerfið er byggt á þeirri staðreynd að spítalar eru hættulegir, áhættustigið er hátt og mistök í starfi geta haft mun alvarlegri afleiðingar en á mörgum öðrum vinnustöðum. Ólafur segir Landspítalann hafa verið nokkuð lengi að taka upp þessa hugmyndafræði. „Læknar fyrr á árum voru ósnertanlegir og af sumum álitnir hálfgerðir guðir. Þeir gerðu bara ekki mistök. En auðvitað gerum við læknar mistök, það eru ekki til spítalar þar sem engin mistök eru gerð. En mistökunum var ekki sinnt nægilega vel. Landspítalinn var nokkuð lengi að koma sér úr þessum sporum en það hefur gerst á síðustu tíu til fimmtán árum,“ segir Ólafur. Hann segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikil áhersla verið lögð á gæði og öryggi. „Við erum að innleiða öryggismenningu á spítalanum. Öryggismenning byggist á trausti og hvetur fólk til að segja frá mistökum, bæði sínum og annarra, með það að markmiði að bæta verklag og læra af mistökunum. Okkar stærsta markmið er að tryggja öryggi sjúklinga okkar og við álítum þetta bestu leiðina.“Verklag til fyrirmyndar Sigríður segir að í þessu tiltekna atviki hafi starfsmenn brugðist hárrétt við og allir sýnt það traust og heiðarleika sem fyrirfinnst í öryggismenningu. „Starfsmenn létu vita að þeir grunuðu að mistök hefðu átt sér stað. Þá var strax haft samband við yfirstjórn og málið sett í rannsókn í samstarfi við alla starfsmenn og þar á meðal hjúkrunarfræðinginn sem liggur undir grun. Þetta var fyrsta atvikið þar sem svo vönduð rótargreining var notuð til að komast að uppruna mistakanna. Það er í raun okkar gæfa á þeim tíma að við vorum tilbúin að takast á við þetta,“ segir Sigríður. „Niðurstaða rannsóknar okkar var, eins og í allflestum atvikum, að samverkandi þættir ollu mistökum.“Dómsmál skemmir traustiðÁ næstunni mun koma í ljós hvort hjúkrunarfræðingurinn verður ákærður fyrir þessi mistök. „Ef verður ákært í þessu máli og ég tala nú ekki um ef verður sakfellt þá mun það breyta íslensku heilbrigðiskerfi. Ég óttast að starfsmönnum finnist þeir ekki öruggir ef þeir segja frá og eiga á hættu að fá dóm,“ segir Sigríður. Ólafur tekur undir orð Sigríðar og vill ekki sjá heilbrigðisstarfsmenn fara í sama farið og fyrr á árum. „Við viljum frekar hafa opna menningu, með hlutina uppi á yfirborðinu en viljum alls ekki sópa mistökum undir teppi. Við erum enn að glíma við afleiðingar fyrri ára, þegar ekki var tekið með skýrum hætti á erfiðum atvikum sem komu upp í heilbrigðiskerfinu. Við erum enn að fá upp mál aðstandenda eða sjúklinga sem hafa aldrei fengið úrlausn sinna mála og við skiljum að það sé erfitt. Við viljum breyta þessu og fyrirbyggja fleiri mistök,“ segir Ólafur.Viljum samvinnu Í þessu samhengi segir Sigríður að það sé mikilvægt fyrir alla að eiga í góðri samvinnu við aðstandendur þegar alvarleg atvik eiga sér stað. „Í þessu tilfelli var fjölskyldan upplýst strax í upphafi. Ég held að ef fólk fær að fylgjast með þá upplifi það frekar einhvers konar lok á málinu og geti jafnvel fundið sátt. Samvinna við sjúklinga og aðstandendur er okkur mikilvæg. Við viljum að fólk upplifi öryggi á spítalanum okkar.“ Þurfum að horfast í augu við vandannAuðbjörg Reynisdóttir hefur bitra reynslu af mistökum í heilbrigðiskerfinu en segir mikilvægast að lært sé af mistökunum. Mynd/Vilhelm Auðbjörg Reynisdóttir er hjúkrunarfræðingur og formaður félagsins Viljaspors. Félagið veitir stuðning við þolendur atvika, er upplýsingaveita og vill vera í samvinnu við heilbrigðismál vegna mistaka í heilsugæslu. „Mér þykir ekki til framdráttar þjónustun,i að fara þá leið að ákæra fólk þegar kemur að alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ segir Auðbjörg. „Það þarf frekar að vera rannsóknarferli sem skilar þekkingu um hvað gerðist. Mikilvægt er að eftirlitsaðilinn og rannsakandinn í slíkum rannsóknum sé óháður aðili og tengist ekki ferlinu.“ Auðbjörg segir það ekki gefa sjúklingum sem lenda í mistökum fróun að einhver ákveðinn sé dreginn til ábyrgðar. „Það sem er mikilvægast er að lært sé af mistökum og komið í veg fyrir að þetta atvik gerist aftur. En það þarf að klára svona mál, ekki bara gera mistök og biðjast afsökunar. Það þarf einhvers konar uppgjör og sátt. En sáttin felst ekki í dómi sem ein manneskja þarf að bera.“ Auðbjörg segir mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann og þannig skapist menning sem bjóði upp á fagleg vinnubrögð. „Eins og horfst var í augu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá loksins var tekið á málunum þannig að það skilaði árangri. Það sama þarf að gera með mistök heilbrigðisstarfsmanna. Við þurfum að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem gerði mistök í starfi gæti átt von á ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Atvikið átti sér stað í október í fyrra og mistök urðu þess valdandi að maður sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans lét lífið. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og nú er henni lokið. Verði ákært verður það í fyrst skipti á Íslandi sem ákært verður fyrir manndráp af gáleysi vegna starfa í heilbrigðisþjónustu. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum ræddu öryggi sjúklinga og viðbrögð við mistökum við blaðamann.Að þora að horfast í augu við mistökin Fyrir um það bil tveimur árum tók Landspítalinn upp nýja nálgun í gæðamálum sem byggist á þeirri hugmyndafræði að það sé mannlegt að gera mistök. Kerfið er byggt á þeirri staðreynd að spítalar eru hættulegir, áhættustigið er hátt og mistök í starfi geta haft mun alvarlegri afleiðingar en á mörgum öðrum vinnustöðum. Ólafur segir Landspítalann hafa verið nokkuð lengi að taka upp þessa hugmyndafræði. „Læknar fyrr á árum voru ósnertanlegir og af sumum álitnir hálfgerðir guðir. Þeir gerðu bara ekki mistök. En auðvitað gerum við læknar mistök, það eru ekki til spítalar þar sem engin mistök eru gerð. En mistökunum var ekki sinnt nægilega vel. Landspítalinn var nokkuð lengi að koma sér úr þessum sporum en það hefur gerst á síðustu tíu til fimmtán árum,“ segir Ólafur. Hann segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikil áhersla verið lögð á gæði og öryggi. „Við erum að innleiða öryggismenningu á spítalanum. Öryggismenning byggist á trausti og hvetur fólk til að segja frá mistökum, bæði sínum og annarra, með það að markmiði að bæta verklag og læra af mistökunum. Okkar stærsta markmið er að tryggja öryggi sjúklinga okkar og við álítum þetta bestu leiðina.“Verklag til fyrirmyndar Sigríður segir að í þessu tiltekna atviki hafi starfsmenn brugðist hárrétt við og allir sýnt það traust og heiðarleika sem fyrirfinnst í öryggismenningu. „Starfsmenn létu vita að þeir grunuðu að mistök hefðu átt sér stað. Þá var strax haft samband við yfirstjórn og málið sett í rannsókn í samstarfi við alla starfsmenn og þar á meðal hjúkrunarfræðinginn sem liggur undir grun. Þetta var fyrsta atvikið þar sem svo vönduð rótargreining var notuð til að komast að uppruna mistakanna. Það er í raun okkar gæfa á þeim tíma að við vorum tilbúin að takast á við þetta,“ segir Sigríður. „Niðurstaða rannsóknar okkar var, eins og í allflestum atvikum, að samverkandi þættir ollu mistökum.“Dómsmál skemmir traustiðÁ næstunni mun koma í ljós hvort hjúkrunarfræðingurinn verður ákærður fyrir þessi mistök. „Ef verður ákært í þessu máli og ég tala nú ekki um ef verður sakfellt þá mun það breyta íslensku heilbrigðiskerfi. Ég óttast að starfsmönnum finnist þeir ekki öruggir ef þeir segja frá og eiga á hættu að fá dóm,“ segir Sigríður. Ólafur tekur undir orð Sigríðar og vill ekki sjá heilbrigðisstarfsmenn fara í sama farið og fyrr á árum. „Við viljum frekar hafa opna menningu, með hlutina uppi á yfirborðinu en viljum alls ekki sópa mistökum undir teppi. Við erum enn að glíma við afleiðingar fyrri ára, þegar ekki var tekið með skýrum hætti á erfiðum atvikum sem komu upp í heilbrigðiskerfinu. Við erum enn að fá upp mál aðstandenda eða sjúklinga sem hafa aldrei fengið úrlausn sinna mála og við skiljum að það sé erfitt. Við viljum breyta þessu og fyrirbyggja fleiri mistök,“ segir Ólafur.Viljum samvinnu Í þessu samhengi segir Sigríður að það sé mikilvægt fyrir alla að eiga í góðri samvinnu við aðstandendur þegar alvarleg atvik eiga sér stað. „Í þessu tilfelli var fjölskyldan upplýst strax í upphafi. Ég held að ef fólk fær að fylgjast með þá upplifi það frekar einhvers konar lok á málinu og geti jafnvel fundið sátt. Samvinna við sjúklinga og aðstandendur er okkur mikilvæg. Við viljum að fólk upplifi öryggi á spítalanum okkar.“ Þurfum að horfast í augu við vandannAuðbjörg Reynisdóttir hefur bitra reynslu af mistökum í heilbrigðiskerfinu en segir mikilvægast að lært sé af mistökunum. Mynd/Vilhelm Auðbjörg Reynisdóttir er hjúkrunarfræðingur og formaður félagsins Viljaspors. Félagið veitir stuðning við þolendur atvika, er upplýsingaveita og vill vera í samvinnu við heilbrigðismál vegna mistaka í heilsugæslu. „Mér þykir ekki til framdráttar þjónustun,i að fara þá leið að ákæra fólk þegar kemur að alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ segir Auðbjörg. „Það þarf frekar að vera rannsóknarferli sem skilar þekkingu um hvað gerðist. Mikilvægt er að eftirlitsaðilinn og rannsakandinn í slíkum rannsóknum sé óháður aðili og tengist ekki ferlinu.“ Auðbjörg segir það ekki gefa sjúklingum sem lenda í mistökum fróun að einhver ákveðinn sé dreginn til ábyrgðar. „Það sem er mikilvægast er að lært sé af mistökum og komið í veg fyrir að þetta atvik gerist aftur. En það þarf að klára svona mál, ekki bara gera mistök og biðjast afsökunar. Það þarf einhvers konar uppgjör og sátt. En sáttin felst ekki í dómi sem ein manneskja þarf að bera.“ Auðbjörg segir mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann og þannig skapist menning sem bjóði upp á fagleg vinnubrögð. „Eins og horfst var í augu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá loksins var tekið á málunum þannig að það skilaði árangri. Það sama þarf að gera með mistök heilbrigðisstarfsmanna. Við þurfum að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira